Búið að sleppa tuttugu og fjórum gíslum Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2023 14:49 Palestínumenn flýja frá norðuhluta Gasastrandinnar undir eftirliti ísraelskra hermanna. AP/Mohammed Dahman Hamas-liðar hafa sleppt fyrstu gíslunum úr haldi í fangaskiptum á Gasaströndinni. Um er að ræða tíu Taílendinga, einn Filippseying og þrettán Ísraela sem sleppt var í skiptum fyrir 39 Palestínumenn í haldi Ísraela. Vopnahléið sem hófst í morgun hefur að mestu haldið og neyðarbirgðir berast íbúa Gasastrandarinnar. Srettha Thavisin, forsætisráðherra Taílands, sagði á X í dag að búið væri að sleppa Taílendingunum ellefu og þeir yrðu sóttir af starfsmönnum utanríkisráðuneytisins eins fljótt og auðið væri. Uppfært: Rauði krosinn tilkynnti að einungis 24 gíslum hefði verið sleppt. Blaðamenn ytra segja að tíu Taílendingum og einum frá Filippseyjum hafi verið sleppt en ekki tólf Taílendingum, eins og upprunalega kom fram. Tölur eru á einhverju reiki en talsmaður utanríkisráðuneytis Katar segjir Taílendingunum hafa verið sleppt utan þessa formlega vopnahléssamkomulags. We are relieved to confirm the safe release of 24 hostages. We have facilitated this release by transporting them from Gaza to the Rafah border, marking the real-life impact of our role as a neutral intermediary between the parties.— ICRC in Israel & OT (@ICRC_ilot) November 24, 2023 Í frétt New York Times segir að einnig sé búið að frelsa þrettán konur og börn frá Ísrael sem hafa verið í haldi Hamas frá 7. október. Talið er að Hamas-liðar og vígamenn íslamsks jíhads hafi haldið um 240 manns í gíslingu. Í heildina verður fimmtíu gíslum, konum og börnum, sleppt á næstu fjórum dögum, haldi vopnahléið. Það er í skiptum fyrir 150 konur og börn frá Palestínu sem Ísraelar hafa handsamað. Fangaskiptin fóru fram við Rafah-landamærastöðina milli Gasastrandarinnar og Egyptalands. Fylgjast má með beinni útsendingu frá svæðinu í spilaranum hér að neðan. Vopnahléið felur einnig í sér að engar flugvélar Ísraela megi vera á lofti yfir suðurhluta Gasastrandarinnar og það sama eigi við norðurhlutann milli tíu og fjögur að degi til. Samkomulagið felur einnig í sér að tvö hundruð flutningabílar með matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjum verði hleypt inn á Gasaströndina og sömuleiðis verði fjórum olíu- og gasflutningabílum hleypt inn á degi hverjum. Bæði Ísraelar og leiðtogar Hamas-samtakanna hafa gefið í skyn að stríðinu þeirra á milli, sem hefur komið gífurlega niður á óbreyttum íbúum Gasastrandarinnar, sé ekki lokið enn. Ísraelar og leiðtogar Hamas hafa átt í viðræðum um nokkuð skeið, með aðkomu yfirvalda í Katar og Bandaríkjunum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Katar sagði í gær að vonast væri til þess að vopnahléið tímabundna gæti leitt til stríðsloka. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51 Vopnahléið hefst í fyrramálið og þrettán gíslum sleppt Vopnahlé milli ísraelska hersins og Hamas-samtakanna hefst klukkan fimm í fyrramálið, að íslenskum tíma. Það er klukkan sjö að staðartíma. Þá verður fyrstu gíslunum sleppt fyrir fólk í haldi Ísraela klukkan sex seinni partinn á morgun. 23. nóvember 2023 15:05 Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57 Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. 22. nóvember 2023 06:25 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Srettha Thavisin, forsætisráðherra Taílands, sagði á X í dag að búið væri að sleppa Taílendingunum ellefu og þeir yrðu sóttir af starfsmönnum utanríkisráðuneytisins eins fljótt og auðið væri. Uppfært: Rauði krosinn tilkynnti að einungis 24 gíslum hefði verið sleppt. Blaðamenn ytra segja að tíu Taílendingum og einum frá Filippseyjum hafi verið sleppt en ekki tólf Taílendingum, eins og upprunalega kom fram. Tölur eru á einhverju reiki en talsmaður utanríkisráðuneytis Katar segjir Taílendingunum hafa verið sleppt utan þessa formlega vopnahléssamkomulags. We are relieved to confirm the safe release of 24 hostages. We have facilitated this release by transporting them from Gaza to the Rafah border, marking the real-life impact of our role as a neutral intermediary between the parties.— ICRC in Israel & OT (@ICRC_ilot) November 24, 2023 Í frétt New York Times segir að einnig sé búið að frelsa þrettán konur og börn frá Ísrael sem hafa verið í haldi Hamas frá 7. október. Talið er að Hamas-liðar og vígamenn íslamsks jíhads hafi haldið um 240 manns í gíslingu. Í heildina verður fimmtíu gíslum, konum og börnum, sleppt á næstu fjórum dögum, haldi vopnahléið. Það er í skiptum fyrir 150 konur og börn frá Palestínu sem Ísraelar hafa handsamað. Fangaskiptin fóru fram við Rafah-landamærastöðina milli Gasastrandarinnar og Egyptalands. Fylgjast má með beinni útsendingu frá svæðinu í spilaranum hér að neðan. Vopnahléið felur einnig í sér að engar flugvélar Ísraela megi vera á lofti yfir suðurhluta Gasastrandarinnar og það sama eigi við norðurhlutann milli tíu og fjögur að degi til. Samkomulagið felur einnig í sér að tvö hundruð flutningabílar með matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjum verði hleypt inn á Gasaströndina og sömuleiðis verði fjórum olíu- og gasflutningabílum hleypt inn á degi hverjum. Bæði Ísraelar og leiðtogar Hamas-samtakanna hafa gefið í skyn að stríðinu þeirra á milli, sem hefur komið gífurlega niður á óbreyttum íbúum Gasastrandarinnar, sé ekki lokið enn. Ísraelar og leiðtogar Hamas hafa átt í viðræðum um nokkuð skeið, með aðkomu yfirvalda í Katar og Bandaríkjunum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Katar sagði í gær að vonast væri til þess að vopnahléið tímabundna gæti leitt til stríðsloka.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51 Vopnahléið hefst í fyrramálið og þrettán gíslum sleppt Vopnahlé milli ísraelska hersins og Hamas-samtakanna hefst klukkan fimm í fyrramálið, að íslenskum tíma. Það er klukkan sjö að staðartíma. Þá verður fyrstu gíslunum sleppt fyrir fólk í haldi Ísraela klukkan sex seinni partinn á morgun. 23. nóvember 2023 15:05 Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57 Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. 22. nóvember 2023 06:25 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51
Vopnahléið hefst í fyrramálið og þrettán gíslum sleppt Vopnahlé milli ísraelska hersins og Hamas-samtakanna hefst klukkan fimm í fyrramálið, að íslenskum tíma. Það er klukkan sjö að staðartíma. Þá verður fyrstu gíslunum sleppt fyrir fólk í haldi Ísraela klukkan sex seinni partinn á morgun. 23. nóvember 2023 15:05
Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57
Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. 22. nóvember 2023 06:25