Liverpool bjargaði stigi í toppslagnum Siggeir Ævarsson skrifar 25. nóvember 2023 14:35 Markaskorarinn Trent Alexander-Arnold sussar á stuðningsmenn Manchester City á Etihad leikvanginum Vísir/Getty Stórleik Manchester City og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni lauk með 1-1 jafntefli. Áfram munar því einu stigi á toppliðunum en Arsenal getur skotið sér á toppinn með sigri gegn Brentford í dag. Markavélin Erling Håland kom heimamönnum yfir með marki á 27. mínútu. Var þetta 50. mark Håland 48 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en enginn leikmaður hefur verið jafn snöggur að rjúfa 50 marka múrinn. City voru mun meira með boltann en Liverpool vörðust vel og náðu að skapa sér nokkur ágæt færi. Þolinmæði þeirra bar árangur á 80. mínútu þegar varnarmaðurinn Trent Alexander-Arnold skoraði gullfallegt mark úr þröngu færi rétt fyrir innan vítateigslínuna. Fleiri urðu mörkin ekki en Håland fékk þó sannkallað dauðafæri eftir hornspyrnu á 98. mínútu en hitti boltann illa, fékk hann hálfpartinn í hnakkann, og hann sigldi framhjá stönginni. Enski boltinn Fótbolti
Stórleik Manchester City og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni lauk með 1-1 jafntefli. Áfram munar því einu stigi á toppliðunum en Arsenal getur skotið sér á toppinn með sigri gegn Brentford í dag. Markavélin Erling Håland kom heimamönnum yfir með marki á 27. mínútu. Var þetta 50. mark Håland 48 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en enginn leikmaður hefur verið jafn snöggur að rjúfa 50 marka múrinn. City voru mun meira með boltann en Liverpool vörðust vel og náðu að skapa sér nokkur ágæt færi. Þolinmæði þeirra bar árangur á 80. mínútu þegar varnarmaðurinn Trent Alexander-Arnold skoraði gullfallegt mark úr þröngu færi rétt fyrir innan vítateigslínuna. Fleiri urðu mörkin ekki en Håland fékk þó sannkallað dauðafæri eftir hornspyrnu á 98. mínútu en hitti boltann illa, fékk hann hálfpartinn í hnakkann, og hann sigldi framhjá stönginni.