Fótbolti

Napoli hafði betur gegn Atalanta

Dagur Lárusson skrifar
Elmas fagnar marki sínu.
Elmas fagnar marki sínu. Vísir/getty

Eljif Elmas var hetja Napoli er liðið hafði betur gegn Atalanta í Serie A í kvöld.

Fyrir leikinn var Napoli í fimmta sæti deildarinnar með 21 stig á meðan Atalanta var í sjötta sætinu með 20 stig.

Það var Georgíumaðurinn knái Kvicha Kvaratskhlelia sem náði forystunni fyrir Napoli á 44. mínútu og var staðan því 0-1 í hálfleik.

Atalanta jafnaði metin á 53. mínútu og var það Adamola Lookmann sem gerði það. Það var þó ljóst að þetta var ekki að fara að vera síðasta mark leiksins því bæði lið sóttu stíft og var það að lokum Napoli sem náði að skora og var það Eljif Elmas sem skoraði markið eftir undirbúning frá Viktor Oshimen.

Eftir sigurinn er Napoli komið í þriðja sæti Serie A með 24 stig en Atalanta er enn í sjötta sætinu með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×