Sport

Howe: Við sýndum mikinn karakter

Dagur Lárusson skrifar
Eddie Howe
Eddie Howe Vísir/getty

Eddie Howe, þjálfari Newcastle, var að vonum ánægður eftir sigur síns liðs gegn Chelsea í gær.

„Ég held að þessi sigur sýni okkar karakter sem lið, hvernig við bregðumst við þegar á móti blæs og þess vegna er ég svo ánægður,“ byrjaði Howe að segja.

„Við báðum leikmennina sem voru ekki meiddir í dag að stíga upp og gefa sig alla í verkefnið, sem þeir gerðu. Við áttum skilið að vinna og þetta var háklassa frammistaða.“

„Síðustu vikur eru búnar að vera erfiðar fyrir okkur með öll þessi meiðsli en við sýndum það í dag að við erum ennþá með mjög góða leikmenn sem við getum valið,“ endaði Howe að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×