Vissi síðast af Eddu Björk á flugvellinum í Kaupmannahöfn Vésteinn Örn Pétursson og Bjarki Sigurðsson skrifa 2. desember 2023 15:50 Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar. Vísir/Ívar Fannar Systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var framseld til Noregs í gær, hefur ekkert heyrt frá henni frá framsalinu. Hún segir mikilvægt að hlustað verði á syni Eddu í forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. „Ég hef ekkert heyrt í henni. Ég hef heyrt af henni. Hún sást á flugvellinum í Kaupmannahöfn á leiðinni í tengiflug. Ég veit að hún ber sig vel og það hjálpar okkur að halda áfram í þessari baráttu,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar. Þið vitið ekkert hvar hún er stödd akkúrat núna? „Við gerum ráð fyrir því að hún sé mætt til Noregs. Auðvitað vissum við að þetta myndi gerast og þetta gerðist dálítið hratt. Það sem við vildum var að þessi úrskurður Landsréttar kæmi, hann kemur auðvitað á sama tíma eða rétt eftir að þeir sækja hana. Alla vega fékk málið að klára sinn gang hérna heima,“ segir Ragnheiður og vísar til þess að Landsréttur var ekki búinn að taka afstöðu til úrskurðar héraðsdóms um að verða við framsalsbeiðni norskra stjórnvalda þegar Edda var sótt í fangelsið á Hólmsheiði. Rétturinn staðfesti þó úrskurðinn áður en Edda var færð úr landi. Edda er komin með lögmann úti í Noregi, sem fjölskyldan hefur verið í sambandi við. „Við heyrðum frá honum í morgun og vissum þa að hann var ekki búinn að heyra frá henni. Hann er tilbúinn um leið og hann fær að vita af henni og hann er byrjaður að vinna í málinu.“ Veit úr hverju systir sín er gerð Ragnheiður segir óvissu um hvar Edda er stödd, og um framhaldið, vera erfiða. „En ég þekki systur mína og veit úr hverju hún er gerð. Ef einhver getur þolað þetta þá er það hún. Hún mun gera sitt besta til þess að halda áfram. Hún treystir á okkur, fólkið hennar, til að halda hennar slag áfram. Það gerum við, það kemur maður í manns stað.“ Norsk yfirvöld hafi brugðist í málinu. „Þannig okkar slagur veðrur líka sá að norsk yfirvöld fái að finna fyrir því að maður getur ekki gert svona við móður sem hefur aldrei gert neitt af sér og börn sem hafa aldrei gert neitt til að eiga þessa meðferð skilið.“ Ekki hafi verið hlustað á ákall drengjanna þriggja sem forræðisdeilan hverfist um, sem vilji búa á Íslandi með móður sinni. „Á það var ekki hlustað. Það var reynt að þvinga [þá] til að gera eitthvað sem [þeir] vildu ekki gera og við getum ekki sætt okkur við það.“ Drengirnir eru enn hér á Íslandi, en það er faðir þeirra einnig. Lögmaður hans hefur sagt mikilvægt að drengirnir finnist sem fyrst, og að fólk sem er með þá í sinni umsjón gerist brotlegt við hegningarlög og geti því átt von á kæru. Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Danmörk Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28 Edda Björk farin úr landi Edda Björk Arnardóttir var framseld til Noregs seinni partinn í dag. Hún hefur verið sökuð um að hafa flutt börn sín í leyfisleysi frá Noregi til Íslands á síðasta ári. 1. desember 2023 18:00 Segir allar ákvarðanir í máli Eddu Bjarkar samkvæmt lögum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar Arnardóttur. Dómsmálaráðherra segir í yfirlýsingu að ráðherra og ráðuneyti hennar hafi enga að komu að málinu. Ríkissaksóknari hafi tekið allar ákvarðanir í málinu og að þær séu allar samkvæmt lögum. 1. desember 2023 15:10 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
„Ég hef ekkert heyrt í henni. Ég hef heyrt af henni. Hún sást á flugvellinum í Kaupmannahöfn á leiðinni í tengiflug. Ég veit að hún ber sig vel og það hjálpar okkur að halda áfram í þessari baráttu,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar. Þið vitið ekkert hvar hún er stödd akkúrat núna? „Við gerum ráð fyrir því að hún sé mætt til Noregs. Auðvitað vissum við að þetta myndi gerast og þetta gerðist dálítið hratt. Það sem við vildum var að þessi úrskurður Landsréttar kæmi, hann kemur auðvitað á sama tíma eða rétt eftir að þeir sækja hana. Alla vega fékk málið að klára sinn gang hérna heima,“ segir Ragnheiður og vísar til þess að Landsréttur var ekki búinn að taka afstöðu til úrskurðar héraðsdóms um að verða við framsalsbeiðni norskra stjórnvalda þegar Edda var sótt í fangelsið á Hólmsheiði. Rétturinn staðfesti þó úrskurðinn áður en Edda var færð úr landi. Edda er komin með lögmann úti í Noregi, sem fjölskyldan hefur verið í sambandi við. „Við heyrðum frá honum í morgun og vissum þa að hann var ekki búinn að heyra frá henni. Hann er tilbúinn um leið og hann fær að vita af henni og hann er byrjaður að vinna í málinu.“ Veit úr hverju systir sín er gerð Ragnheiður segir óvissu um hvar Edda er stödd, og um framhaldið, vera erfiða. „En ég þekki systur mína og veit úr hverju hún er gerð. Ef einhver getur þolað þetta þá er það hún. Hún mun gera sitt besta til þess að halda áfram. Hún treystir á okkur, fólkið hennar, til að halda hennar slag áfram. Það gerum við, það kemur maður í manns stað.“ Norsk yfirvöld hafi brugðist í málinu. „Þannig okkar slagur veðrur líka sá að norsk yfirvöld fái að finna fyrir því að maður getur ekki gert svona við móður sem hefur aldrei gert neitt af sér og börn sem hafa aldrei gert neitt til að eiga þessa meðferð skilið.“ Ekki hafi verið hlustað á ákall drengjanna þriggja sem forræðisdeilan hverfist um, sem vilji búa á Íslandi með móður sinni. „Á það var ekki hlustað. Það var reynt að þvinga [þá] til að gera eitthvað sem [þeir] vildu ekki gera og við getum ekki sætt okkur við það.“ Drengirnir eru enn hér á Íslandi, en það er faðir þeirra einnig. Lögmaður hans hefur sagt mikilvægt að drengirnir finnist sem fyrst, og að fólk sem er með þá í sinni umsjón gerist brotlegt við hegningarlög og geti því átt von á kæru.
Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Danmörk Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28 Edda Björk farin úr landi Edda Björk Arnardóttir var framseld til Noregs seinni partinn í dag. Hún hefur verið sökuð um að hafa flutt börn sín í leyfisleysi frá Noregi til Íslands á síðasta ári. 1. desember 2023 18:00 Segir allar ákvarðanir í máli Eddu Bjarkar samkvæmt lögum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar Arnardóttur. Dómsmálaráðherra segir í yfirlýsingu að ráðherra og ráðuneyti hennar hafi enga að komu að málinu. Ríkissaksóknari hafi tekið allar ákvarðanir í málinu og að þær séu allar samkvæmt lögum. 1. desember 2023 15:10 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28
Edda Björk farin úr landi Edda Björk Arnardóttir var framseld til Noregs seinni partinn í dag. Hún hefur verið sökuð um að hafa flutt börn sín í leyfisleysi frá Noregi til Íslands á síðasta ári. 1. desember 2023 18:00
Segir allar ákvarðanir í máli Eddu Bjarkar samkvæmt lögum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar Arnardóttur. Dómsmálaráðherra segir í yfirlýsingu að ráðherra og ráðuneyti hennar hafi enga að komu að málinu. Ríkissaksóknari hafi tekið allar ákvarðanir í málinu og að þær séu allar samkvæmt lögum. 1. desember 2023 15:10