Stunurnar ómuðu um salinn þegar Sviss var dregið í A-riðil með Skotlandi, Ungverjalandi og gestgjöfunum frá Þýskalandi.
„Það er einhver hávaði hérna sem… er hættur núna. Engin læti lengur,“ sagði Giorgio Marchetti, aðalritari UEFA og sá sem sá um dráttinn þegar hann varð var við stunurnar.
Svipuð klámhljóð trufluðu útsendingu BBC á bikarleik Úlfanna og Liverpool í janúar. Það kom síðan í ljós að um væri að um hrekk væri að ræða en BBC baðst formlega afsökunar í kjölfarið. Daniel Jarvis, hrekkjalómur á YouTube, hefur sagst bera ábyrgð á báðum hrekkjunum.
Jarvis var í beinni útsendingu á X, áður Twitter, þar sem hann hringdi reglulega úr síma sínum til að koma stununum í gang.
„Þetta vorum við, þetta vorum við. Við komumst þarna inn, komum símanum fyrir, hringdum í hann og fengum kynlífsstunur á drættinum fyrir EM 2024,“ sagði Jarvis í útsendingu sinni.“