Enski boltinn

Klopp stað­festi hnémeiðsli og langa fjar­veru Matip

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Matip hefur spilað vel með Liverpool upp á síðkastið en verður frá keppni vegna meiðsla næstu misserin.
Matip hefur spilað vel með Liverpool upp á síðkastið en verður frá keppni vegna meiðsla næstu misserin. Marc Atkins/Getty Images

Liverpool vann sterkan endurkomusigur í sjö marka leik á Anfield. Lokatölur urðu 4-3 gegn Fulham, það skyggði þó aðeins á sigursælu liðsins að Joel Matip hafi farið meiddur af velli. 

Jurgen Klopp staðfesti það svo á blaðamannafundi eftir leik að miðvörðurinn margreyndi yrði frá til lengri tíma. 

Liðin stóðu hnífjöfn eftir fyrri hálfleikinn, 2-2, og Klopp var nýbúinn að gera tvöfalda breytingu á liðinu þegar Matip hneig til jarðar á 69. mínútu og hélt um hnéð. Hann var tekinn af velli í kjölfarið og Ibrahima Konaté leysti hann af hólmi. 

Matip hefur glímt við mörg meiðsli á sínum ferli en hefur verið meðal liðsmanna Liverpool í öllum leikjum tímabilsins til þessa, eitthvað sem honum hefur sjaldan tekist áður. 

Klopp sagði svo á blaðamannafundi að þetta yrðu „Ekki stutt meiðsli. Við erum auðvitað ekki með neinar myndir eða skannanir en miðað við það sem við sjáum og heyrum verður þetta langur tími.“

Matip bætist þar á meiðslalista Liverpool sem hefur lengst svolítið upp á síðkastið. Allisson Becker, Diogo Jota, Andy Robertsson, Stefan Bajcetic og Thiago verða allir frá keppni næstu misserin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×