„Það versta sem hægt er að segja um hann“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2023 07:31 Marcus Rashford náði sér engan veginn á strik í tapinu gegn Newcastle á laugardagskvöld. EPA-EFE/PETER POWELL Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagði frammistöðu enska framherjans Marcus Rashford hafa verið algjörlega óásættanlega í tapi Manchester United gegn Newcastle um helgina. United tapaði leiknum 1-0 og Newcastle þótti mikið betri aðilinn stærstan hluta leiksins. Frammistaða Rashford olli líkt og fyrr á þessari leiktíð sérstaklega miklum vonbrigðum, að mati Carraghers, en sigur Newcastle kom liðinu upp fyrir United í 6. sæti. „Það virðast vera risavaxin vandamál þarna. Ég trúi því ekki hvar Manchester United er í stigatöflunni,“ sagði Carragher á Sky Sports. „Þetta var óásættanleg frammistaða hjá Marcus Rashford og fyrir því eru nokkrar ástæður. Maðurinn spilaði ekki í Meistaradeildinni í vikunni, en ég hef verið heimamaður í liði og það er ekki auðvelt þegar liðinu gengur illa. Fyrir menn eins og Rashford, mig sjálfan og Gerrard hjá Liverpool þá var það okkar hlutverk að laga þetta og fá hina með okkur. En þegar ég horfi á Rashford þá minnir hann mig á [Anthony] Martial og það er það versta sem hægt er að segja um hann. Erlendur leikmaður sem kemur inn og er í raun alveg sama. Rashford lítur núna út eins og Martial,“ sagði Carragher. Rashford hefur aðeins skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur, það seinna úr víti gegn Everton fyrir rúmri viku. „Heimastrákur eins og hann þarf að virkja hina leikmennina. Maður hættir aldrei að hlaupa, fyrir merkið á búningnum og fyrir stuðningsmennina því þú ert í raun einn af þeim,“ sagði Carragher og benti á frammistöðu Son Heung-min í jafntefli Tottenham við Manchester City í gær. „Það var leikmaður í dag, Son, sem hætti aldrei að hlaupa. Hann fékk markið sitt og tók þátt í fleiri, og þegar við erum að tala um frábæra leikmenn í þessari deild þá hætti Son aldrei að hlaupa. Hann er leiðtogi. Maður vill sjá svona leiðtoga í Rashford. Hinir leikmennirnir eiga að horfa til hans og hugsa: „Þetta er Manchester United“,“ sagði Carragher. Enski boltinn Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira
United tapaði leiknum 1-0 og Newcastle þótti mikið betri aðilinn stærstan hluta leiksins. Frammistaða Rashford olli líkt og fyrr á þessari leiktíð sérstaklega miklum vonbrigðum, að mati Carraghers, en sigur Newcastle kom liðinu upp fyrir United í 6. sæti. „Það virðast vera risavaxin vandamál þarna. Ég trúi því ekki hvar Manchester United er í stigatöflunni,“ sagði Carragher á Sky Sports. „Þetta var óásættanleg frammistaða hjá Marcus Rashford og fyrir því eru nokkrar ástæður. Maðurinn spilaði ekki í Meistaradeildinni í vikunni, en ég hef verið heimamaður í liði og það er ekki auðvelt þegar liðinu gengur illa. Fyrir menn eins og Rashford, mig sjálfan og Gerrard hjá Liverpool þá var það okkar hlutverk að laga þetta og fá hina með okkur. En þegar ég horfi á Rashford þá minnir hann mig á [Anthony] Martial og það er það versta sem hægt er að segja um hann. Erlendur leikmaður sem kemur inn og er í raun alveg sama. Rashford lítur núna út eins og Martial,“ sagði Carragher. Rashford hefur aðeins skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur, það seinna úr víti gegn Everton fyrir rúmri viku. „Heimastrákur eins og hann þarf að virkja hina leikmennina. Maður hættir aldrei að hlaupa, fyrir merkið á búningnum og fyrir stuðningsmennina því þú ert í raun einn af þeim,“ sagði Carragher og benti á frammistöðu Son Heung-min í jafntefli Tottenham við Manchester City í gær. „Það var leikmaður í dag, Son, sem hætti aldrei að hlaupa. Hann fékk markið sitt og tók þátt í fleiri, og þegar við erum að tala um frábæra leikmenn í þessari deild þá hætti Son aldrei að hlaupa. Hann er leiðtogi. Maður vill sjá svona leiðtoga í Rashford. Hinir leikmennirnir eiga að horfa til hans og hugsa: „Þetta er Manchester United“,“ sagði Carragher.
Enski boltinn Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira