„Fáránlegt að mál þeirra séu að þvælast um í kerfinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. desember 2023 12:56 Nichole Leigh Mosty áður forstöðumaður Fjölmenningarseturs og núverandi leikskólastjóri og sérfræðingur í málefnum innflytjenda í Vík í Mýrdal gagnrýnir harðlega að tveir palenstínskir drengir skuli ekki fá alþjóðlega vernd hér. Frændurnir Sameer Omran 12 ára og Yazan Kawave 14 ára komu hingað í fylgd föðurbróður þeirra fyrir rúmum átta mánuðum frá Grikklandi. Vísir Fyrrverandi forstöðukona Fjölmenningarseturs segir fáránlegt að stjórnkerfið hér á landi hafi synjað palestínskum drengjum í neyð um alþjóðlega vernd. Þeirra geti beðið hræðilegar aðstæður í flóttamannabúðum í Grikklandi sem hún hafi séð með eigin augum. Dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um mál drengjanna. Við sögðum í gær frá máli tólf og fjórtán ára palenstínskra drengja sem komu hingað til lands fyrir átta mánuðum ásamt föðurbróður sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þeir hafa síðan þá dvalið hjá tveimur fósturfjölskyldum, gengið í skóla og stundað íþróttir. Þeim var synjað um verndina hér fyrir mánuði en það hefur verið kært til kærunefndar útlendingmála sem mun líklega úrskurða í málinu í janúar. Meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu hefur ekki breyst hjá Útlendingastofnun frá því í upphafi október þegar átökin hófust á Gasa. Alls hefur stofnunin tekið til meðferðar 244 umsóknir á þessu ári. 128 hafa fengið vernd og 116 neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðar eða verndar annars staðar. Ráðherra tjáir sig ekki Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki og ætlar ekki að tjá sig um einstök mál sem eru til meðferðar hjá stjórnvöldum að sögn aðstoðarmanns hennar en fréttastofa leitaði viðbragða hennar í morgun vegna málsins. Dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið. Vísir/Ívar Fannar Ættu að fá mannúðarleyfi Nichole Leigh Mosty áður forstöðumaður Fjölmenningarseturs og núverandi leikskólastjóri og sérfræðingur í málefnum innflytjenda í Vík í Mýrdal gagnrýnir harðlega að drengjunum hafi verið synjað um vernd. „Foreldrar þeirra eru í skelfilegum aðstæðum í Palestínu og vita ekki hvort þeim tekst að lifa af. Drengirnir eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu og ættu að fá mannúðarleyfi hér. Það er fáránlegt að mál þeirra séu að þvælast um í kerfinu. Þeir þurfa núna fyrst og fremst tíma til að vinna sig í gegnum áföllin sem þeir eru að upplifa og þurfa vernd,“ segir Nichole. Hún segist hafa kynnst aðstæðum barna á flótta í Grikklandi að eigin raun þegar hún starfaði þar um tíma. Aðstæður þar geti verið afar ótryggar. „Ég sá hóp ungra drengja sem þurftu að betla til að eiga fyrir mat í Grikklandi. Sumir hópar barna eru útsett fyrir því að fíkniefnasalar neyði þau til að selja efni. Þá geta þau lent í mansali. Ef við sendum þá aftur til Grikklands lenda þeir í mikilli óvissu um stöðu sína. Á sama tíma talar Ísland mannréttindum og barnaréttindum, þetta er alveg fráleitt,“ segir hún. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira
Við sögðum í gær frá máli tólf og fjórtán ára palenstínskra drengja sem komu hingað til lands fyrir átta mánuðum ásamt föðurbróður sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þeir hafa síðan þá dvalið hjá tveimur fósturfjölskyldum, gengið í skóla og stundað íþróttir. Þeim var synjað um verndina hér fyrir mánuði en það hefur verið kært til kærunefndar útlendingmála sem mun líklega úrskurða í málinu í janúar. Meðferð umsókna einstaklinga frá Palestínu hefur ekki breyst hjá Útlendingastofnun frá því í upphafi október þegar átökin hófust á Gasa. Alls hefur stofnunin tekið til meðferðar 244 umsóknir á þessu ári. 128 hafa fengið vernd og 116 neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðar eða verndar annars staðar. Ráðherra tjáir sig ekki Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki og ætlar ekki að tjá sig um einstök mál sem eru til meðferðar hjá stjórnvöldum að sögn aðstoðarmanns hennar en fréttastofa leitaði viðbragða hennar í morgun vegna málsins. Dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið. Vísir/Ívar Fannar Ættu að fá mannúðarleyfi Nichole Leigh Mosty áður forstöðumaður Fjölmenningarseturs og núverandi leikskólastjóri og sérfræðingur í málefnum innflytjenda í Vík í Mýrdal gagnrýnir harðlega að drengjunum hafi verið synjað um vernd. „Foreldrar þeirra eru í skelfilegum aðstæðum í Palestínu og vita ekki hvort þeim tekst að lifa af. Drengirnir eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu og ættu að fá mannúðarleyfi hér. Það er fáránlegt að mál þeirra séu að þvælast um í kerfinu. Þeir þurfa núna fyrst og fremst tíma til að vinna sig í gegnum áföllin sem þeir eru að upplifa og þurfa vernd,“ segir Nichole. Hún segist hafa kynnst aðstæðum barna á flótta í Grikklandi að eigin raun þegar hún starfaði þar um tíma. Aðstæður þar geti verið afar ótryggar. „Ég sá hóp ungra drengja sem þurftu að betla til að eiga fyrir mat í Grikklandi. Sumir hópar barna eru útsett fyrir því að fíkniefnasalar neyði þau til að selja efni. Þá geta þau lent í mansali. Ef við sendum þá aftur til Grikklands lenda þeir í mikilli óvissu um stöðu sína. Á sama tíma talar Ísland mannréttindum og barnaréttindum, þetta er alveg fráleitt,“ segir hún.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira