Kveikt í bílum eftir að liðið hans Pelé féll í fyrsta sinn í 111 ár Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2023 11:31 Santos er fallið niður um deild í fyrsta sinn í sögunni. Ricardo Moreira/Getty Images Brasilíska knattspyrnufélagið Santos, sem goðsögnin Pelé lék með nær allan sinn feril, féll í gær naumlega úr efstu deild, í fyrsta sinn í 111 ára sögu félagsins. Santos tapaði 2-1 á heimavelli gegn Fortaleza í lokaumferðinni í gær og endaði því í 17. sæti, aðeins einu stigi frá næsta örugga sæti, eftir að hafa mistekist að vinna í síðustu fimm leikjum tímabilsins. Þar með eru það aðeins Sao Paulo og Flamengo sem aldrei hafa fallið úr efstu deild Brasilíu. Santos endaði stigi á eftir Bahia, sem er í eigu City Football Group, en Bahia vann 4-1 sigur á Atletico Mineiro í lokaumferðinni. Vasco da Gama bjargaði sér einnig frá falli með 2-1 sigri á Bragantino. Útlitið var ágætt hjá Santos í seinni hálfleik þegar staðan var 1-1, og Vasco sömuleiðis að gera 1-1 jafntefli við Bragantino, en svo fór að gamla liðið þeirra Pele og Neymar féll eftir sigurmark Vasco á 82. mínútu og sigurmark Fortaleza í uppbótartíma. Afar svekkjandi niðurstaða og stuðningsmenn Santos leyndu ekki vonbrigðum sínum, og kveiktu meðal annars í bifreiðum fyrir utan leikvang liðsins. Santos have been relegated for the first time in their history, and their supporters are a tad upset. pic.twitter.com/bg1OwVjiDM— These Football Times (@thesefootytimes) December 7, 2023 Santos FC made famous by the late Pelé were relegated from Brazilian Serie A today for the first time in their 111-year history. The fans have not taken it especially well pic.twitter.com/KNQDwGCYKw— Tears at La Bombonera (@BomboneraTears) December 7, 2023 Á hinum enda töflunnar endaði Palmeiras á toppnum með 70 stig, tveimur stigum á undan Gremio, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Cruzeiro í lokaumferðinni. Endrick, sem er á leið til Real Madrid í sumar, skoraði mark Palmeiras í leiknum. PALMEIRAS ARE OF BRAZIL pic.twitter.com/UUJXu6HyM0— 433 (@433) December 7, 2023 Palmeiras varði þar með titilinn sinn og hefur orðið brasilískur meistari oftast allra liða eða tólf sinnum. Besta lið heims á sínum tíma Santos er fornfrægt lið og þá sérstaklega vegna þess að sjálfur Pelé heitinn spilaði með liðinu á sínum tíma, þegar hann var besti leikmaður heims. Liðið varð sex sinnum brasilískur meistari á sjötta áratug síðustu aldar og hefur alls unnið titilinn átta sinnum, næstoftast á eftir Palmeiras. Santos vann einnig Copa Libertadores, suður-amerísku meistaradeildina, árin 1962 og 1963, og sömu ár vann liðið álfukeppnina þar sem bestu lið Evrópu og Suður-Ameríku mættust. Brasilía Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Santos tapaði 2-1 á heimavelli gegn Fortaleza í lokaumferðinni í gær og endaði því í 17. sæti, aðeins einu stigi frá næsta örugga sæti, eftir að hafa mistekist að vinna í síðustu fimm leikjum tímabilsins. Þar með eru það aðeins Sao Paulo og Flamengo sem aldrei hafa fallið úr efstu deild Brasilíu. Santos endaði stigi á eftir Bahia, sem er í eigu City Football Group, en Bahia vann 4-1 sigur á Atletico Mineiro í lokaumferðinni. Vasco da Gama bjargaði sér einnig frá falli með 2-1 sigri á Bragantino. Útlitið var ágætt hjá Santos í seinni hálfleik þegar staðan var 1-1, og Vasco sömuleiðis að gera 1-1 jafntefli við Bragantino, en svo fór að gamla liðið þeirra Pele og Neymar féll eftir sigurmark Vasco á 82. mínútu og sigurmark Fortaleza í uppbótartíma. Afar svekkjandi niðurstaða og stuðningsmenn Santos leyndu ekki vonbrigðum sínum, og kveiktu meðal annars í bifreiðum fyrir utan leikvang liðsins. Santos have been relegated for the first time in their history, and their supporters are a tad upset. pic.twitter.com/bg1OwVjiDM— These Football Times (@thesefootytimes) December 7, 2023 Santos FC made famous by the late Pelé were relegated from Brazilian Serie A today for the first time in their 111-year history. The fans have not taken it especially well pic.twitter.com/KNQDwGCYKw— Tears at La Bombonera (@BomboneraTears) December 7, 2023 Á hinum enda töflunnar endaði Palmeiras á toppnum með 70 stig, tveimur stigum á undan Gremio, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Cruzeiro í lokaumferðinni. Endrick, sem er á leið til Real Madrid í sumar, skoraði mark Palmeiras í leiknum. PALMEIRAS ARE OF BRAZIL pic.twitter.com/UUJXu6HyM0— 433 (@433) December 7, 2023 Palmeiras varði þar með titilinn sinn og hefur orðið brasilískur meistari oftast allra liða eða tólf sinnum. Besta lið heims á sínum tíma Santos er fornfrægt lið og þá sérstaklega vegna þess að sjálfur Pelé heitinn spilaði með liðinu á sínum tíma, þegar hann var besti leikmaður heims. Liðið varð sex sinnum brasilískur meistari á sjötta áratug síðustu aldar og hefur alls unnið titilinn átta sinnum, næstoftast á eftir Palmeiras. Santos vann einnig Copa Libertadores, suður-amerísku meistaradeildina, árin 1962 og 1963, og sömu ár vann liðið álfukeppnina þar sem bestu lið Evrópu og Suður-Ameríku mættust.
Brasilía Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira