Vanda ræðir við Hareide: „Vitum að hann hefur áhuga“ Sindri Sverrisson skrifar 8. desember 2023 13:53 Åge Hareide og Jóhannes Karl Guðjónsson, sem verið hefur aðstoðarmaður hans, glaðbeittir á Laugardalsvelli í haust. Hareide er áhugasamur um að stýra íslenska landsliðinu áfram. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, er bjartsýn á að samningar takist við norska þjálfarann Åge Hareide um að stýra íslenska karlalandsliðinu áfram eftir að núgildandi samningur rennur út. Stjórn KSÍ samþykkti fyrir skömmu að gefa Vöndu umboð til að ræða við Hareide um endurnýjun samnings. Þær viðræður eru ekki hafnar en Vanda kveðst vongóð um að þær muni ganga vel. „Við ætlum að eiga opið og hreinskilið samtal við hann. Það er vilji beggja að ná saman,“ segir Vanda í samtali við Vísi. Hareide var ráðinn þjálfari Íslands í apríl síðastliðnum, eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn. Stuttur samningur Norðmannsins framlengdist sjálfkrafa fram yfir EM-umspilið í lok mars, eftir að ljóst varð að Ísland yrði með í því. Þar mætir Ísland liði Ísraels í undanúrslitum, og svo mögulega Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM. Næsta verkefni Íslands eftir það, og þá verkefni Hareide ef samningar nást, verður svo vonandi lokakeppni EM í sumar en annars ný leiktíð Þjóðadeildar UEFA sem hefst í september. „Við vitum að hann hefur áhuga á að vera með okkur áfram. Þannig að ég á ekki von á öðru en að við náum saman og höldum áfram þessari uppbyggingu, með þennan reynslumikla þjálfara í brúnni. Ég vona að það gangi allt saman upp,“ segir Vanda. Hareide, sem varð sjötugur í haust, býr yfir gríðarlegri reynslu sem þjálfari en auk þess að stýra landsliðum Danmerkur og Noregs hefur hann stýrt fjölda félagsliða og fagna meistaratitlum í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira
Stjórn KSÍ samþykkti fyrir skömmu að gefa Vöndu umboð til að ræða við Hareide um endurnýjun samnings. Þær viðræður eru ekki hafnar en Vanda kveðst vongóð um að þær muni ganga vel. „Við ætlum að eiga opið og hreinskilið samtal við hann. Það er vilji beggja að ná saman,“ segir Vanda í samtali við Vísi. Hareide var ráðinn þjálfari Íslands í apríl síðastliðnum, eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn. Stuttur samningur Norðmannsins framlengdist sjálfkrafa fram yfir EM-umspilið í lok mars, eftir að ljóst varð að Ísland yrði með í því. Þar mætir Ísland liði Ísraels í undanúrslitum, og svo mögulega Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM. Næsta verkefni Íslands eftir það, og þá verkefni Hareide ef samningar nást, verður svo vonandi lokakeppni EM í sumar en annars ný leiktíð Þjóðadeildar UEFA sem hefst í september. „Við vitum að hann hefur áhuga á að vera með okkur áfram. Þannig að ég á ekki von á öðru en að við náum saman og höldum áfram þessari uppbyggingu, með þennan reynslumikla þjálfara í brúnni. Ég vona að það gangi allt saman upp,“ segir Vanda. Hareide, sem varð sjötugur í haust, býr yfir gríðarlegri reynslu sem þjálfari en auk þess að stýra landsliðum Danmerkur og Noregs hefur hann stýrt fjölda félagsliða og fagna meistaratitlum í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira