Viðhorfspistlar ársins 2023: Hænsn, hatur og allt þar á milli Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2023 07:51 Þetta er fólkið sem hitti í mark með pistlum sínum. Viðhorfspistlar halda sínu í þeim hafsjó skoðana sem er offramboð á. Hvað var fólki efst í huga á árinu 2023? Hvar liggja átakalínurnar? Þessar raunverulegu. Hvað er umhugsunarinnar virði? Þrátt fyrir skoðanakraðak á öllum samfélagsmiðlum, framboð á skoðunum er svo miklu meira en eftirspurnin, hafa pistlaskrifin haldið sínu. Þetta form er tjáningar hefur eflst ef eitthvað er; með góðum pistli er hægt að kjarna hugsunina. Langsterkasti vettvangur fyrir viðhorfspistla á Íslandi er á Vísi og því vert að huga að því hvaða pistlar náðu sérstaklega augum lesenda. Hér koma tíu vinsælustu viðhorfspistlar ársins 2023. Og þeir segja sína sögu um hvað var helst í deiglunni á árinu. Besta leiðin til að rifja upp árið 2023 er að lesa eftirfarandi pistla sem eru aðgengilegir hér neðar. 1. Hænan sem ræðst á þær sem hafa færri fjaðrir Sá pistill sem trónir á toppnum er eftir Guðfinn Sigurvinsson rakara og bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Titill pistils hans er forvitnilegur: „Þegar menn verða hænsn“ og er skrifaður beint inn í hatramar umræður sem tengdust Samtökunum ´78. Samtökin stóðu í ströngu, héldu því fram að hatur á samkynhneigðum hefði aukist til mikilla muna, „bakslag“ varð eitt af orðum ársins. Ýmsir sem voguðu sér að tjá sig töldu að allt væri þetta orðum aukið. Guðfinnur heldur ekki: „Röngum og fölskum upplýsingum um fræðslu Samtakanna ‘78 í grunnskólum hefur nú vikum saman verið haldið að almenningi í skipulagðri herferð og nytsamir sakleysingjar, sem kunna ekki upplýsingaúrvinnslu á netinu, virkjaðir með ruglinu til að skapa óróa, átök, ótta, reiði, fordóma og hatur í samfélaginu.“ Umræðan var víðtæk, hún var hættuleg og tengdist meðal annars umdeildu kennsluefni Samtakanna ´78 í skólum landsins. Aktívistum var heitt í hamsi, öll gagnrýni var umsvifalaust höfð til marks um hatur á minnihlutahópum og pistill Guðfinns, sem er í raun grein, hitti beint í mark. Pistillinn er langmest lesinn og hafður í hávegum meðal þeirra sem tala fyrir réttindum samkynhneigðra. Meðan Jordan Peterson talar um serótónín og humar talar Guðfinnur um hænur og það féll í kramið meðal fjölmargra Íslendinga. 2. Hatur fæðir af sér hatur Sigurður Skúlason leikari býður upp á pistil sem var næst mest lesinn á árinu. „Þegar fórnarlamb verður böðull“ en hann fjallar um hörmungarnar í Palestínu sem engan enda virðast ætla að taka. Stríðið á Gasa setti vissulega mark sitt á árið og Sigurður veður óhræddur í vélarnar: „Gyðingar sem áttu alla okkar samúð og samkennd í Helförinni hafa nú tekið að sér hlutverk böðulsins.“ Pistill Sigurðar er vel stílaður, hann vitnar í Galdra-Loft: „Þegar valurinn heggur rjúpuna í hjartað, vælir hann, því að þá skilur hann, að rjúpan er systir hans.“ Hann vitnar í Jesú Krist og Búddah: Ofbeldi fæðir af sér hatur, hatur fæðir af sér hatur. Ekkert vantaði upp á viðtökurnar við pistli Sigurðar og bara athugasemdakerfið eitt og sér segir þá sögu. Stefán Ólafsson prófessor segir: „Viturlega mælt – og allt svo satt og rétt.“ En Ragnar Þórisson, harður stuðningsmaður Ísrael, er ósammála en sannar í raun efni pistilsins, með að hatur fæði af sér hatur: „Nei mikið djöfull ert þú gott dæmi um Antisemita klúbbinn Háskóli Íslands. Þú og Hamas vinir próferssorarnir eruð þjóðarskömm. Farðu til fjandans ógeðið þitt.“ Hvort sem Ragnar hinn orðljóti er dæmigerður er ljóst að þarna er um mikið hitamál að ræða. 3. Hremmingar krabbameinssjúklings Málefni heilbrigðiskerfisins alls var til umfjöllunar og umræðu á árinu. Sem aldrei fyrr og sá pistill sem situr í þriðja sæti talar inn í þann veruleika. Fyrirsögnin er í spurnarformi: „Landspítali, ertu að grínast?“ en það er Hrund Traustadóttir en faðir hennar tæplega 83 ára gamall lá á krabbameinsdeild Landsspítalans í nokkrar vikur með beinkrabbamein á fjórða stigi. Grein Hrundar vakti mikla athygli og spannst nokkur fréttaflutningur vegna greinar hennar. Sem er til marks um áhrifamátt pistlaformsins. Í pistlinum rekur Hrund hremmingar föður hennar og samskipti við þá sem stjórna á Landspítalanum. „Í þeirri stöðu sem ég finn mig nú stadda með föður minn á ég ekki að þurfa að standa í leiðindastappi við starfsfólk spítalans ofan á allt hitt. Kerfið á að grípa okkur og veita okkur stuðning en ekki kasta okkur á milli eins logandi boltum sem enginn vill grípa.“ Hrund sagði í frétt sem fylgdi að faðir hennar hafi fengið gott og fallegt viðmót frá heilbrigðisstarfsfólki á gólfinu þar sem allir reyni að gera sitt besta. Gagnrýni hennar beinist frekar að þeim sem taki ákvarðanir um meðferð sjúklinga. Og sú gagnrýni komst heldur betur til skila. 4. Ábyrgðin ekki Palestínu Í fjórða sæti á lista er annar pistill sem fjallar um stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs; sögu Palestínu og tilurð Ísraelsríkis. Pistillinn er undir fyrirsögninni „Ég skil ekki“ og er eftir Hlédísi Sveinsdóttur verkefnastjóra. Hlédís er virk í pistlaskrifum og þessi hitti í beint í mark. Hún beinir spjótum að Ísraelsmönnum: „Staðreyndin er nefnilega sú að þetta á sér langan aðdraganda og alþjóðasamfélagið virðist vera meðvitað um það hryllilega ofbeldi sem íbúar Palestínu búa við dag frá degi og hafa gert síðustu 75 árin,“ segir Hlédís og birtir tímalínu máli sínu til stuðnings. Hlédís kemst að þeirri niðurstöðu að atburðarásin síðustu áratugi sé ekki á ábyrgð Palestínu. Og hún segist ekki skilja, og talar þar fyrir hönd margra í þessu mikla hitamáli sem sannarlega setti svip sinn á árið 2023. Og sér ekki fyrir endann á því. 5. Teboð sérhagsmunaafla og stjórnmálamanna Kjaramálin settu heldur betur mark sitt á árið 2023, nú á tímum himinhárrar verðbólgu og metvaxta á síðari tímum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er annar duglegur með penna og hann kann að skrúfa saman pistla. Það að þessi pistill nái svo hátt í lestrarmælingum kemur samt á óvart. Þar er hann einfaldlega að tilkynna að hann gefi áfram kost á sér til áframhaldandi forystu í VR. Fyrirsögn pistilsins er beint af augum: „Ég býð mig til áframhaldandi forystu í VR“. En pistillinn, sem birtist í mars, er meira en bara tilkynning um framboð. Ragnar Þór notar tækifærið og fer yfir stöðuna eins og hún horfir við honum. Pistillinn fer yfir söguna og í honum felst herkvaðning: „Sú kjaralota sem við stöndum í nú verður sú mikilvægasta í áratugi. Vanda þarf til verka og mun reynsla og staðfesta skipta öllu máli ef ekki á illa að fara. Í eftirmálum hrunsins var verkalýðshreyfingin samofin valdablokk stjórnmálanna. Eftir áralöng teboð og vinaleg samtöl með sérhagsmunaöflum og stjórnmálunum gat hreyfingin sig hvergi hreyft án þess að stíga á tærnar á sjálfri sér. Hún lokaði sig af!“ 6. Nöturleg reynslusaga af tannlækningum í Búdapest Í maí birtist pistil eftir öryrkjann Hörpu Lúthersdóttur undir fyrirsögninni „Gylliboð tannlæknastofu íslensku klíníkarinnar í Búdapest“. Eins og ýmsir pistlar sem ná máli felur hann þessi í sér nöturlega reynslusögu. Þá snertir pistillinn átakamál sem varðar einkavæðingu heilbrigðiskerfisins alls. Harpa taldi sig hafa dottið í lukkupottinn þegar hún rakst á auglýsingu um ódýrar tannlækningar á lúxushóteli í Búdapest. Hún fór en ferðin reyndist martröð. Harpa segir marga hafa látið auglýsinguna gabba sig til farar og það sé eins og fólk skammist sín fyrir að segja frá. En ekki Harpa. „Ég kaupi hjá þeim krónur á allar tennur í efri góm. Það eru 14 krónur. Mistökin eru mörg, en við förum bara yfir það stærsta í þessari grein,“ segir Harpa og rekur reynslu sína sem er ekki fögur. „Framkoma stofunnar hefur verið með því versta sem ég hef kynnst á ævi minni og virðast gróði vera þeim ofar viðskiptavinum,“ segir Harpa í niðurlagi pistils síns, sem vakti heldur betur athygli. 7. Pöpullinn í meðvirkni og undirlægjuhætti Pistillinn sem situr í sjöunda sæti yfir þá mest lesnu á árinu birtist í upphafi ársins og er eftir Róbert Björnsson flugvélaverkfræðing. Hann heitir „Verðtryggðu launin mín“ og er til þess fallinn að æra óstöðuga. Róbert fjallar um efnahagsástandið að utan, Lúxemborg nánar tiltekið og hann kann að núa landsmönnum því um nasir að búa við ofurháa vexti og verðbólgu. Róbert segir að honum verði hugsað til Íslendinga þegar hann opni launaumslagið sitt um næstu mánaðarmót, þegar blessuð verðtryggingin virkjast aftur og hækkar laun allra launþega og lífeyrisþega í stórhertogadæminu um sömu prósentutölu. Róbert þakkar fyrir að búa í velferðarsamfélagi sem rís undir nafni. „Ég vona að einhvern daginn vakni upp kynslóð Íslendinga sem sættir sig ekki við allt ruglið, vanhæfnina, spillinguna og lygina sem henni er boðið uppá og Vilmundur heitinn Gylfason gafst upp á eftir hetjulega baráttu. Ísland gæti sannarlega orðið „land tækifæranna“... en ekki svo lengi sem pöpullinn heldur áfram í meðvirkni sinni og undirlægjuhætti að það sé „bara best að kjósa framsóknarsjallaíhaldið“ og að það geti „skapað tóm vandræði að spyrja þjóðina um ESB“ og upptöku Evru,“ segir Róbert meðal annars í baneitruðum pistli. 8. Rán teiknar pistil Sá „pistill“ sem situr í áttunda sæti er líklega með þeim frumlegri sem birst hafa á viðhorfspistlasvæði Vísis; feykilega vel unninn og listrænn. Hvalamálið setti sannarlega svip sinn á árið 2021 en Kristján Loftsson forstjóri Hvals stóð í ströngu og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skellti á hann tímabundnu hvalveiðibanni. Bannið var á forsendum dýravelferðar en myndband af dauðastríði Langreiðar hafði mikil áhrif. Menn skiptust í tvö horn og þeir sem vilja mótmæla hvalveiðum fóru mikinn. Í þann hóp skipar Rán Fygenring sér en hún teiknaði myndskýrslu um málið og birti á Vísi: „Myndskýrsla um hinar fullkomlega óskiljanlegu hvalveiðar á Íslandi“. Hér gildir hið forkveðna að sjón er sögu ríkari. Þá má geta þess að þó teiknarinn Halldór nái ekki inn á topp tíu lista er hann á næstu grösum, en skopmyndir hans eru flokkaðar með viðhorfspistlum. 9. Tryggingastofnun hlunnfer fólk Ekki síst eru það stjórnmálamenn sem nýta sér þennan vettvang sem skoðanavettvangur Vísis er. Sá sem skítur öðrum pólitíkusum ref fyrir rass með skoðanagrein að þessu sinni er Píratinn Björn Leví Gunnarsson. Björn Leví hittir naglann á höfuðið þegar hann ritar um mikið hitamál sem eru eftirlaun og lífeyrisgreiðslur. Titill pistils hans segir það sem segja þarf: „Færðu rétt greiddan lífeyri frá Tryggingastofnun?“ spyr Björn sig í fyrirsögn og svarið liggur í loftinu: Nei, það er ekki svo. „Ef þú ert bæði að fá ellilífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun Ríkisins (TR) og líka greiðslur úr lífeyrissjóði þá ert þú mjög líklega að fá of litlar greiðslur frá TR,“ segir Björn Leví. Hann spyr í framhaldinu af hverju, tekur svo reiknistokkinn upp og færir rök fyrir máli sínu. Björn Leví greinir frá því að ábendingar þessa efnis hafi farið til Tryggingastofnunar, kærunefndar velferðarmála, ráðuneytis velferðarmála og Umboðsmanns Alþingis en hvergi hafi fengist viðurkenning á þessu misræmi. Það er eins og að hlaupa á vegg að takast á við þvermóðskufullt kerfið sem neitar að það hafi á röngu að standa. 10. Sorgin bítur fast bæði sakborninga og fórnarlömb Pistillinn sem situr í tíunda sæti fjallar einnig um heilbrigðismál, líkt og þeir sem sitja í 3. og 6. sæti. Af þessu má ráða að sá málaflokkur hafi verið ofarlega á baugi á því ári sem nú er að líða. En Vísi berast um þrjú þúsund pistlar á ári og það þarf talsvert til að brjótast í gegnum múrinn. Ágústa Kristín Andrésdóttir er meðstjórnandi heilsuhags – almannaheillafélags í þágu sjúklinga, aðstandenda og heilbrigðisstarfsfólks og hún heldur um penna í pistli sem ber heitið „Alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu hafa víðtækar afleiðingar“. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um málið sem hefur verið í fjölmiðlum núna. Ég hef séð tvær fréttir um atvik á skurðstofu sem olli dauða sjúklings. Ég get lofað ykkur því að allt teymið sem þar kom að er í sárum. Og ég vona að allir haldi vel utan um alla viðkomandi og að fólk sjái að það er ljós við enda gangsins. Ljósið sést ekki strax, en það kemur,“ skrifar Ásta Kristín en pistillinn birtist í endaðan ágústmánaðar. Pistlahöfundur fer vítt og breytt yfir sviðið og segir að ætíð þegar atvik sem þessi koma upp séu ótrúlega margir sem að koma. Og áhrif sorgar ná til þeirra allra. „Ég veit bara að sorgin bítur og hún bítur fast. Hún bítur svo fast að maður sér enga aðra leið út en að fá að hverfa.“ Þegar líður á lesturinn kemur í ljós að Ásta Kristín var sakborningur í svipuðum málum og þeim sem komust í fréttir eftir atvik á skurðstofu. „Það ristir dálítið djúpt vegna þess að þetta var mín starfstöð í 12 ár,“ skrifar Ásta Kristín í eftirminnilegum pistli. Þessir tíu pistlar sem mest eru lesnir eru aðeins dæmi um þann mikla fjölda viðhorfsgreina sem birtast á Vísi ár hvert; þetta er bara toppurinn á um þrjú þúsund skoðanagreinum sem berast á ári hverju. Vettvangurinn er enn að eflast. Margir pistlanna hafa áhrif, um það eru mörg dæmi, efni nokkurra þeirra er tekið upp í fréttaskrifum. Um leið og Vísir óskar lesendum sínum árs og friðar vill miðillinn hvetja fólk til að nýta sér þennan vettvang. Maður veit aldrei. Netfangið er greinar@visir.is og nánari upplýsingar má finna hér. Hinsegin Málefni trans fólks Átök í Ísrael og Palestínu Heilbrigðismál Heilsa Kjaramál Verðlag Hvalveiðar Rekstur hins opinbera Dómsmál Fréttir ársins 2023 Tengdar fréttir Mest lesnu viðhorfspistlarnir 2022: Ýmsir fá það óþvegið í pistlum ársins Mest lesnu viðhorfspistlar ársins gefa haldbærar vísbendingar um hvað klukkan sló á árinu 2022 – sem senn er nú liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. 17. desember 2022 10:01 Mest lesnu viðhorfspistlarnir 2021: Kynferðisofbeldi, faraldurinn, fiskeldi og Gísli Marteinn Mest lesnu viðhorfspistlar ársins varpa skýru ljósi á hvað var efst á baugi á árinu. 18. desember 2021 08:01 Topp tíu viðhorfspistlar: Lán, ólán, foreldrar, Kári Stefáns, partí, opin bréf og Helgi Seljan Þegar skoðuð eru gögn um hvaða viðhorfspistlar vöktu mesta athygli að teknu tilliti til lestrartalna, kemur á daginn að þeir fjalla um allt milli himins og jarðar. 19. desember 2020 08:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Þrátt fyrir skoðanakraðak á öllum samfélagsmiðlum, framboð á skoðunum er svo miklu meira en eftirspurnin, hafa pistlaskrifin haldið sínu. Þetta form er tjáningar hefur eflst ef eitthvað er; með góðum pistli er hægt að kjarna hugsunina. Langsterkasti vettvangur fyrir viðhorfspistla á Íslandi er á Vísi og því vert að huga að því hvaða pistlar náðu sérstaklega augum lesenda. Hér koma tíu vinsælustu viðhorfspistlar ársins 2023. Og þeir segja sína sögu um hvað var helst í deiglunni á árinu. Besta leiðin til að rifja upp árið 2023 er að lesa eftirfarandi pistla sem eru aðgengilegir hér neðar. 1. Hænan sem ræðst á þær sem hafa færri fjaðrir Sá pistill sem trónir á toppnum er eftir Guðfinn Sigurvinsson rakara og bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Titill pistils hans er forvitnilegur: „Þegar menn verða hænsn“ og er skrifaður beint inn í hatramar umræður sem tengdust Samtökunum ´78. Samtökin stóðu í ströngu, héldu því fram að hatur á samkynhneigðum hefði aukist til mikilla muna, „bakslag“ varð eitt af orðum ársins. Ýmsir sem voguðu sér að tjá sig töldu að allt væri þetta orðum aukið. Guðfinnur heldur ekki: „Röngum og fölskum upplýsingum um fræðslu Samtakanna ‘78 í grunnskólum hefur nú vikum saman verið haldið að almenningi í skipulagðri herferð og nytsamir sakleysingjar, sem kunna ekki upplýsingaúrvinnslu á netinu, virkjaðir með ruglinu til að skapa óróa, átök, ótta, reiði, fordóma og hatur í samfélaginu.“ Umræðan var víðtæk, hún var hættuleg og tengdist meðal annars umdeildu kennsluefni Samtakanna ´78 í skólum landsins. Aktívistum var heitt í hamsi, öll gagnrýni var umsvifalaust höfð til marks um hatur á minnihlutahópum og pistill Guðfinns, sem er í raun grein, hitti beint í mark. Pistillinn er langmest lesinn og hafður í hávegum meðal þeirra sem tala fyrir réttindum samkynhneigðra. Meðan Jordan Peterson talar um serótónín og humar talar Guðfinnur um hænur og það féll í kramið meðal fjölmargra Íslendinga. 2. Hatur fæðir af sér hatur Sigurður Skúlason leikari býður upp á pistil sem var næst mest lesinn á árinu. „Þegar fórnarlamb verður böðull“ en hann fjallar um hörmungarnar í Palestínu sem engan enda virðast ætla að taka. Stríðið á Gasa setti vissulega mark sitt á árið og Sigurður veður óhræddur í vélarnar: „Gyðingar sem áttu alla okkar samúð og samkennd í Helförinni hafa nú tekið að sér hlutverk böðulsins.“ Pistill Sigurðar er vel stílaður, hann vitnar í Galdra-Loft: „Þegar valurinn heggur rjúpuna í hjartað, vælir hann, því að þá skilur hann, að rjúpan er systir hans.“ Hann vitnar í Jesú Krist og Búddah: Ofbeldi fæðir af sér hatur, hatur fæðir af sér hatur. Ekkert vantaði upp á viðtökurnar við pistli Sigurðar og bara athugasemdakerfið eitt og sér segir þá sögu. Stefán Ólafsson prófessor segir: „Viturlega mælt – og allt svo satt og rétt.“ En Ragnar Þórisson, harður stuðningsmaður Ísrael, er ósammála en sannar í raun efni pistilsins, með að hatur fæði af sér hatur: „Nei mikið djöfull ert þú gott dæmi um Antisemita klúbbinn Háskóli Íslands. Þú og Hamas vinir próferssorarnir eruð þjóðarskömm. Farðu til fjandans ógeðið þitt.“ Hvort sem Ragnar hinn orðljóti er dæmigerður er ljóst að þarna er um mikið hitamál að ræða. 3. Hremmingar krabbameinssjúklings Málefni heilbrigðiskerfisins alls var til umfjöllunar og umræðu á árinu. Sem aldrei fyrr og sá pistill sem situr í þriðja sæti talar inn í þann veruleika. Fyrirsögnin er í spurnarformi: „Landspítali, ertu að grínast?“ en það er Hrund Traustadóttir en faðir hennar tæplega 83 ára gamall lá á krabbameinsdeild Landsspítalans í nokkrar vikur með beinkrabbamein á fjórða stigi. Grein Hrundar vakti mikla athygli og spannst nokkur fréttaflutningur vegna greinar hennar. Sem er til marks um áhrifamátt pistlaformsins. Í pistlinum rekur Hrund hremmingar föður hennar og samskipti við þá sem stjórna á Landspítalanum. „Í þeirri stöðu sem ég finn mig nú stadda með föður minn á ég ekki að þurfa að standa í leiðindastappi við starfsfólk spítalans ofan á allt hitt. Kerfið á að grípa okkur og veita okkur stuðning en ekki kasta okkur á milli eins logandi boltum sem enginn vill grípa.“ Hrund sagði í frétt sem fylgdi að faðir hennar hafi fengið gott og fallegt viðmót frá heilbrigðisstarfsfólki á gólfinu þar sem allir reyni að gera sitt besta. Gagnrýni hennar beinist frekar að þeim sem taki ákvarðanir um meðferð sjúklinga. Og sú gagnrýni komst heldur betur til skila. 4. Ábyrgðin ekki Palestínu Í fjórða sæti á lista er annar pistill sem fjallar um stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs; sögu Palestínu og tilurð Ísraelsríkis. Pistillinn er undir fyrirsögninni „Ég skil ekki“ og er eftir Hlédísi Sveinsdóttur verkefnastjóra. Hlédís er virk í pistlaskrifum og þessi hitti í beint í mark. Hún beinir spjótum að Ísraelsmönnum: „Staðreyndin er nefnilega sú að þetta á sér langan aðdraganda og alþjóðasamfélagið virðist vera meðvitað um það hryllilega ofbeldi sem íbúar Palestínu búa við dag frá degi og hafa gert síðustu 75 árin,“ segir Hlédís og birtir tímalínu máli sínu til stuðnings. Hlédís kemst að þeirri niðurstöðu að atburðarásin síðustu áratugi sé ekki á ábyrgð Palestínu. Og hún segist ekki skilja, og talar þar fyrir hönd margra í þessu mikla hitamáli sem sannarlega setti svip sinn á árið 2023. Og sér ekki fyrir endann á því. 5. Teboð sérhagsmunaafla og stjórnmálamanna Kjaramálin settu heldur betur mark sitt á árið 2023, nú á tímum himinhárrar verðbólgu og metvaxta á síðari tímum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er annar duglegur með penna og hann kann að skrúfa saman pistla. Það að þessi pistill nái svo hátt í lestrarmælingum kemur samt á óvart. Þar er hann einfaldlega að tilkynna að hann gefi áfram kost á sér til áframhaldandi forystu í VR. Fyrirsögn pistilsins er beint af augum: „Ég býð mig til áframhaldandi forystu í VR“. En pistillinn, sem birtist í mars, er meira en bara tilkynning um framboð. Ragnar Þór notar tækifærið og fer yfir stöðuna eins og hún horfir við honum. Pistillinn fer yfir söguna og í honum felst herkvaðning: „Sú kjaralota sem við stöndum í nú verður sú mikilvægasta í áratugi. Vanda þarf til verka og mun reynsla og staðfesta skipta öllu máli ef ekki á illa að fara. Í eftirmálum hrunsins var verkalýðshreyfingin samofin valdablokk stjórnmálanna. Eftir áralöng teboð og vinaleg samtöl með sérhagsmunaöflum og stjórnmálunum gat hreyfingin sig hvergi hreyft án þess að stíga á tærnar á sjálfri sér. Hún lokaði sig af!“ 6. Nöturleg reynslusaga af tannlækningum í Búdapest Í maí birtist pistil eftir öryrkjann Hörpu Lúthersdóttur undir fyrirsögninni „Gylliboð tannlæknastofu íslensku klíníkarinnar í Búdapest“. Eins og ýmsir pistlar sem ná máli felur hann þessi í sér nöturlega reynslusögu. Þá snertir pistillinn átakamál sem varðar einkavæðingu heilbrigðiskerfisins alls. Harpa taldi sig hafa dottið í lukkupottinn þegar hún rakst á auglýsingu um ódýrar tannlækningar á lúxushóteli í Búdapest. Hún fór en ferðin reyndist martröð. Harpa segir marga hafa látið auglýsinguna gabba sig til farar og það sé eins og fólk skammist sín fyrir að segja frá. En ekki Harpa. „Ég kaupi hjá þeim krónur á allar tennur í efri góm. Það eru 14 krónur. Mistökin eru mörg, en við förum bara yfir það stærsta í þessari grein,“ segir Harpa og rekur reynslu sína sem er ekki fögur. „Framkoma stofunnar hefur verið með því versta sem ég hef kynnst á ævi minni og virðast gróði vera þeim ofar viðskiptavinum,“ segir Harpa í niðurlagi pistils síns, sem vakti heldur betur athygli. 7. Pöpullinn í meðvirkni og undirlægjuhætti Pistillinn sem situr í sjöunda sæti yfir þá mest lesnu á árinu birtist í upphafi ársins og er eftir Róbert Björnsson flugvélaverkfræðing. Hann heitir „Verðtryggðu launin mín“ og er til þess fallinn að æra óstöðuga. Róbert fjallar um efnahagsástandið að utan, Lúxemborg nánar tiltekið og hann kann að núa landsmönnum því um nasir að búa við ofurháa vexti og verðbólgu. Róbert segir að honum verði hugsað til Íslendinga þegar hann opni launaumslagið sitt um næstu mánaðarmót, þegar blessuð verðtryggingin virkjast aftur og hækkar laun allra launþega og lífeyrisþega í stórhertogadæminu um sömu prósentutölu. Róbert þakkar fyrir að búa í velferðarsamfélagi sem rís undir nafni. „Ég vona að einhvern daginn vakni upp kynslóð Íslendinga sem sættir sig ekki við allt ruglið, vanhæfnina, spillinguna og lygina sem henni er boðið uppá og Vilmundur heitinn Gylfason gafst upp á eftir hetjulega baráttu. Ísland gæti sannarlega orðið „land tækifæranna“... en ekki svo lengi sem pöpullinn heldur áfram í meðvirkni sinni og undirlægjuhætti að það sé „bara best að kjósa framsóknarsjallaíhaldið“ og að það geti „skapað tóm vandræði að spyrja þjóðina um ESB“ og upptöku Evru,“ segir Róbert meðal annars í baneitruðum pistli. 8. Rán teiknar pistil Sá „pistill“ sem situr í áttunda sæti er líklega með þeim frumlegri sem birst hafa á viðhorfspistlasvæði Vísis; feykilega vel unninn og listrænn. Hvalamálið setti sannarlega svip sinn á árið 2021 en Kristján Loftsson forstjóri Hvals stóð í ströngu og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skellti á hann tímabundnu hvalveiðibanni. Bannið var á forsendum dýravelferðar en myndband af dauðastríði Langreiðar hafði mikil áhrif. Menn skiptust í tvö horn og þeir sem vilja mótmæla hvalveiðum fóru mikinn. Í þann hóp skipar Rán Fygenring sér en hún teiknaði myndskýrslu um málið og birti á Vísi: „Myndskýrsla um hinar fullkomlega óskiljanlegu hvalveiðar á Íslandi“. Hér gildir hið forkveðna að sjón er sögu ríkari. Þá má geta þess að þó teiknarinn Halldór nái ekki inn á topp tíu lista er hann á næstu grösum, en skopmyndir hans eru flokkaðar með viðhorfspistlum. 9. Tryggingastofnun hlunnfer fólk Ekki síst eru það stjórnmálamenn sem nýta sér þennan vettvang sem skoðanavettvangur Vísis er. Sá sem skítur öðrum pólitíkusum ref fyrir rass með skoðanagrein að þessu sinni er Píratinn Björn Leví Gunnarsson. Björn Leví hittir naglann á höfuðið þegar hann ritar um mikið hitamál sem eru eftirlaun og lífeyrisgreiðslur. Titill pistils hans segir það sem segja þarf: „Færðu rétt greiddan lífeyri frá Tryggingastofnun?“ spyr Björn sig í fyrirsögn og svarið liggur í loftinu: Nei, það er ekki svo. „Ef þú ert bæði að fá ellilífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun Ríkisins (TR) og líka greiðslur úr lífeyrissjóði þá ert þú mjög líklega að fá of litlar greiðslur frá TR,“ segir Björn Leví. Hann spyr í framhaldinu af hverju, tekur svo reiknistokkinn upp og færir rök fyrir máli sínu. Björn Leví greinir frá því að ábendingar þessa efnis hafi farið til Tryggingastofnunar, kærunefndar velferðarmála, ráðuneytis velferðarmála og Umboðsmanns Alþingis en hvergi hafi fengist viðurkenning á þessu misræmi. Það er eins og að hlaupa á vegg að takast á við þvermóðskufullt kerfið sem neitar að það hafi á röngu að standa. 10. Sorgin bítur fast bæði sakborninga og fórnarlömb Pistillinn sem situr í tíunda sæti fjallar einnig um heilbrigðismál, líkt og þeir sem sitja í 3. og 6. sæti. Af þessu má ráða að sá málaflokkur hafi verið ofarlega á baugi á því ári sem nú er að líða. En Vísi berast um þrjú þúsund pistlar á ári og það þarf talsvert til að brjótast í gegnum múrinn. Ágústa Kristín Andrésdóttir er meðstjórnandi heilsuhags – almannaheillafélags í þágu sjúklinga, aðstandenda og heilbrigðisstarfsfólks og hún heldur um penna í pistli sem ber heitið „Alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu hafa víðtækar afleiðingar“. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um málið sem hefur verið í fjölmiðlum núna. Ég hef séð tvær fréttir um atvik á skurðstofu sem olli dauða sjúklings. Ég get lofað ykkur því að allt teymið sem þar kom að er í sárum. Og ég vona að allir haldi vel utan um alla viðkomandi og að fólk sjái að það er ljós við enda gangsins. Ljósið sést ekki strax, en það kemur,“ skrifar Ásta Kristín en pistillinn birtist í endaðan ágústmánaðar. Pistlahöfundur fer vítt og breytt yfir sviðið og segir að ætíð þegar atvik sem þessi koma upp séu ótrúlega margir sem að koma. Og áhrif sorgar ná til þeirra allra. „Ég veit bara að sorgin bítur og hún bítur fast. Hún bítur svo fast að maður sér enga aðra leið út en að fá að hverfa.“ Þegar líður á lesturinn kemur í ljós að Ásta Kristín var sakborningur í svipuðum málum og þeim sem komust í fréttir eftir atvik á skurðstofu. „Það ristir dálítið djúpt vegna þess að þetta var mín starfstöð í 12 ár,“ skrifar Ásta Kristín í eftirminnilegum pistli. Þessir tíu pistlar sem mest eru lesnir eru aðeins dæmi um þann mikla fjölda viðhorfsgreina sem birtast á Vísi ár hvert; þetta er bara toppurinn á um þrjú þúsund skoðanagreinum sem berast á ári hverju. Vettvangurinn er enn að eflast. Margir pistlanna hafa áhrif, um það eru mörg dæmi, efni nokkurra þeirra er tekið upp í fréttaskrifum. Um leið og Vísir óskar lesendum sínum árs og friðar vill miðillinn hvetja fólk til að nýta sér þennan vettvang. Maður veit aldrei. Netfangið er greinar@visir.is og nánari upplýsingar má finna hér.
Hinsegin Málefni trans fólks Átök í Ísrael og Palestínu Heilbrigðismál Heilsa Kjaramál Verðlag Hvalveiðar Rekstur hins opinbera Dómsmál Fréttir ársins 2023 Tengdar fréttir Mest lesnu viðhorfspistlarnir 2022: Ýmsir fá það óþvegið í pistlum ársins Mest lesnu viðhorfspistlar ársins gefa haldbærar vísbendingar um hvað klukkan sló á árinu 2022 – sem senn er nú liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. 17. desember 2022 10:01 Mest lesnu viðhorfspistlarnir 2021: Kynferðisofbeldi, faraldurinn, fiskeldi og Gísli Marteinn Mest lesnu viðhorfspistlar ársins varpa skýru ljósi á hvað var efst á baugi á árinu. 18. desember 2021 08:01 Topp tíu viðhorfspistlar: Lán, ólán, foreldrar, Kári Stefáns, partí, opin bréf og Helgi Seljan Þegar skoðuð eru gögn um hvaða viðhorfspistlar vöktu mesta athygli að teknu tilliti til lestrartalna, kemur á daginn að þeir fjalla um allt milli himins og jarðar. 19. desember 2020 08:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Mest lesnu viðhorfspistlarnir 2022: Ýmsir fá það óþvegið í pistlum ársins Mest lesnu viðhorfspistlar ársins gefa haldbærar vísbendingar um hvað klukkan sló á árinu 2022 – sem senn er nú liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. 17. desember 2022 10:01
Mest lesnu viðhorfspistlarnir 2021: Kynferðisofbeldi, faraldurinn, fiskeldi og Gísli Marteinn Mest lesnu viðhorfspistlar ársins varpa skýru ljósi á hvað var efst á baugi á árinu. 18. desember 2021 08:01
Topp tíu viðhorfspistlar: Lán, ólán, foreldrar, Kári Stefáns, partí, opin bréf og Helgi Seljan Þegar skoðuð eru gögn um hvaða viðhorfspistlar vöktu mesta athygli að teknu tilliti til lestrartalna, kemur á daginn að þeir fjalla um allt milli himins og jarðar. 19. desember 2020 08:00