Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12:00.

Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu um vopnahlé á Gasa. Erindreki Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir líf milljóna samlanda sinna hanga á bláþræði.

Farið verður yfir málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Þá heyrum við í Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur, en búið er að boða til íbúafundar eftir helgi. Mikil uppbygging stendur nú yfir í bænum, fjórum vikum eftir að hann var rýmdur.

Formaður Samfylkingarinnar segir mikilvægara fyrir flokkinn, komist hann til valda, að framkvæma í málaflokkum sem almenn sátt er um en í málum sem kljúfa þjóðina.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×