Að óbreyttu hefjast aðgerðir þeirra í nótt en fundað er í deilunni í dag.
Þá fjöllum við um frumvarp um orkuskömmtun en tekist er á um það á meðal þingmanna. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra kennir VG um stöðuna sem upp er komin og segir alvarlega bresti í ríkisstjórnarsamstarfinu.
Einnig fjöllum við áfram um PISA könnunina og ræðum við fyrrverandi skólastjóra sem segir menntamálayfirvöldum hafa mistekist að innleiða og fylgja eftir stórum og afdrifaríkum ákvörðunum sem teknar hafa verið í skólamálum.
Í íþróttapakka dagsins fjöllum við um HM kvenna í handbolta en það ræðst seinnipartinn hvort íslenska liðið leiki til úrslita um forsetabikarinn svokallaða.
Einnig verður farið yfir frammistöðu Íslendinganna sem tóku þátt á EM í sundi.