Enski boltinn

„Gefum þeim al­vöru Anfi­eld upp­lifun“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jurgen Klopp eftir leikinn gegn West Ham í vikunni.
Jurgen Klopp eftir leikinn gegn West Ham í vikunni. Vísir/Getty

Liverpool og Arsenal mætast í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Liðið sem fer með sigur af hólmi verður á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar jólin ganga í garð.

Margir bíða leiks Liverpool og Arsenal með mikilli eftirvæntingu. Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig fyrir leikinn, jafn mörg og Aston Villa sem gerði jafntefli við Sheffield United í gær. Liverpool er síðan í þriðja sæti einu stigi á eftir.

Á blaðamannafundi fyrir leikinn hvatti Jurgen Klopp stuðningsmenn Liverpool til að gefa leikmönnum Arsenal „alvöru Anfield upplifun“ þegar þeir mæta til leiks í dag. Ummælin koma í kjölfarið á því að Klopp gagnrýndi stemmninguna á Anfield í 5-1 sigri Liverpool á West Ham í deildabikarnum á miðvikudag.

„Ég naut 99,7% af hverri sekúndu á vellinum. Ég elska stemmninguna í tætlur. Andrúmsloftið hjá þessu fólki. Ég er yfir mig ánægður með allt,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í gær.

„Ef fólk vildi skilja mig rétt þá var það alveg hægt. Ef ekki þá get ég ekki breytt því núna.“

Anfield hefur verið þekkt fyrir góða stemmningu á leikjum og má búast við því að hún verði við hámark í leiknum í dag.

„Ég sagði að við þyrftum á Anfield að halda á laugardag og það er 100% satt. Við þurfum að sjá til þess að við gerum þetta að alvöru heimaleik og að alvöru Anfield upplifun. Það er það eina sem ég vil.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×