Breytir ekki fyrirkomulagi við lokunarpósta þrátt fyrir þjófnað Lovísa Arnardóttir skrifar 27. desember 2023 11:59 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ætlar ekki að breyta verklagi við lokunarpósta inn í Grindavík þrátt fyrir þjófnað um jólin. Bærinn er opinn fyrir íbúa og verður fyrirkomulagið endurmetið á föstudag. „Veðurstofan er að uppfæra hjá sér hættumatið á föstudaginn. Hugsanlega gerir hún það fyrr. Maður getur ekki sagt til um en miðað við stöðuna í dag er þetta fyrirkomulag óbreytt,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, og að gildandi hættumat sé í gildi til sex á föstudag. „Við þurfum bara að sjá til en að öllu óbreyttu þá kemur þetta til endurskoðunar seint á föstudag. Gildandi hættumat gildir til klukkan sex á föstudag þannig við verðum bara að sjá til og bíða.“ Hann segir að um jólin hafi verið dvalið í um 70 til 80 íbúðum í Grindavík og almennt hafi gengið mjög vel. Gengið vel frá rýmingu „Það er auðvitað hættuástand þannig fólk þarf að hafa það í huga þegar það heimsækir heimabæinn sinn,“ segir Úlfar en tekur þó fram að frá því að bærinn var rýmdur í nóvember hafi almennt gengið vel. „Frá 10. nóvember hefur bara gengið vel og í raun og veru ekkert farið úrskeiðis. Það eru auðvitað fáir í bænum hafa verið, og vandræðagangur lítill.“ Tveimur gaskútum og gasábreiðu var þó stolið á heimili í Grindavík yfir jólin. Úlfar segir þetta ekki tilefni til að breyta verklagi við lokunarpósta. Þeir eru alls þrír og eru mannaðir lögreglumönnum sem fylgjast með þeim sem fara inn í bæinn, en skrá ekki niður nöfn eða kennitölur. „En það er samtal tekið við þann sem fer í gegn og þá sem eru í bílnum. Ég er ekki að fara að breyta fyrirkomulagi á lokunarpóstum að öðru leyti til en að við förum yfir þessi mál með þeim sem þar starfa. Og leggjum áherslu á að það sé vel fylgst með þeim sem fara inn. En við erum ekki að fara að taka niður kennitölur eða nöfn að svo stöddu.“ Hann segist skilja að fólk sé ósátt við þjófnað en að hann ætli ekki að breyta fyrirkomulaginu. Skráning myndi tefja og einhverjir gætu verið ósáttir við það. „Þetta hefur gengið vel hingað til og ég vona að svo verði áfram. Og ef ekki þá er fyrst tilefni til að breyta fyrirkomulaginu,“ segir Úlfar að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Taka sér frí frá flugeldum Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að selja enga flugelda þessi áramótin. Flugeldasalan hefur verið langstærsta fjáröflun Þorbjörns síðustu áratugina og algjör lykilþáttur í okkar rekstri. 27. desember 2023 09:52 Altjón við Víkurbraut þar sem boltar renna eftir gólfinu Sigurður Óli Þórleifsson íbúi í Grindavík sýndi fréttamönnum TV2 í Noregi stöðuna á húsinu sínu við Víkurbraut í Grindavík á dögunum. Gólfið hallar svo mikið að boltar rúlla eftir því. Um er að ræða altjón samkvæmt Náttúruhamfaratryggingum Íslands. 27. desember 2023 08:10 „Leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum“ „Þá fór þetta þannig fram að maður tók myndir á svart hvíta filmu en skrifaði fréttina á ritvél, eða einfaldlega handskrifaði hana á pappír. Fréttina og filmuna setti maður síðan í umslag, fór á Kastrup og leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum og bað það um að flytja umslagið með sér heim,“ segir Þórir Guðmundsson þegar hann rifjar upp hvernig blaðamannastarfið fór fram í upphafi. 26. desember 2023 08:01 Unnu þrívíddarmódel sem veitir upplýsingar um skemmdir í Grindavík Myndmælingateymi verkfræðistofunnar EFLU hefur lokið við þrívíddarmódel af Grindavík. Módelin gefa haldbæra mynd af ástandi fasteigna og mannvirkja í Grindavík. 25. desember 2023 19:46 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
„Veðurstofan er að uppfæra hjá sér hættumatið á föstudaginn. Hugsanlega gerir hún það fyrr. Maður getur ekki sagt til um en miðað við stöðuna í dag er þetta fyrirkomulag óbreytt,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, og að gildandi hættumat sé í gildi til sex á föstudag. „Við þurfum bara að sjá til en að öllu óbreyttu þá kemur þetta til endurskoðunar seint á föstudag. Gildandi hættumat gildir til klukkan sex á föstudag þannig við verðum bara að sjá til og bíða.“ Hann segir að um jólin hafi verið dvalið í um 70 til 80 íbúðum í Grindavík og almennt hafi gengið mjög vel. Gengið vel frá rýmingu „Það er auðvitað hættuástand þannig fólk þarf að hafa það í huga þegar það heimsækir heimabæinn sinn,“ segir Úlfar en tekur þó fram að frá því að bærinn var rýmdur í nóvember hafi almennt gengið vel. „Frá 10. nóvember hefur bara gengið vel og í raun og veru ekkert farið úrskeiðis. Það eru auðvitað fáir í bænum hafa verið, og vandræðagangur lítill.“ Tveimur gaskútum og gasábreiðu var þó stolið á heimili í Grindavík yfir jólin. Úlfar segir þetta ekki tilefni til að breyta verklagi við lokunarpósta. Þeir eru alls þrír og eru mannaðir lögreglumönnum sem fylgjast með þeim sem fara inn í bæinn, en skrá ekki niður nöfn eða kennitölur. „En það er samtal tekið við þann sem fer í gegn og þá sem eru í bílnum. Ég er ekki að fara að breyta fyrirkomulagi á lokunarpóstum að öðru leyti til en að við förum yfir þessi mál með þeim sem þar starfa. Og leggjum áherslu á að það sé vel fylgst með þeim sem fara inn. En við erum ekki að fara að taka niður kennitölur eða nöfn að svo stöddu.“ Hann segist skilja að fólk sé ósátt við þjófnað en að hann ætli ekki að breyta fyrirkomulaginu. Skráning myndi tefja og einhverjir gætu verið ósáttir við það. „Þetta hefur gengið vel hingað til og ég vona að svo verði áfram. Og ef ekki þá er fyrst tilefni til að breyta fyrirkomulaginu,“ segir Úlfar að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Taka sér frí frá flugeldum Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að selja enga flugelda þessi áramótin. Flugeldasalan hefur verið langstærsta fjáröflun Þorbjörns síðustu áratugina og algjör lykilþáttur í okkar rekstri. 27. desember 2023 09:52 Altjón við Víkurbraut þar sem boltar renna eftir gólfinu Sigurður Óli Þórleifsson íbúi í Grindavík sýndi fréttamönnum TV2 í Noregi stöðuna á húsinu sínu við Víkurbraut í Grindavík á dögunum. Gólfið hallar svo mikið að boltar rúlla eftir því. Um er að ræða altjón samkvæmt Náttúruhamfaratryggingum Íslands. 27. desember 2023 08:10 „Leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum“ „Þá fór þetta þannig fram að maður tók myndir á svart hvíta filmu en skrifaði fréttina á ritvél, eða einfaldlega handskrifaði hana á pappír. Fréttina og filmuna setti maður síðan í umslag, fór á Kastrup og leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum og bað það um að flytja umslagið með sér heim,“ segir Þórir Guðmundsson þegar hann rifjar upp hvernig blaðamannastarfið fór fram í upphafi. 26. desember 2023 08:01 Unnu þrívíddarmódel sem veitir upplýsingar um skemmdir í Grindavík Myndmælingateymi verkfræðistofunnar EFLU hefur lokið við þrívíddarmódel af Grindavík. Módelin gefa haldbæra mynd af ástandi fasteigna og mannvirkja í Grindavík. 25. desember 2023 19:46 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Taka sér frí frá flugeldum Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að selja enga flugelda þessi áramótin. Flugeldasalan hefur verið langstærsta fjáröflun Þorbjörns síðustu áratugina og algjör lykilþáttur í okkar rekstri. 27. desember 2023 09:52
Altjón við Víkurbraut þar sem boltar renna eftir gólfinu Sigurður Óli Þórleifsson íbúi í Grindavík sýndi fréttamönnum TV2 í Noregi stöðuna á húsinu sínu við Víkurbraut í Grindavík á dögunum. Gólfið hallar svo mikið að boltar rúlla eftir því. Um er að ræða altjón samkvæmt Náttúruhamfaratryggingum Íslands. 27. desember 2023 08:10
„Leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum“ „Þá fór þetta þannig fram að maður tók myndir á svart hvíta filmu en skrifaði fréttina á ritvél, eða einfaldlega handskrifaði hana á pappír. Fréttina og filmuna setti maður síðan í umslag, fór á Kastrup og leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum og bað það um að flytja umslagið með sér heim,“ segir Þórir Guðmundsson þegar hann rifjar upp hvernig blaðamannastarfið fór fram í upphafi. 26. desember 2023 08:01
Unnu þrívíddarmódel sem veitir upplýsingar um skemmdir í Grindavík Myndmælingateymi verkfræðistofunnar EFLU hefur lokið við þrívíddarmódel af Grindavík. Módelin gefa haldbæra mynd af ástandi fasteigna og mannvirkja í Grindavík. 25. desember 2023 19:46