Wayne Rooney rekinn Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2024 10:33 Wayne Rooney er orðinn atvinnulaus. Getty Wayne Rooney entist aðeins í tvo og hálfan mánuð sem knattspyrnustjóri enska félagsins Birmingham en hann hefur nú verið rekinn úr starfi. Rooney tók við Birmingham, sem leikur í næstefstu deild Englands, í október eftir að hafa stýrt DC United í bandarísku MLS-deildinni. Undir stjórn Manchester United-goðsagnarinnar náði Birmingham aðeins að vinna tvo af fimmtán leikjum og féll úr 6. sæti alveg niður í 20. sæti ensku B-deildarinnar. Birmingham City have sacked Wayne Rooney.Rooney won just two of his 15 Championship matches in charge of the club as they slipped from sixth to 20th in the table.More from @RobTannerLCFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 2, 2024 Síðasti leikurinn undir stjórn Rooney reyndist 3-0 tap gegn Leeds í gærkvöld. Rooney, sem er 38 ára gamall, lagði takkaskóna á hilluna í byrjun árs 2021 þegar hann var orðinn stjóri Derby í næstefstu deild Englands. Hann tók svo við DC United sumarið 2022 en ákvað að láta gott heita eftir deildakeppnina í ár, í október, eftir að liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina annað árið í röð. Í kjölfarið var hann ráðinn til Birmingham. Bandaríska félagið Shelby Companies Limited eignaðist Birmingham í sumar og NFL-goðsögnin Tom Brady keypti lítinn hluta í knattspyrnufélaginu í ágúst. Nýir eigendur ákváðu að láta John Eustace fara í október þrátt fyrir fína byrjun Birmingham á leiktíðinni, og sögðu þörf fyrir „sigurhugarfar“ og „menningu sem einkenndist af metnaði“. Segist hafa þurft meiri tíma Uppfært 11.25: Rooney hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir brottreksturinn. Þar þakkar hann eigendum Birmingham fyrir tækifærið og stuðninginn þann stutta tíma sem hann var hjá félaginu. Rooney viðurkennir að úrslitin hafi ekki verið nógu góð en segir þrettán vikur ekki nægan tíma til að ná í gegn þeim breytingum sem hann hafi viljað sjá. Þá segir Rooney að það muni taka tíma að jafna sig á þessu áfalli, tíma sem hann vilji verja með fjölskyldu sinni, áður en hann taki við næsta starfi sem knattspyrnustjóri. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Rooney tók við Birmingham, sem leikur í næstefstu deild Englands, í október eftir að hafa stýrt DC United í bandarísku MLS-deildinni. Undir stjórn Manchester United-goðsagnarinnar náði Birmingham aðeins að vinna tvo af fimmtán leikjum og féll úr 6. sæti alveg niður í 20. sæti ensku B-deildarinnar. Birmingham City have sacked Wayne Rooney.Rooney won just two of his 15 Championship matches in charge of the club as they slipped from sixth to 20th in the table.More from @RobTannerLCFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 2, 2024 Síðasti leikurinn undir stjórn Rooney reyndist 3-0 tap gegn Leeds í gærkvöld. Rooney, sem er 38 ára gamall, lagði takkaskóna á hilluna í byrjun árs 2021 þegar hann var orðinn stjóri Derby í næstefstu deild Englands. Hann tók svo við DC United sumarið 2022 en ákvað að láta gott heita eftir deildakeppnina í ár, í október, eftir að liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina annað árið í röð. Í kjölfarið var hann ráðinn til Birmingham. Bandaríska félagið Shelby Companies Limited eignaðist Birmingham í sumar og NFL-goðsögnin Tom Brady keypti lítinn hluta í knattspyrnufélaginu í ágúst. Nýir eigendur ákváðu að láta John Eustace fara í október þrátt fyrir fína byrjun Birmingham á leiktíðinni, og sögðu þörf fyrir „sigurhugarfar“ og „menningu sem einkenndist af metnaði“. Segist hafa þurft meiri tíma Uppfært 11.25: Rooney hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir brottreksturinn. Þar þakkar hann eigendum Birmingham fyrir tækifærið og stuðninginn þann stutta tíma sem hann var hjá félaginu. Rooney viðurkennir að úrslitin hafi ekki verið nógu góð en segir þrettán vikur ekki nægan tíma til að ná í gegn þeim breytingum sem hann hafi viljað sjá. Þá segir Rooney að það muni taka tíma að jafna sig á þessu áfalli, tíma sem hann vilji verja með fjölskyldu sinni, áður en hann taki við næsta starfi sem knattspyrnustjóri.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira