Millimetrarnir sem breyttu úrslitaleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2024 11:30 Eins og sjá má var Luke Littler nokkrum millimetrum frá því að taka 112 út í oddalegg í sjöunda setti í úrslitaleiknum gegn Luke Humphries. Luke Humphries varð heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn í gær eftir sigur á ungstirninu Luke Littler, 7-4, í úrslitaleik í Alexandra höllinni í London. Úrslitin hefðu samt hæglega getað orðið önnur ef Littler hefði komist í 5-2 eins og hann var hársbreidd frá því að gera. Humphries vann tvö af fyrstu þremur settunum í úrslitaleiknum í gær en þá tók Littler yfir, vann þrjú sett í röð og komst í 4-2. Hann fékk svo tækifæri til að komast í 5-2 í oddalegg í sjöunda setti. Littler þurfti að taka 112 út og negldi síðustu pílunni í átt að tvöföldum tveimur reitnum. Pílan hafnaði hins vegar röngu megin við vírinn og Littler mistókst því að taka 112 út. Engu mátti muna eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. HUMPHRIES HANGING IN THERE!A dramatic ending to set seven!Luke Littler misses D2 for a 5-2 lead, allowing Luke Humphries to halve the deficit! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/lMUtpwstMP— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Humphries nýtti sér þetta, tók 28 út með því að kasta pílunni í tvöfaldan fjórtán reitinn og vann settið, 4-3. Hann leit aldrei um öxl eftir þetta, vann næstu fjögur sett og tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Hinn sextán ára Littler varð að gera sér 2. sætið að góðu en hann mun eflaust svekkja sig í einhvern tíma á því að hafa ekki tekist að setja píluna í tvöfaldan tvo og komast þar með í 5-2 í úrslitaleiknum. „Luke á þetta skilið,“ sagði Littler eftir tapið í gær. „Ég komst í úrslitaleikinn og gæti ekki komist í annan úrslitaleik næstu fimm eða tíu ár. Við vitum ekki hvernig þetta spilast en nú get ég sagt að ég sé næstbestur. Ég vil bara halda áfram og reyna að vinna þetta í framtíðinni.“ Fyrir sigurinn á HM fékk Humphries hálfa milljón punda í verðlaunafé. Það jafngildir rúmlega 87,6 milljónum íslenskra króna. Littler fékk aftur á móti tvö hundruð þúsund pund (35 milljónir króna) fyrir 2. sætið á mótinu. Pílukast Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Humphries vann tvö af fyrstu þremur settunum í úrslitaleiknum í gær en þá tók Littler yfir, vann þrjú sett í röð og komst í 4-2. Hann fékk svo tækifæri til að komast í 5-2 í oddalegg í sjöunda setti. Littler þurfti að taka 112 út og negldi síðustu pílunni í átt að tvöföldum tveimur reitnum. Pílan hafnaði hins vegar röngu megin við vírinn og Littler mistókst því að taka 112 út. Engu mátti muna eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. HUMPHRIES HANGING IN THERE!A dramatic ending to set seven!Luke Littler misses D2 for a 5-2 lead, allowing Luke Humphries to halve the deficit! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/lMUtpwstMP— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Humphries nýtti sér þetta, tók 28 út með því að kasta pílunni í tvöfaldan fjórtán reitinn og vann settið, 4-3. Hann leit aldrei um öxl eftir þetta, vann næstu fjögur sett og tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Hinn sextán ára Littler varð að gera sér 2. sætið að góðu en hann mun eflaust svekkja sig í einhvern tíma á því að hafa ekki tekist að setja píluna í tvöfaldan tvo og komast þar með í 5-2 í úrslitaleiknum. „Luke á þetta skilið,“ sagði Littler eftir tapið í gær. „Ég komst í úrslitaleikinn og gæti ekki komist í annan úrslitaleik næstu fimm eða tíu ár. Við vitum ekki hvernig þetta spilast en nú get ég sagt að ég sé næstbestur. Ég vil bara halda áfram og reyna að vinna þetta í framtíðinni.“ Fyrir sigurinn á HM fékk Humphries hálfa milljón punda í verðlaunafé. Það jafngildir rúmlega 87,6 milljónum íslenskra króna. Littler fékk aftur á móti tvö hundruð þúsund pund (35 milljónir króna) fyrir 2. sætið á mótinu.
Pílukast Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira