Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2024 15:25 Frá jarðarför Wissam Tawil í Líbanon í dag. Hann var felldur í loftárás í gær. AP/Hussein Malla Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. Það var í þorpinu Khirbet Selm sem er um fimmtán kílómetra frá landamærum Líbanon og Ísrael. Verið var að jarða Wissam Tawil, hæst setta leiðtoga Hesbollah sem Ísraelar hafa fellt hingað til í núverandi átökum fyrir botni Miðjarðarhafs, í sama þorpi og á sama tíma og árásin var gerð í morgun. Tawill féll einnig í loftárás á bíl sem hann ferðaðist í. Þrír eru sagðir hafa fallið í árásinni. Samkvæmt frétt ísraelska miðilsins Times of Israel hefur ísraelski herinn ekki viðurkennt að hafa gert loftárásina sem Barji féll í. , , ' pic.twitter.com/MWrzzW9kq5— roi kais (@kaisos1987) January 9, 2024 Fyrr í morgun hafði Hesbollah gert drónaárás á ísraelska herstöð í norðurhluta landsins. Þessi árás er sögð hafa verið svar við árás í Beirút í síðustu viku, þar sem Saleh al-Arouri, einn af leiðtogum Hamas, var felldur í loftárás og vegna dauða Tawill í gær. Vígamenn Hesbollah. hafa ítrekað notað dróna og eldflaugar til árásir á hermenn og borgara í norðurhluta Ísrael. Tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Ísraelar hafa svarað þessum árásum með eigin árásum og er talið að rúmlega 130 vígamenn hafi fallið í árásum Ísraela. Þá hafa ráðamenn í Ísrael rætt það opinberlega að mögulega þurfi herinn að reka Hesbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon og vísa þeir til friðarsamkomulags frá 2006, eftir stríð milli Ísraela og Hesbollah, um að vígamenn samtakanna eigi ekki að athafna sig í suðurhluta Líbanon. Reuters hefur eftir Naim Qassem, næstráðandi leiðtoga Hesbollah, að leiðtogar samtakanna vilji ekki stríð við Ísrael. Íbúar Líbanon hafa um árabil glímt við umfangsmikla efnahagsörðugleika og spillingu. Stríð gæti reynst Hesbollah mjög kostnaðarsamt. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Tengdar fréttir Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41 Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. 7. janúar 2024 19:03 Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19 Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Það var í þorpinu Khirbet Selm sem er um fimmtán kílómetra frá landamærum Líbanon og Ísrael. Verið var að jarða Wissam Tawil, hæst setta leiðtoga Hesbollah sem Ísraelar hafa fellt hingað til í núverandi átökum fyrir botni Miðjarðarhafs, í sama þorpi og á sama tíma og árásin var gerð í morgun. Tawill féll einnig í loftárás á bíl sem hann ferðaðist í. Þrír eru sagðir hafa fallið í árásinni. Samkvæmt frétt ísraelska miðilsins Times of Israel hefur ísraelski herinn ekki viðurkennt að hafa gert loftárásina sem Barji féll í. , , ' pic.twitter.com/MWrzzW9kq5— roi kais (@kaisos1987) January 9, 2024 Fyrr í morgun hafði Hesbollah gert drónaárás á ísraelska herstöð í norðurhluta landsins. Þessi árás er sögð hafa verið svar við árás í Beirút í síðustu viku, þar sem Saleh al-Arouri, einn af leiðtogum Hamas, var felldur í loftárás og vegna dauða Tawill í gær. Vígamenn Hesbollah. hafa ítrekað notað dróna og eldflaugar til árásir á hermenn og borgara í norðurhluta Ísrael. Tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Ísraelar hafa svarað þessum árásum með eigin árásum og er talið að rúmlega 130 vígamenn hafi fallið í árásum Ísraela. Þá hafa ráðamenn í Ísrael rætt það opinberlega að mögulega þurfi herinn að reka Hesbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon og vísa þeir til friðarsamkomulags frá 2006, eftir stríð milli Ísraela og Hesbollah, um að vígamenn samtakanna eigi ekki að athafna sig í suðurhluta Líbanon. Reuters hefur eftir Naim Qassem, næstráðandi leiðtoga Hesbollah, að leiðtogar samtakanna vilji ekki stríð við Ísrael. Íbúar Líbanon hafa um árabil glímt við umfangsmikla efnahagsörðugleika og spillingu. Stríð gæti reynst Hesbollah mjög kostnaðarsamt.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Tengdar fréttir Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41 Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. 7. janúar 2024 19:03 Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19 Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41
Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. 7. janúar 2024 19:03
Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19
Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14