Overmars fékk bannið í heimalandi sínu fyrir að senda kvenkyns starfsmönnum Ajax óviðeigandi skilaboð.
Hann rekinn óvænt frá Ajax í febrúar 2022 þrátt fyrir góðan árangur í starfi. Fljótlega kom þó sannleikurinn í ljós en Overmars hefur síðan ráðið sig sem yfirmann knattspyrnumála hjá belgíska félaginu Royal Antwerp.
„Ég skammast mín,“ sagði Marc Overmars þegar skilaboð hans komu fram í dagsljósið.
Hollenskur dómstóll setti Oversmars í eins árs bann frá fótbolta fyrir nokkrum mánuðum en þar sem nýja starfið hans var í Belgíu hélt hann áfram sínu striki þar.
Hollenska knattspyrnusambandið sendi málið aftur á móti til FIFA sem hefur núna ákveðið að bannið hans gildi út um allan heim.
Marc Overmars lék á sínum tíma meðal annars með Ajax, Arsenal og Barcelona en hann lék 86 landsleiki fyrir Holland og varð enskur meistari og bikarmeistari með Arsemal tímabilið 1997-98.