Innlent

Hætta á fleiri gos­sprungum í Grinda­vík

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Víðir Reynisson, sviðstjóri Almannavarna.
Víðir Reynisson, sviðstjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan metur aukið kvikuflæði í kvikuganginum undir Grindavík. Fleiri gossprungur gætu opnast inni í bænum. 

„Staðan er ekki góð. Hraunið úr nýjustu sprungunni er að nálgast fystu húsin í Grindavík, nyrst í bænum,“ segir Víðir Reynisson, sviðstjóri Almannavarna. Ný gossprunga opnaðist um klukkan 12:10, norðan götunnar Efrahóps.

„Það er ekkert hægt að gera, þetta eru bara örfáir metrar.“

Þá greinir Víðir frá því að rétt í þessu hafi borist viðvörun frá Veðurstofunni að það væri þeirra mat miðað við skjálftavirkni og annað að það væri frekar aukning á kvikuflæði inn i ganginn heldur en hitt. 

„Þeir vara okkur við frekari opnunum og jafnvel meiri hraunstraumi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×