Ótrúleg þriggja stiga karfa Darwin Davis Jr. var að þessu sinni valin tilþrif umferðarinnar en körfuna skoraði hann þegar Þór Þorlákshöfn var þremur stigum undir gegn Stjörnunni og lítið eftir af leiknum. Fór það svo að Þórsarar unnu mikilvægan sigur, eitthvað sem hefði ekki gerst hefði skotið ekki sungið ofan í.
Körfuboltakvöld: Tilþrif 13. umferðar komu í Þorlákshöfn

Körfuboltakvöld heldur áfram að velja tilþrif hverrar umferðar fyrir sig í Subway-deild karla í körfubolta. Hér að neðan má sjá tilþrif 13. umferðar.