Vill tug milljarða frá stjórnarformanni Newcastle fyrir að vinna myrkraverk prinsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2024 23:31 Yasir Al-Rumayyan í golfi. Richard Heathcote/Getty Images Yasir Al-Rumayyan, formaður enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United og LIV-mótaraðarinnar í golfi, gæti verið stefnt í einkamáli fyrir að „fylgja fyrirmælum krónprinsins Mohammed Bin Salman. Talið er að lögsóknin muni hljóða upp á rúma tíu milljarða íslenskra króna. Al-Rumayyan er yfirmaður fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu, PIF, sem á 80 prósent hlut í Newcastle og rekur LIV-mótaröðina í golfi að mestu. Hann á að hafa fylgt fyrirmælum Mohammed Bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, er kom að meiða, þagga niðri í og á endanum eyðileggja fjölskyldu fyrrum yfirmanns leyniþjónustu Sádi-Arabíu, Dr Saad Aljabri. Newcastle's executive chairman Yasir Al-Rumayyan is facing a $74m lawsuit for carrying out malicious instructions of Mohammed Bin Salman.Legal papers were dispatched to Al-Rumayyan at multiple high-profile locations including St James Park.Full story from @AdamCrafton_— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 16, 2024 Frá þessu greinir The Athletic en í frétt miðilsins segir að skjöl þess efnis hafi verið send á skrifstofur Al-Rumayyan víðsvegar um heim. Þar á meðal á St. James´ Park, heimavöll Newcastle. Í skjölunum kemur fram að sótt hafi verið um leyfi til að bæta Al-Rumayyan og fleirum innan ríkistjórnar Sádi-Arabíu við dómsmál sem er nú þegar í gangi í Kanada. Ásakar Aljabri samlanda sína um að taka þátt í þriggja og hálfs árs herferð gegn prins Mohammed bin Nayef. Bin Nayef var vikið úr embætti 2017 en hann átti að vera arftaki krúnunnar. Þess í stað hefur hann verið í varðhaldi frá árinu 2020. EXCLUSIVE Newcastle chair Yasir Al Rumayyan faces $74m lawsuit for allegedly having carried out instructions of Saudi Crown Prince MBS, with malicious intent of harming, silencing & ultimately destroying family of Saudi ex-intelligence chiefhttps://t.co/cqgS5eI8y4— Adam Crafton (@AdamCrafton_) January 16, 2024 Aljabri, fyrrverandi starfsmaður leyniþjónustu Sádi-Arabíu, flúði þaðan eftir að Bin Nayef var vikið úr embætti. Fyrst fór hann til Tyrklands og þaðan til Kanada. Árið 2021 var hann sakaður um að hafa dregið að sér milljónir Bandaríkjadala í hundraðatali. Aljabri neitar sök. Fari svo að kanadískir dómstólar samþykki að bæta Al-Rumayyan og samstarfsmönnum hans við lögsóknina þá ætlar fjölskylda Aljabri að sækja um skaðabætur upp á tíu milljarða íslenskra króna. The Athletic bar málið undir ensku úrvalsdeildina – sem leyfði kaup PIF á Newcastle United fyrir ekki svo löngu síðan – en forráðamenn deildarinnar vildu ekki tjá sig að svo stöddu. Fótbolti Enski boltinn Sádi-Arabía Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Sjá meira
Al-Rumayyan er yfirmaður fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu, PIF, sem á 80 prósent hlut í Newcastle og rekur LIV-mótaröðina í golfi að mestu. Hann á að hafa fylgt fyrirmælum Mohammed Bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, er kom að meiða, þagga niðri í og á endanum eyðileggja fjölskyldu fyrrum yfirmanns leyniþjónustu Sádi-Arabíu, Dr Saad Aljabri. Newcastle's executive chairman Yasir Al-Rumayyan is facing a $74m lawsuit for carrying out malicious instructions of Mohammed Bin Salman.Legal papers were dispatched to Al-Rumayyan at multiple high-profile locations including St James Park.Full story from @AdamCrafton_— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 16, 2024 Frá þessu greinir The Athletic en í frétt miðilsins segir að skjöl þess efnis hafi verið send á skrifstofur Al-Rumayyan víðsvegar um heim. Þar á meðal á St. James´ Park, heimavöll Newcastle. Í skjölunum kemur fram að sótt hafi verið um leyfi til að bæta Al-Rumayyan og fleirum innan ríkistjórnar Sádi-Arabíu við dómsmál sem er nú þegar í gangi í Kanada. Ásakar Aljabri samlanda sína um að taka þátt í þriggja og hálfs árs herferð gegn prins Mohammed bin Nayef. Bin Nayef var vikið úr embætti 2017 en hann átti að vera arftaki krúnunnar. Þess í stað hefur hann verið í varðhaldi frá árinu 2020. EXCLUSIVE Newcastle chair Yasir Al Rumayyan faces $74m lawsuit for allegedly having carried out instructions of Saudi Crown Prince MBS, with malicious intent of harming, silencing & ultimately destroying family of Saudi ex-intelligence chiefhttps://t.co/cqgS5eI8y4— Adam Crafton (@AdamCrafton_) January 16, 2024 Aljabri, fyrrverandi starfsmaður leyniþjónustu Sádi-Arabíu, flúði þaðan eftir að Bin Nayef var vikið úr embætti. Fyrst fór hann til Tyrklands og þaðan til Kanada. Árið 2021 var hann sakaður um að hafa dregið að sér milljónir Bandaríkjadala í hundraðatali. Aljabri neitar sök. Fari svo að kanadískir dómstólar samþykki að bæta Al-Rumayyan og samstarfsmönnum hans við lögsóknina þá ætlar fjölskylda Aljabri að sækja um skaðabætur upp á tíu milljarða íslenskra króna. The Athletic bar málið undir ensku úrvalsdeildina – sem leyfði kaup PIF á Newcastle United fyrir ekki svo löngu síðan – en forráðamenn deildarinnar vildu ekki tjá sig að svo stöddu.
Fótbolti Enski boltinn Sádi-Arabía Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Sjá meira