Innlent

Breyti­leg vind­átt og allt að tíu stiga frost

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Frost verður á bilinu 0 til 10 stig í dag.
Frost verður á bilinu 0 til 10 stig í dag. Vísir/Vilhelm

Búast má við breytilegri átt vindátt á landinu í dag, yfirleitt fimm til þrettán metrum á sekúndu. Dálítið él verð norðvestantil og einnig suðaustanlands síðdegis, annars úrkomulítið. Frost 0 til 10 stig, en hiti kringum frostmark syðst.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að á morgun, mánudag, sé spáð norðvestan kalda, en hvasst á Austfjörðum. Lítilsháttar él, en léttir til sunnan heiða. Um kvöldið er búist við suðvestlægari átt og dálítil él vestantil. Áfram fremur kalt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×