Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, tjáði sig stuttlega um fjarveru Rashford á blaðamannafundi fyrir leik.
„Fjarvera Marcus Rashford er innanhússmál. Mál sem ég mun taka á.“
Vísir greindi frá því í gær að það hafi sést til Rashford á skemmistað í Belfast í Norður-Írlandi á fimmtudagskvöld, aðfaranótt föstudags. Hann hafi svo tilkynnt félaginu að hann væri veikur og gæti ekki æft á föstudeginum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem agavandamál koma upp hjá Manchester United, og ekki í fyrsta sinn sem Marcus Rashford veldur þeim. Fyrr á tímabilinu komst Rashford í vandræði hjá þjálfaranum fyrir að fagna afmæli sínu á skemmtistað beint eftir 3-0 tap gegn erkifjendum þeirra, Manchester City.