Lífið

Troy Beckwith er látinn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Troy Beckwith lék Michael „Sicko Micko“ í Nágrönnum á árunum 1992 til 1998.
Troy Beckwith lék Michael „Sicko Micko“ í Nágrönnum á árunum 1992 til 1998.

Ástralski leikarinn Troy Beckwith sem lék í sjónvarpsþáttunum Nágrönnum er látinn 48 ára að aldri.

Kym Valentine, meðleikkona Martin úr þáttunum, greindi frá fréttunum í dag. Dánarorsök Beckwith liggur ekki fyrir.

Af lýsingum vina að dæma virðist Beckwith hafa átt erfitt uppdráttar undanfarin ár.

„Það hryggir mig svo að segja þetta. Okkar kæri vinur, Troy Beckwith, er fallinn frá,“ skrifaði Valentine í Facebook-færslu. 

„Annar meðlimur úr okkar sjónvarpsfjölskyldu sem er farinn alltof snemma. Það verður enginn jarðarför að beiðni Troy,“ skrifaði hún einnig.

Beckwith átti stuttan leiklistarferil á tíunda áratungnum. Hann er þekktastur fyrir leik sinn sem illlmennið Michael „Sicko Micko“ Martin í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum á árunum 1992 til 1998. 

„Sicko Micko“ naut mikilla vinsælda hjá aðdáendum þáttanna og hefur yfirleitt endað ofarlega á listum yfir bestu karaktera Nágranna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.