Þrátt fyrir að lið Wrexham hafi fengið mikla athygli síðan Hollywood-tvíeykið Ryan Reynolds og Rob McElhenney keyptu félagið þá kom allverulega á óvart þegar Andy Cannon kom gestunum frá Wales yfir í Blackburn enda heimamenn tveimur deildum ofar.
Eftir mark gestanna skiptu heimamenn um gír og skoruðu þeir tvívegis á þremur mínútum. Sammie Szmodics jafnaði metin eftir undirbúning Sam Gallagher. Arnór fær skráða á sig stoðsendinguna en eins og sjá má hér að neðan sá Gallagher um mest alla vinnuna sjálfur.
Undir lok fyrri hálfleiks bætti Szmodics við öðru marki sínu og þriðja marki Blackburn. Hans fimmta mark í FA Cup og 21. mark á leiktíðinni til þessa.
Sam Gallagher var að sama skapi hvergi nærri hættur en hann vann boltann inn á vítateig Wrexham á 59. mínútu. Það nýtti Sondre Tronstad sér en skot hans - sem fór af varnarmanni - gulltryggði sigur Blackburn.
Þar sem mörkin urðu ekki fleiri þá lauk leiknum með 4-1 sigri Blackburn Rovers og liðið komið áfram í 5. umferð FA Cup. Þar mætir það Newcastle United á heimavelli.
Í hollensku B-deildinni skoraði Rúnar Þór Sigurgeirsson markið sem tryggði Willem II stig á útivelli gegn Jong PSV. Willem II stefnir rakleiðis upp í efstu deild en liðið trónir á toppnum með 50 stig að loknum 23 leikjum,.