Leikurinn var nokkuð jafn framan af en um miðjan fyrri hálfleik náðu Valskonur fimm marka forskoti sem þær náðu að verja með herkjum til leiksloka.
Á 43. mínútu skoraði Lydía Gunnþórsdóttir og staðan orðin 18-19 og á 54. mínútu skoraði Kristín Jóhannsdóttir eina mark sitt í leiknum og aftur var munurinn aðeins eitt mark, 23-24. Lengra komust heimakonur ekki þar sem gestirnir skoruðu síðustu tvö mörk leiksins, lokatölur 23-26.
Nathalia Soares Baliana var markahæst heimakvenna með átta mörk og Lydía kom næst með sex.
Hjá Valskonum var það gamla landsliðskempan Hildigunnur Einarsdóttir sem fór fyrir liðinu í dag og skoraði sjö mörk og Þórey Anna Ásgeirsdóttir kom næst með fjögur.
Staða liðanna breytist því ekkert við þessi úrslit, Valskonur á toppnum með aðeins eitt tap en KA/Þór áfram á botninum með aðeins tvo sigra.