„Þetta er mitt barn og börnin á Gasa eru líka mín börn“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 20:18 Krafa mótmælenda á Austurvelli í dag er skýr. Þau vilja að stjórnvöld beiti sér fyrir því að koma dvalarleyfishöfum til Íslands, í öruggt skjól. Vísir/arnar Halldórsson Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að það liggi fyrir sem fyrst hvað hægt sé að gera til að aðstoða dvalarleyfishafa við að komast út af Gasa. Tilfinningarík og kraftmikil mótmæli fóru fram við Alþingi í dag. Árásir Ísraelshers hafa haldið áfram með tilheyrandi manntjóni almennra borgara á Gasa. Á meðan óttast er að aukinn þungi færist í hernaðaraðgerðir í borginni Rafah mætti Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í sína fimmtu heimsókn til Miðausturlanda á stuttum tíma til að reyna að þrýsta á um vopnahlé á Gasa. Hér heima spurði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hvort og þá hvernig ríkisstjórnin hygðist beita sér fyrir því að aðstoða fólk með dvalarleyfi á Íslandi út af Gasa. „Ég vil bara taka undir með háttvirtum þingmanni með það að það er mjög mikilvægt að þetta liggi fyrir sem fyrst hvað við getum gert til að aðstoða þetta fólk sem hér um ræður því það hefur öðlast rétt til þess að koma hingað,“ sagði Katrín. Og á meðan þau Katrín og Logi áttu orðaskipti undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir voru hávær og fjölmenn mótmæli á Austurvelli. Fólk var saman komið til að þrýsta á stjórnvöld að beita sér til þess að hjálpa dvalarleyfishöfum úr hættulegum aðstæðum. Abdallah Alasser, fjórtán ára drengur frá Gasa hélt ræðu á mótmælafundinum en hann hefur ekki séð fjölskylduna sína í fimm ár en hún er ein þeirra sem hefur dvalarleyfi á Íslandi en er föst á Gasa. „Það hræðilegasta sem hefur gerst í heiminum á þessari öld“ Fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 héldu niður á Austurvöll og tóku mótmælendur tali. Þeir voru spurðir hvers vegna þeir væru á Austurvelli í dag. „Ég er hér í dag til að þrýsta á stjórnvöld að klára fjölskyldusameiningar sem hafa þegar verið samþykktar og það að láta fjölskyldur fólksins sem hér er komið bíða ennþá á Gasa undir sprengjuregni! Og Ísraelshersher er nú byrjaður að sprengja hvern einasta stað sem sagður hefur verið öruggur á Gasa og mér finnst óforsvaranlegt og óskiljanlegt af stjórnvöldum að vera ekki búin að sækja þetta fólk,“ sagði Hjalti, einn mótmælenda. Á mótmælafundi í dag var mótmælentum tíðrætt um að gefast aldrei upp.Vísir/Arnar Halldórsson Þá höfðu systur tekið sér stöðu með mótmælaspjald og þeim var heitt í hamsi. „Til þess að mótmæla fokking helvítis ríkisstjórninni, eruði að djóka? Við erum búin að vera hérna í 42 daga og þau eru ekki búin að hlusta á okkur og þau eru búin að ljúga að okkur og það er verði að vísa fólki úr landi núna,“ sögðu systurnar Hildur og Kristbjörg. Sveinn Rúnar minnti þá á að tíminn væri á þrotum. „Hvert einasta augnablik sem við upplifum þá er fólkið, börnin í lífshættu. Þau eru þarna í sprengjuregni.“ Erla, einn mótmælenda, tók til máls á Austurvelli og var ekki í neinum vafa um sín skilaboð til stjórnvalda. „Stjórnvöld eru gjörsamlega aðgerðalaus og halda áfram að ljúga upp í opið geðið á okkur. Þetta er ekki fólkið sem ég vil að sitji við völd í mínu landi og þau tala ekki fyrir okkur almenning eins og þið sjáið,“ sagði Erla. „Þetta er mitt barn og börnin á Gasa eru líka mín börn og okkur ber siðferðisleg skylda – alveg sama hvað lögin segja - til þess að hjálpa þessu fólki að komast hingað. Fjölskyldusameiningar strax,“ sagði Birna sem var með son sinn í fanginu. Viðbúnaður lögreglu var gríðarlegur við Alþingi í dag.Vísir/Arnar Halldórsson „Það litla sem við getum gert er að veita því fólki sem þegar er statt hér á landi vernd og aðstoða þau til að koma til landsins,“ sagði Ragnheiður. Í dag setti hún af stað undirskriftalista til að styðja við Palestínufólk og fjölskyldur þeirra á Gasa. Kristín sagði að reynsla sín sem kennari hafi fengið sig til að mæta á mótmælin. Hún sagði í eineltismálum upplifi þolendur þá sem sitja aðgerðalausir hjá sem gerendur. „Með því að gera ekki neitt þá samþykkjum við það sem er að gerast. Þess vegna fer ég alltaf. Af því að þetta sem er að gerast á Gasa, það er svo hræðilegt. Þetta er það hræðilegasta og erfiðasta sem hefur gerst í heiminum á þessari öld.“ Palestína Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla við Alþingi á mánudag vegna fjölskyldusameininga Boðað hefur verið til mótmæla við Alþingi á mánudag þar sem á að krefjast þess að ráðamenn geri meira til að tryggja að fólk sem hefur fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar á Gasa komist til landsins. 3. febrúar 2024 15:39 Ráðherrar stjórnist af tilfinningum og ótta Dómsmálaráðherra segir fullyrðingar í frétt Ríkisútvarpsins um að hún hafi farið með rangt mál hvað varðar fjölskyldusameiningar úr lausu lofti gripnar. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld skorta allan vilja til þess að koma dvalarleyfishöfum af Gazasvæðinu. 3. febrúar 2024 12:01 Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Árásir Ísraelshers hafa haldið áfram með tilheyrandi manntjóni almennra borgara á Gasa. Á meðan óttast er að aukinn þungi færist í hernaðaraðgerðir í borginni Rafah mætti Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í sína fimmtu heimsókn til Miðausturlanda á stuttum tíma til að reyna að þrýsta á um vopnahlé á Gasa. Hér heima spurði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hvort og þá hvernig ríkisstjórnin hygðist beita sér fyrir því að aðstoða fólk með dvalarleyfi á Íslandi út af Gasa. „Ég vil bara taka undir með háttvirtum þingmanni með það að það er mjög mikilvægt að þetta liggi fyrir sem fyrst hvað við getum gert til að aðstoða þetta fólk sem hér um ræður því það hefur öðlast rétt til þess að koma hingað,“ sagði Katrín. Og á meðan þau Katrín og Logi áttu orðaskipti undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir voru hávær og fjölmenn mótmæli á Austurvelli. Fólk var saman komið til að þrýsta á stjórnvöld að beita sér til þess að hjálpa dvalarleyfishöfum úr hættulegum aðstæðum. Abdallah Alasser, fjórtán ára drengur frá Gasa hélt ræðu á mótmælafundinum en hann hefur ekki séð fjölskylduna sína í fimm ár en hún er ein þeirra sem hefur dvalarleyfi á Íslandi en er föst á Gasa. „Það hræðilegasta sem hefur gerst í heiminum á þessari öld“ Fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 héldu niður á Austurvöll og tóku mótmælendur tali. Þeir voru spurðir hvers vegna þeir væru á Austurvelli í dag. „Ég er hér í dag til að þrýsta á stjórnvöld að klára fjölskyldusameiningar sem hafa þegar verið samþykktar og það að láta fjölskyldur fólksins sem hér er komið bíða ennþá á Gasa undir sprengjuregni! Og Ísraelshersher er nú byrjaður að sprengja hvern einasta stað sem sagður hefur verið öruggur á Gasa og mér finnst óforsvaranlegt og óskiljanlegt af stjórnvöldum að vera ekki búin að sækja þetta fólk,“ sagði Hjalti, einn mótmælenda. Á mótmælafundi í dag var mótmælentum tíðrætt um að gefast aldrei upp.Vísir/Arnar Halldórsson Þá höfðu systur tekið sér stöðu með mótmælaspjald og þeim var heitt í hamsi. „Til þess að mótmæla fokking helvítis ríkisstjórninni, eruði að djóka? Við erum búin að vera hérna í 42 daga og þau eru ekki búin að hlusta á okkur og þau eru búin að ljúga að okkur og það er verði að vísa fólki úr landi núna,“ sögðu systurnar Hildur og Kristbjörg. Sveinn Rúnar minnti þá á að tíminn væri á þrotum. „Hvert einasta augnablik sem við upplifum þá er fólkið, börnin í lífshættu. Þau eru þarna í sprengjuregni.“ Erla, einn mótmælenda, tók til máls á Austurvelli og var ekki í neinum vafa um sín skilaboð til stjórnvalda. „Stjórnvöld eru gjörsamlega aðgerðalaus og halda áfram að ljúga upp í opið geðið á okkur. Þetta er ekki fólkið sem ég vil að sitji við völd í mínu landi og þau tala ekki fyrir okkur almenning eins og þið sjáið,“ sagði Erla. „Þetta er mitt barn og börnin á Gasa eru líka mín börn og okkur ber siðferðisleg skylda – alveg sama hvað lögin segja - til þess að hjálpa þessu fólki að komast hingað. Fjölskyldusameiningar strax,“ sagði Birna sem var með son sinn í fanginu. Viðbúnaður lögreglu var gríðarlegur við Alþingi í dag.Vísir/Arnar Halldórsson „Það litla sem við getum gert er að veita því fólki sem þegar er statt hér á landi vernd og aðstoða þau til að koma til landsins,“ sagði Ragnheiður. Í dag setti hún af stað undirskriftalista til að styðja við Palestínufólk og fjölskyldur þeirra á Gasa. Kristín sagði að reynsla sín sem kennari hafi fengið sig til að mæta á mótmælin. Hún sagði í eineltismálum upplifi þolendur þá sem sitja aðgerðalausir hjá sem gerendur. „Með því að gera ekki neitt þá samþykkjum við það sem er að gerast. Þess vegna fer ég alltaf. Af því að þetta sem er að gerast á Gasa, það er svo hræðilegt. Þetta er það hræðilegasta og erfiðasta sem hefur gerst í heiminum á þessari öld.“
Palestína Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla við Alþingi á mánudag vegna fjölskyldusameininga Boðað hefur verið til mótmæla við Alþingi á mánudag þar sem á að krefjast þess að ráðamenn geri meira til að tryggja að fólk sem hefur fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar á Gasa komist til landsins. 3. febrúar 2024 15:39 Ráðherrar stjórnist af tilfinningum og ótta Dómsmálaráðherra segir fullyrðingar í frétt Ríkisútvarpsins um að hún hafi farið með rangt mál hvað varðar fjölskyldusameiningar úr lausu lofti gripnar. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld skorta allan vilja til þess að koma dvalarleyfishöfum af Gazasvæðinu. 3. febrúar 2024 12:01 Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Mótmæla við Alþingi á mánudag vegna fjölskyldusameininga Boðað hefur verið til mótmæla við Alþingi á mánudag þar sem á að krefjast þess að ráðamenn geri meira til að tryggja að fólk sem hefur fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar á Gasa komist til landsins. 3. febrúar 2024 15:39
Ráðherrar stjórnist af tilfinningum og ótta Dómsmálaráðherra segir fullyrðingar í frétt Ríkisútvarpsins um að hún hafi farið með rangt mál hvað varðar fjölskyldusameiningar úr lausu lofti gripnar. Þingmaður Pírata segir stjórnvöld skorta allan vilja til þess að koma dvalarleyfishöfum af Gazasvæðinu. 3. febrúar 2024 12:01
Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58