Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2024 11:38 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagði í gærdag að nú væri kominn tími fyrir þingmenn til að grípa til aðgerða. Í gærkvöldi var hann hættur við. AP/J. Scott Applewhite Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ráðlagði meðlimum þingflokks síns í gærkvöldi að greiða atkvæði gegn nýju frumvarpi um aukna gæslu og hertar aðgerðir á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og Ísraelum, auk annars. Þingmenn flokksins vörðu mánuðum í viðræður við Demókrata um frumvarpið en það á litla sem enga möguleika á því að verða að lögum. Nokkrum klukkutímum áður hafði McConnell lýst því yfir að „nú væri tími fyrir þingið til að grípa til aðgerða“. AP fréttaveitan segir McConnell hafa átt erfitt með að fá aðra þingmenn til að styðja frumvarpið og virðist honum því hafa snúist hugur. McConnell explicitly recommended a NO vote on cloture on the motion to proceed, according to several attendees. McConnell said the problem isn t what Lankford negotiated, it s that the political mood in the country has changed. https://t.co/xd1bSJnBJE— Andrew Desiderio (@AndrewDesiderio) February 6, 2024 Til stendur að halda fyrstu atkvæðagreiðsluna um frumvarpið í öldungadeildinni á morgun. Donald Trump, fyrrverandi forseti og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur krafist þess af þingmönnum Repúblikanaflokksins að þeir samþykki engin frumvörp sem ætlað er að sporna gegn flæði farand- og flóttafólks yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er það vegna þess að hann vill nota málið í kosningabaráttu sinni gegn Joe Biden seinna á árinu og óttast að gefa Biden pólitískan sigur á kosningaári. Umrætt frumvarp myndi fela í sér einhverjar umfangsmestu mögulegu aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í áratugi og myndu Repúblikanar ná fram mörgum af baráttumálum sínum með því. Hælisumsóknir yrðu erfiðari og teknar fyrir á nokkum mánuðum í stað ára, eins og staðan er í dag. Forsvarsmenn Verkalýðsfélags landamæravarða í Bandaríkjunum lýstu í gær yfir stuðningi við frumvarpið og sögðu að það myndi draga úr flæði ólöglegra innflytjenda, sem hefur aldrei verið meira en það var í desember, þegar um þrjú hundruð þúsund manns reyndu að komast inn í Bandaríkin. Samtök sem berjast fyrir réttindum farand- og flóttafólks auk mannréttindasamtaka hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Amnesty International hefur lýst frumvarpinu sem „öfgafyllsta and-innflytjenda frumvarpi ríkisins sem lagt hefur verið fram í hundrað ár“. Trump vill nota landamærin í kosningabaráttu Trump hefur farið mikinn gegn frumvarpinu og sagt það vera „gjöf til Demókrata“ og leið fyrir þá til að koma sökinni fyrir ástandið á landamærunum á herðar Repúblikana. Hann og hans helstu stuðningsmenn hafa einnig haldið því ranglega fram að frumvarpið geri ekkert til að gera fólki erfiðara að komast inn í Bandaríkin með ólöglegum hætti. Á lokuðum fundi öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins í gær kom til deilna milli þingmanna sem sagðir eru hafa öskrað á hvorn annan. Eftir fundinn sögðust þingmenn flokksins þurfa meiri tíma til að skoða frumvarpið. Einn þeirra sagðist þeirra skoðunar að frumvarpið væri „dautt“. Eftir fundinn í gærkvöldi sagði þingmaðurinn James Lankford, sem var í forsvari fyrir Repúblikanaflokkinn í viðræðunum við Demókrata, að hann teldi ólíklegt að frumvarpið yrði að lögum. Þá sagði hann mögulegt að hann myndi sjálfur greiða atkvæði gegn eigin frumvarpi. Trump sagði í viðtali í gær að frumvarpið myndi koma niður á ferli Lankfords. James Lankford, var í forsvari fyrir Repúblikanaflokkinn í viðræðum við Demókrata um frumvarpið en segist nú mögulega ætla að greiða atkvæði gegn því.AP/J. Scott Applewhite Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Repúblikanar eru með nauman meirihluta, hefur sagt að hann ætli að leggja fram sérstakt frumvarp sem snúist bara um hernaðaraðstoð handa Ísraelum. Joe Biden, forseti, hefur heitið því að beita neitunarvaldi sínu gegn slíku frumvarpi. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Flóttamenn Joe Biden Tengdar fréttir Vill losa herinn við úreltan hugsunarhátt Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir úkraínska herinn standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þó sé hægt að komast í gegnum þá með því að endurhugsa hernaðaraðgerðir og losa herinn við úreltan hugsunarhátt og herinn þarf að sníða stakkinn eftir vexti, vegna samdráttar í hernaðaraðstoð. 1. febrúar 2024 22:01 Beitir landtökumenn refsiaðgerðum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gaf í dag út tilskipun og beitti fjóra ísraelska landtökumenn á Vesturbakkanum sem hafa ráðist á Palestínumenn refsiaðgerðum. Hægt er að breyta tilskipuninni gegn fleiri landtökumönnum í framtíðinni en refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að fólkið getur ekki átt í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og getur ekki ferðast til Bandaríkjanna. 1. febrúar 2024 19:00 Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Ástandið á vígvöllum í austanverðri Úkraínu hefur færst Rússum í vil á undanförnum mánuðum. Rússar hafa mun meira af skotfærum fyrir stórskotalið, eiga fleiri skrið- og bryndreka og eiga auðveldar með að fylla upp í raðir sínar vegna mannfalls. 31. janúar 2024 22:30 Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
Þingmenn flokksins vörðu mánuðum í viðræður við Demókrata um frumvarpið en það á litla sem enga möguleika á því að verða að lögum. Nokkrum klukkutímum áður hafði McConnell lýst því yfir að „nú væri tími fyrir þingið til að grípa til aðgerða“. AP fréttaveitan segir McConnell hafa átt erfitt með að fá aðra þingmenn til að styðja frumvarpið og virðist honum því hafa snúist hugur. McConnell explicitly recommended a NO vote on cloture on the motion to proceed, according to several attendees. McConnell said the problem isn t what Lankford negotiated, it s that the political mood in the country has changed. https://t.co/xd1bSJnBJE— Andrew Desiderio (@AndrewDesiderio) February 6, 2024 Til stendur að halda fyrstu atkvæðagreiðsluna um frumvarpið í öldungadeildinni á morgun. Donald Trump, fyrrverandi forseti og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur krafist þess af þingmönnum Repúblikanaflokksins að þeir samþykki engin frumvörp sem ætlað er að sporna gegn flæði farand- og flóttafólks yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er það vegna þess að hann vill nota málið í kosningabaráttu sinni gegn Joe Biden seinna á árinu og óttast að gefa Biden pólitískan sigur á kosningaári. Umrætt frumvarp myndi fela í sér einhverjar umfangsmestu mögulegu aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í áratugi og myndu Repúblikanar ná fram mörgum af baráttumálum sínum með því. Hælisumsóknir yrðu erfiðari og teknar fyrir á nokkum mánuðum í stað ára, eins og staðan er í dag. Forsvarsmenn Verkalýðsfélags landamæravarða í Bandaríkjunum lýstu í gær yfir stuðningi við frumvarpið og sögðu að það myndi draga úr flæði ólöglegra innflytjenda, sem hefur aldrei verið meira en það var í desember, þegar um þrjú hundruð þúsund manns reyndu að komast inn í Bandaríkin. Samtök sem berjast fyrir réttindum farand- og flóttafólks auk mannréttindasamtaka hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Amnesty International hefur lýst frumvarpinu sem „öfgafyllsta and-innflytjenda frumvarpi ríkisins sem lagt hefur verið fram í hundrað ár“. Trump vill nota landamærin í kosningabaráttu Trump hefur farið mikinn gegn frumvarpinu og sagt það vera „gjöf til Demókrata“ og leið fyrir þá til að koma sökinni fyrir ástandið á landamærunum á herðar Repúblikana. Hann og hans helstu stuðningsmenn hafa einnig haldið því ranglega fram að frumvarpið geri ekkert til að gera fólki erfiðara að komast inn í Bandaríkin með ólöglegum hætti. Á lokuðum fundi öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins í gær kom til deilna milli þingmanna sem sagðir eru hafa öskrað á hvorn annan. Eftir fundinn sögðust þingmenn flokksins þurfa meiri tíma til að skoða frumvarpið. Einn þeirra sagðist þeirra skoðunar að frumvarpið væri „dautt“. Eftir fundinn í gærkvöldi sagði þingmaðurinn James Lankford, sem var í forsvari fyrir Repúblikanaflokkinn í viðræðunum við Demókrata, að hann teldi ólíklegt að frumvarpið yrði að lögum. Þá sagði hann mögulegt að hann myndi sjálfur greiða atkvæði gegn eigin frumvarpi. Trump sagði í viðtali í gær að frumvarpið myndi koma niður á ferli Lankfords. James Lankford, var í forsvari fyrir Repúblikanaflokkinn í viðræðum við Demókrata um frumvarpið en segist nú mögulega ætla að greiða atkvæði gegn því.AP/J. Scott Applewhite Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Repúblikanar eru með nauman meirihluta, hefur sagt að hann ætli að leggja fram sérstakt frumvarp sem snúist bara um hernaðaraðstoð handa Ísraelum. Joe Biden, forseti, hefur heitið því að beita neitunarvaldi sínu gegn slíku frumvarpi.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Flóttamenn Joe Biden Tengdar fréttir Vill losa herinn við úreltan hugsunarhátt Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir úkraínska herinn standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þó sé hægt að komast í gegnum þá með því að endurhugsa hernaðaraðgerðir og losa herinn við úreltan hugsunarhátt og herinn þarf að sníða stakkinn eftir vexti, vegna samdráttar í hernaðaraðstoð. 1. febrúar 2024 22:01 Beitir landtökumenn refsiaðgerðum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gaf í dag út tilskipun og beitti fjóra ísraelska landtökumenn á Vesturbakkanum sem hafa ráðist á Palestínumenn refsiaðgerðum. Hægt er að breyta tilskipuninni gegn fleiri landtökumönnum í framtíðinni en refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að fólkið getur ekki átt í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og getur ekki ferðast til Bandaríkjanna. 1. febrúar 2024 19:00 Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Ástandið á vígvöllum í austanverðri Úkraínu hefur færst Rússum í vil á undanförnum mánuðum. Rússar hafa mun meira af skotfærum fyrir stórskotalið, eiga fleiri skrið- og bryndreka og eiga auðveldar með að fylla upp í raðir sínar vegna mannfalls. 31. janúar 2024 22:30 Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
Vill losa herinn við úreltan hugsunarhátt Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir úkraínska herinn standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þó sé hægt að komast í gegnum þá með því að endurhugsa hernaðaraðgerðir og losa herinn við úreltan hugsunarhátt og herinn þarf að sníða stakkinn eftir vexti, vegna samdráttar í hernaðaraðstoð. 1. febrúar 2024 22:01
Beitir landtökumenn refsiaðgerðum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gaf í dag út tilskipun og beitti fjóra ísraelska landtökumenn á Vesturbakkanum sem hafa ráðist á Palestínumenn refsiaðgerðum. Hægt er að breyta tilskipuninni gegn fleiri landtökumönnum í framtíðinni en refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að fólkið getur ekki átt í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og getur ekki ferðast til Bandaríkjanna. 1. febrúar 2024 19:00
Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Ástandið á vígvöllum í austanverðri Úkraínu hefur færst Rússum í vil á undanförnum mánuðum. Rússar hafa mun meira af skotfærum fyrir stórskotalið, eiga fleiri skrið- og bryndreka og eiga auðveldar með að fylla upp í raðir sínar vegna mannfalls. 31. janúar 2024 22:30
Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01