Lengjudeildarlið Keflavíkur tók forystuna á 22. mínútu áður en liðið tvöfaldaði forystuna þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka.
Pétur Bjarnason og Benedikt Waren sáu hins vegar til þess að niðurstaðan varð 2-2 jafntefli með sínu markinu hvor með stuttu millibili á lokamínútum leiksins.
Keflvíkingar sóttu stíft undir lokin, en náðu ekki að næla í sigurinn. Liðin skiptu því stigunum á milli sín og eru með eitt stig hvort eftir fyrstu umferð.