Innlent

Sumir með heitt vatn en eiga alls ekki að nota það

Árni Sæberg skrifar
Heitt vatn gæti verið í þessum húsum í Reykjanesbæ.
Heitt vatn gæti verið í þessum húsum í Reykjanesbæ. Vísir/Egill

Heitt vatn rennur nú um kerfi einhverra húsa í Reykjanesbæ. Lögreglan á Suðurnesjum segir vatnið alls ekki vera til notkunar íbúa.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Facebook. Þar segir að verið sé að aka heitu vatni á þar til gerðum tankbílum til Reykjanesbæjar. Vatnið sé sett á lagnakerfi bæjarins til þess að halda því heitu.

Það sé gert til þess að ekki þurfi að byrja á því að hita lagnakerfið upp þegar lögnin verður komin í lag. 

„Þetta er eingöngu brotabrotabrot af því vatni sem á að renna um kerfið. Afar mikilvægt að nota þetta vatn ekki eins og við gerum til daglegra nota heldur er mikilvægt að við leyfum þessu vatni að renna um kerfið,“ segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×