„Hvert getum við farið?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2024 23:34 Loftmyndin til vinstri af Rafah borg var tekin þann 13. október síðastliðinn. Myndin til hægri, af sama svæði var tekin 14. janúar. 1,5 milljón manns hafast nú við í borginni. Planet Labs PBC/AP Palestínskir flóttamenn og aðrir íbúar í Rafah á suðurhluta Gasa eru gríðarlega óttaslegnir í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Harðar loftárásir hersins hafa dunið á borginni síðustu daga. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að meira en helmingur íbúa Gasa hafist nú við í tjöldum í borginni. Áður bjuggu 250 þúsund manns í borginni en loftmyndir þaðan sýna hvernig hver einasti auði blettur er nú þakinn tjöldum flóttafólks. Ísraelsmenn lýstu því yfir í síðustu viku að þeir hygðust gera innrás inn í borgina. „Algengasta spurningin sem maður heyrir einfaldlega er, hvert getum við farið?“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Ahmed Abuibaid, lækni og íbúa í Rafa borg. Hann segir íbúa og flóttamenn í borginni gríðarlega óttaslegna, þá hafi loftárásir Ísraela verið þær verstu sem hann man eftir. Vinni að sex vikna vopnahléi Áður hefur Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, fullyrt að verið sé að vinna áætlun um það hvernig almennum borgurum verði hleypt á svæði norður af Rafah. Hann segir ekki koma til greina að láta staðar numið. „Sigur er innan seilingar. Þeir sem segja að við ættum ekki að fara inn í Rafah eru í raun að segja, „tapið stríðinu, skiljið Hamas þar eftir.“ Alþjóðasamfélagið hefur hvatt Ísraela til að láta ekki verða af innrás sinni inn í Rafah borg. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur hvatt Ísraela til að láta ekki verða af innrás sinni nema öryggi almennra borgara verði tryggt. Þá hefur BBC eftir Biden að bandarísk stjórnvöld vinni að því að fá deiluaðila til að samþykkja vopnahlé sem hann voni að muni vara í hið minnsta sex vikur. Hamas samtökin verði fengin til að sleppa gíslum sem samtökin tóku í mannskæðri árás í suðurhluta Ísrael þann 7. október og tímabundnu vopnahléi þar með vonandi komið á. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að meira en helmingur íbúa Gasa hafist nú við í tjöldum í borginni. Áður bjuggu 250 þúsund manns í borginni en loftmyndir þaðan sýna hvernig hver einasti auði blettur er nú þakinn tjöldum flóttafólks. Ísraelsmenn lýstu því yfir í síðustu viku að þeir hygðust gera innrás inn í borgina. „Algengasta spurningin sem maður heyrir einfaldlega er, hvert getum við farið?“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Ahmed Abuibaid, lækni og íbúa í Rafa borg. Hann segir íbúa og flóttamenn í borginni gríðarlega óttaslegna, þá hafi loftárásir Ísraela verið þær verstu sem hann man eftir. Vinni að sex vikna vopnahléi Áður hefur Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, fullyrt að verið sé að vinna áætlun um það hvernig almennum borgurum verði hleypt á svæði norður af Rafah. Hann segir ekki koma til greina að láta staðar numið. „Sigur er innan seilingar. Þeir sem segja að við ættum ekki að fara inn í Rafah eru í raun að segja, „tapið stríðinu, skiljið Hamas þar eftir.“ Alþjóðasamfélagið hefur hvatt Ísraela til að láta ekki verða af innrás sinni inn í Rafah borg. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur hvatt Ísraela til að láta ekki verða af innrás sinni nema öryggi almennra borgara verði tryggt. Þá hefur BBC eftir Biden að bandarísk stjórnvöld vinni að því að fá deiluaðila til að samþykkja vopnahlé sem hann voni að muni vara í hið minnsta sex vikur. Hamas samtökin verði fengin til að sleppa gíslum sem samtökin tóku í mannskæðri árás í suðurhluta Ísrael þann 7. október og tímabundnu vopnahléi þar með vonandi komið á.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira