Gagnrýndi viðtalsstíl Carlson og sagðist frekar vilja Biden en Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2024 08:30 Pútín gaf lítið fyrir viðtalsstíl Carlson þegar hann ræddi við Zarubin og sagðist hafa gert ráð fyrir beittari spurningum. AP/Sputnik/Kazakov Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði í viðtali við rússneska sjónvarpsmanninn Pavel Zarubin í gær að hann væri þakklátur Tucker Carlson fyrir viðtalið sem hann tók við forsetann á dögunum en hann hefði ekki fengið allt út úr því sem hann vildi. Pútín sagði það hafa komið sér á óvart að Carlson hefði veigrað sér við því að spyrja hann „beittra spurninga“ og svipt hann þannig tækifærinu til að gefa beitt svör. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég að hann myndi verða aggressívur og spyrja svokallaðra beittra spurninga. Ég var ekki bara undir það búinn heldur vildi ég það, þar sem það hefði gefið mér tækifæri til að svara á sama máta,“ sagði Pútín við Zarubin. Viðtal Carlson var það fyrsta sem Pútín veitir blaðamanni á Vesturlöndum frá því að Rússar gerðu innrás í Úkraínu en forsetinn varði fjórðungi viðtalsins í að fara yfir sína útgáfu af sögu Rússlands. Pútín sagði Zarubin að þar sem Rússar ættu ekki í beinu samtali við Vesturlönd ættu þeir að vera þakklátir Carlson fyrir að taka sér hlutverk milliliðs. Þess ber að geta að fjölmargir miðlar á Vesturlöndum hafa falast eftir viðtölum við Pútín en Carlson, sem var löngum þekktasta andlit Fox News, er sá eini sem hefur haft erindi sem erfiði. Pútín sagðist einnig hafa verið undrandi á því að Carlson hefði ekki gripið oftar inn í en það var áberandi hvað Carlson leyfði Pútín að fara um víðan völl án þess að koma honum aftur á beinu brautina. „Satt best að segja þá fékk ég ekki allt sem ég vildi út úr þessu viðtali,“ sagði Pútín. Pútín ræddi einnig við Zarubin um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og sagðist frekar vildu sjá Joe Biden ná endurkjöri en að Donald Trump næði aftur völdum. Zarubin spurði forsetann hvor væri „betri fyrir Rússa“, Biden eða Trump. „Biden,“ svaraði Pútín um hæl. „Hann er reyndari fyrirsjáanlegri einstaklingur; pólitíkus af gamla skólanum.“ Pútín sagðist hins vegar myndu vinna með hverjum þeim sem Bandaríkjamenn kysu. Það er ómögulegt að segja hvort Pútín er að vera einlægur í svörum sínum eða hvort um er að ræða tilraun til að grafa undan Biden með því að lýsa yfir stuðningi við hann. Pútín hefur áður verið sakaður um að hafa fyrirskipað aðgerðir til að styðja Trump í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28 Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sjá meira
Pútín sagði það hafa komið sér á óvart að Carlson hefði veigrað sér við því að spyrja hann „beittra spurninga“ og svipt hann þannig tækifærinu til að gefa beitt svör. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég að hann myndi verða aggressívur og spyrja svokallaðra beittra spurninga. Ég var ekki bara undir það búinn heldur vildi ég það, þar sem það hefði gefið mér tækifæri til að svara á sama máta,“ sagði Pútín við Zarubin. Viðtal Carlson var það fyrsta sem Pútín veitir blaðamanni á Vesturlöndum frá því að Rússar gerðu innrás í Úkraínu en forsetinn varði fjórðungi viðtalsins í að fara yfir sína útgáfu af sögu Rússlands. Pútín sagði Zarubin að þar sem Rússar ættu ekki í beinu samtali við Vesturlönd ættu þeir að vera þakklátir Carlson fyrir að taka sér hlutverk milliliðs. Þess ber að geta að fjölmargir miðlar á Vesturlöndum hafa falast eftir viðtölum við Pútín en Carlson, sem var löngum þekktasta andlit Fox News, er sá eini sem hefur haft erindi sem erfiði. Pútín sagðist einnig hafa verið undrandi á því að Carlson hefði ekki gripið oftar inn í en það var áberandi hvað Carlson leyfði Pútín að fara um víðan völl án þess að koma honum aftur á beinu brautina. „Satt best að segja þá fékk ég ekki allt sem ég vildi út úr þessu viðtali,“ sagði Pútín. Pútín ræddi einnig við Zarubin um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og sagðist frekar vildu sjá Joe Biden ná endurkjöri en að Donald Trump næði aftur völdum. Zarubin spurði forsetann hvor væri „betri fyrir Rússa“, Biden eða Trump. „Biden,“ svaraði Pútín um hæl. „Hann er reyndari fyrirsjáanlegri einstaklingur; pólitíkus af gamla skólanum.“ Pútín sagðist hins vegar myndu vinna með hverjum þeim sem Bandaríkjamenn kysu. Það er ómögulegt að segja hvort Pútín er að vera einlægur í svörum sínum eða hvort um er að ræða tilraun til að grafa undan Biden með því að lýsa yfir stuðningi við hann. Pútín hefur áður verið sakaður um að hafa fyrirskipað aðgerðir til að styðja Trump í aðdraganda forsetakosninganna 2016.
Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28 Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sjá meira
Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28
Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06