Fótbolti

Sæ­var viss um að hag­ræðing úr­­slita hafi átt sér stað

Aron Guðmundsson skrifar
Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Lyngby í Danmörku
Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Lyngby í Danmörku Vísir/Sigurjón Ólason

Alla jafna þykja æfingar­leikir tveggja liða ekki mikið frétta­efni en Íslendingaslagur Lyng­by og Ham/Kam í Tyrk­landi á dögunum hefur svo sannar­lega hlotið verð­skuldaða at­hygli. Nokkrir Íslendingar, þar á meðal Sævar Atli Magnússon, leika með liði Lyngby og þá er Viðar Ari Jónsson á mála hjá Ham/Kam.

Dómari um­rædds leiks hefur verið sakaður um að taka þátt í hag­ræðingu úr­slita en á­kvörðunar­taka hans undir lok leiks þykir bera þess merki. Það er hið minnsta enginn vafi á því í huga Sævars Atla að eitt­hvað vafa­samt hafi þar átt sér stað.

„Ég get nánast stað­fest að það hafi ein­hver hag­ræðing úr­slita átt sér stað þarna,“ segir Sæ­var Atli í sam­tali við Vísi. „Ég átti í smá sam­skiptum við þennan dómara fyrir leik. Þurfti að biðja hann um að færa sig til þess að ég kæmist fram hjá honum. Það geri ég á ensku og hann svarar mér bara á ensku til baka.“

„Ég byrja sem vara­maður í þessu leik og kem inn á í hálf­leik. Ég tek bara eftir því sem ég horfi á það sem á sér stað inn á vellinum í fyrri hálf­leik að maðurinn vissi ekkert hvað hann væri að dæma. Aug­ljós­lega ekki dómari. Síðan kem ég inn á og tek eftir því að hann talar ekki ensku og hann tekur fyrir það að kunna ensku. Það fannst mér mjög skrýtið, sér í lagi af því að ég talaði við hann á ensku fyrir leik.“

Síðan fær Ham/Kam víti. At­vik sem engin dómari í heiminum hefði dæmt víta­spyrnu á. Þetta var öxl í öxl at­vik eins og maður hefur séð oft áður. Allt í góðu, þetta er eitt­hvað sem getur gerst og bara á­fram gakk. Síðan eru þeir að liggja til baka, 2-0 yfir, og lítur ekki út fyrir að það sé að koma annað mark í leikinn.“

Dæmir vítaspyrnur hægri/vinstri

Svo fer dómarinn að dæma víta­spyrnur hægri vinstri Lyng­by í vil. Í raun þrjár víta­spyrnur á nokkurra mínútna kafla undir lok leiks þegar að leikar stóðu 2-0 fyrir Ham/Kam.

Lyng­by klúðrar fyrri tveimur spyrnunum og þegar dómarinn bendir í þriðja sinn á punktinn með stuttu milli­bili á loka andar­tökum leiksins, fóru að renna tvær grímur á að­stand­endur liðanna tveggja.

„Hann vildi meina að boltinn hefði farið í höndina á leik­manni Ham/Kam. Sem ég er ekki viss um að hann hafi gert og þá fyrst verður allt brjálað. Við skorum úr því víti og dómarinn þá væntan­lega grætt eitt­hvað.“

Aug­ljóst sé hvað hafi verið á seyði.

„Sér­stak­lega þegar þriðja vítið var dæmt og það bara upp úr engu þegar að ein­hverjar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Hann fann ein­hverja leið til þess að benda aftur á víta­punktinn. Svo var maður alltaf að líta til okkar á vara­manna­bekkinn og sá að þjálfara­t­eymið var líka farið að velta þessum hlutum fyrir sér. Þetta var mjög skrýtið allt saman.

Óvenju mörg veðmál 

Það var þó ekki að­eins um ó­venju­lega hluti að ræða innan vallar.

„Við tókum eftir því, sér­stak­lega þjálfara­t­eymið hjá okkur, að það voru menn í kringum völlinn með símana á lofti að leggja veð­mál, eitt­hvað sem tengist skoruðum mörkum í leik.“

Lyng­by skoraði úr síðustu víta­spyrnu sinni og fóru leikar 2-1, þrjú mörk skoruð. Það rímar við heimildir Tips­bladet, sem hefur eftir mönnum sem þekkja vel til í heimi veð­mála­fyrir­tækja, að ó­venju mörg veð­mál hafi verið lög á um­ræddan leik og að það yrðu skoruð yfir 2,5 mörk.

For­ráða­menn Ham/Kam fóru þess á leit við norska knatt­spyrnu­sam­bandið að málið yrði skoðað og er það nú komið inn á borð Evrópska knatt­spyrnu­sam­bandsins.

„Norð­mennirnir voru greini­lega ekki sáttir og við styðjum það náttúru­lega. Þetta á ekki að sjást í fót­boltanum. Við erum með mynd­bönd til þess að styðja við málið og hægt að sýna fram á að eitt­hvað skugga­legt hafi átt sér stað. 100%.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×