KSÍ tapaði 126 milljónum króna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. febrúar 2024 23:30 Rekstrarniðurstaða KSÍ er tap sem nemur 126 milljónum króna. Vísir/Vilhelm Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. KSÍ greindi frá því í desember á síðasta ári að verulegt tap yrði á rekstri sambandsins. Rekstrarniðurstaða sambandsins er tap sem nemur 126 milljónum króna. Á heimasíðu KSÍ segir þó að ef þessi niðurstaða er sett í samhengi við síðustu ár megi sjá tengsl milli afkomu KSÍ og greiðslna frá evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, vegna Þjóðadeildar karla. Þær greiðslur komi á sléttum árum og í því samhengi megi nefna að þegar horft sé til lengri tíma megi sjá að samtals sé hagnaður KSÍ 43 milljónir króna árin 2022-2023 og rúmar 200 milljónir króna ef litið sé til síðustu sex ára (2018-2023). Komið að ögurstundu Þá er fjárhagsáætlun KSÍ fyrir árið 2024 einnig lögð fram sem gerir ráð fyrir hagnaði upp á rúmlega 21 milljón króna. Til að ná þeirri niðurstöðu hafi meðal annars landsleikjum verið fækkað um tíu milli áranna 2023 og 2024. Einnig segir að tvö verkefni séu framundan sem geti gjörbreytt starfsumhverfi KSÍ. Annars vegar sé það úrslitakeppni EM karla 2024 og hins vegar staða mála gagnvart þjóðarleikvanginum og þeirri aðstöðu. „Framundan eru a.m.k. tvö verkefni sem geta gjörbreytt starfsumhverfi Knattspyrnusambands Íslands, annars vegar er um að ræða þá staðreynd að ef A landslið karla kemst í úrslitakeppni EM 2024 í Þýskalandi þá breytist umhverfið hratt, hins vegar stöðu mála gagnvart þjóðarleikvanginum og þeirri aðstöðu, og þar er komið að ögurstundu,“ segir á heimasíðu KSÍ. „Ef ekkert verður að gert og KSÍ stendur ítrekað frammi fyrir því að bera sjálft háan kostnað við að gera leikvanginn og völlinn hæfan fyrir leiki landsliða og Evrópuleiki félagsliða þá er ljóst að það mun hafa mikil áhrif á rekstrarumhverfi og getu KSÍ til að halda úti landsliðum og styðja við starf félaganna og þróun íslenskrar knattspyrnu.“ Skoða má ársskýrslu, ársreikning og fjárhagsáætlun KSÍ, ásamt öllu því tengdu, með því að smella hér. KSÍ Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Sjá meira
KSÍ greindi frá því í desember á síðasta ári að verulegt tap yrði á rekstri sambandsins. Rekstrarniðurstaða sambandsins er tap sem nemur 126 milljónum króna. Á heimasíðu KSÍ segir þó að ef þessi niðurstaða er sett í samhengi við síðustu ár megi sjá tengsl milli afkomu KSÍ og greiðslna frá evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, vegna Þjóðadeildar karla. Þær greiðslur komi á sléttum árum og í því samhengi megi nefna að þegar horft sé til lengri tíma megi sjá að samtals sé hagnaður KSÍ 43 milljónir króna árin 2022-2023 og rúmar 200 milljónir króna ef litið sé til síðustu sex ára (2018-2023). Komið að ögurstundu Þá er fjárhagsáætlun KSÍ fyrir árið 2024 einnig lögð fram sem gerir ráð fyrir hagnaði upp á rúmlega 21 milljón króna. Til að ná þeirri niðurstöðu hafi meðal annars landsleikjum verið fækkað um tíu milli áranna 2023 og 2024. Einnig segir að tvö verkefni séu framundan sem geti gjörbreytt starfsumhverfi KSÍ. Annars vegar sé það úrslitakeppni EM karla 2024 og hins vegar staða mála gagnvart þjóðarleikvanginum og þeirri aðstöðu. „Framundan eru a.m.k. tvö verkefni sem geta gjörbreytt starfsumhverfi Knattspyrnusambands Íslands, annars vegar er um að ræða þá staðreynd að ef A landslið karla kemst í úrslitakeppni EM 2024 í Þýskalandi þá breytist umhverfið hratt, hins vegar stöðu mála gagnvart þjóðarleikvanginum og þeirri aðstöðu, og þar er komið að ögurstundu,“ segir á heimasíðu KSÍ. „Ef ekkert verður að gert og KSÍ stendur ítrekað frammi fyrir því að bera sjálft háan kostnað við að gera leikvanginn og völlinn hæfan fyrir leiki landsliða og Evrópuleiki félagsliða þá er ljóst að það mun hafa mikil áhrif á rekstrarumhverfi og getu KSÍ til að halda úti landsliðum og styðja við starf félaganna og þróun íslenskrar knattspyrnu.“ Skoða má ársskýrslu, ársreikning og fjárhagsáætlun KSÍ, ásamt öllu því tengdu, með því að smella hér.
KSÍ Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Sjá meira