Frambjóðendur um Ísraelsleikinn: „Undir UEFA komið að taka þessa ákvörðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2024 09:01 Ísland mætir Ísrael í Ungverjalandi 21. mars. vísir/hulda margrét Frambjóðendur til formanns KSÍ eru á því að Ísland eigi að spila leikinn gegn Ísrael í umspili um sæti á EM í Þýskalandi í næsta mánuði. Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson eru í framboði til formanns KSÍ en kosið verður á ársþingi sambandsins á morgun. Þremenningarnir mættu í Pallborðið til Henrys Birgis Gunnarssonar í gær. Þar voru þeir meðal annars spurðir út í afstöðu þeirra til þess hvort karlalandsliðið ætti að spila leikinn gegn Ísrael í næsta mánuði. „Það hefur verið tekin afstaða óbeint. Við erum bara að undirbúa okkur fyrir leikinn, starfsfólkið og svo framvegis. Ég held að stjórnin hafi ekki ályktað um þetta formlega. En við erum að gera þetta eins og mér sýnist og svo er það bara viðkomandi stjórnar sem tekur við að fara yfir það mál og taka afstöðu með öllum gögnum,“ sagði Guðni. „Ég vil hafa öll gögn í málinu, bæði frá UEFA og fleiri samskipti KSÍ við UEFA og svo framvegis. Það er mjög mikilvægt. Þetta er leikur sem er á dagskrá og þannig er það.“ Mjög erfið staða Þorvaldur og Vignir eru á því að Íslendingar eigi að spila leikinn gegn Ísraelum. „Þetta er mjög umdeilt og mjög erfið staða en mín skoðun er að við, KSÍ, skráum okkur í mót og tökum þátt í því. UEFA raðar niður og við lendum á móti Ísrael. Við erum sem betur fer ekki að spila í Ísrael eins og þeir óskuðu eftir. Ég tel að það sé undir UEFA komið að taka þessa ákvörðun. Þetta er stór ákvörðun. Ef við ætlum að draga okkur úr keppni verðum við fyrir sektum og öðru,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er stór leikur fyrir okkur. Stjórnin þarf klárlega að setjast yfir það hvað er best í stöðunni en mér finnst þetta vera meira í höndum UEFA að taka ákvörðun hvort þessi leikur á að fara fram.“ Vignir tók í sama streng og Þorvaldur og Guðni. „Ég tek undir með kollegum mínum. Eins og Guðni segir höfum við kannski ekki öll gögn, hvernig UEFA er að hugsa þetta. En það er klárt, við erum að spila í Ungverjalandi í mars við Ísrael. Þetta er ekki þægileg staða en við erum undir hatti UEFA. Alþjóðasamfélagið er ekkert búið að útiloka Ísrael yfirleitt,“ sagði Vignir. „Það er alltaf verið að bera þetta saman við Rússland. Það má segja að það sé stríð á báðum stöðum en á meðan Rússarnir voru bara útilokaðir strax frá keppni innan UEFA og FIFA fórum við ekki að spila við þá. Eins og staðan er núna erum við að fara að spila þennan leik og ég held að besta leiðin fyrir okkur sé að við vinnum hann og sláum þá út.“ Horfa má á Pallborðið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pallborðið er einnig aðgengilegt í hlaðvarpi íþróttadeildar, Besta sætinu. Það er á öllum hlaðvarpsveitum og má hlusta hér á Spotify. KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Pallborðið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Guðni: Hefði ég átt að fara í þetta viðtal? Nei Guðni Bergsson, frambjóðandi í formannskosningu Knattspyrnusambands Íslands, svaraði í dag fyrir gagnrýni á störf sín þegar hann var áður formaður KSÍ. Guðni segir að málin sem urðu til þess að hann hafi sagt af sér hafi tekið mikið á sig og sína. Segist hafa tekið ábyrgð með því að hætta sem formaður og að hann sé nú reynslunni ríkari. 22. febrúar 2024 14:42 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Sjá meira
Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson eru í framboði til formanns KSÍ en kosið verður á ársþingi sambandsins á morgun. Þremenningarnir mættu í Pallborðið til Henrys Birgis Gunnarssonar í gær. Þar voru þeir meðal annars spurðir út í afstöðu þeirra til þess hvort karlalandsliðið ætti að spila leikinn gegn Ísrael í næsta mánuði. „Það hefur verið tekin afstaða óbeint. Við erum bara að undirbúa okkur fyrir leikinn, starfsfólkið og svo framvegis. Ég held að stjórnin hafi ekki ályktað um þetta formlega. En við erum að gera þetta eins og mér sýnist og svo er það bara viðkomandi stjórnar sem tekur við að fara yfir það mál og taka afstöðu með öllum gögnum,“ sagði Guðni. „Ég vil hafa öll gögn í málinu, bæði frá UEFA og fleiri samskipti KSÍ við UEFA og svo framvegis. Það er mjög mikilvægt. Þetta er leikur sem er á dagskrá og þannig er það.“ Mjög erfið staða Þorvaldur og Vignir eru á því að Íslendingar eigi að spila leikinn gegn Ísraelum. „Þetta er mjög umdeilt og mjög erfið staða en mín skoðun er að við, KSÍ, skráum okkur í mót og tökum þátt í því. UEFA raðar niður og við lendum á móti Ísrael. Við erum sem betur fer ekki að spila í Ísrael eins og þeir óskuðu eftir. Ég tel að það sé undir UEFA komið að taka þessa ákvörðun. Þetta er stór ákvörðun. Ef við ætlum að draga okkur úr keppni verðum við fyrir sektum og öðru,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er stór leikur fyrir okkur. Stjórnin þarf klárlega að setjast yfir það hvað er best í stöðunni en mér finnst þetta vera meira í höndum UEFA að taka ákvörðun hvort þessi leikur á að fara fram.“ Vignir tók í sama streng og Þorvaldur og Guðni. „Ég tek undir með kollegum mínum. Eins og Guðni segir höfum við kannski ekki öll gögn, hvernig UEFA er að hugsa þetta. En það er klárt, við erum að spila í Ungverjalandi í mars við Ísrael. Þetta er ekki þægileg staða en við erum undir hatti UEFA. Alþjóðasamfélagið er ekkert búið að útiloka Ísrael yfirleitt,“ sagði Vignir. „Það er alltaf verið að bera þetta saman við Rússland. Það má segja að það sé stríð á báðum stöðum en á meðan Rússarnir voru bara útilokaðir strax frá keppni innan UEFA og FIFA fórum við ekki að spila við þá. Eins og staðan er núna erum við að fara að spila þennan leik og ég held að besta leiðin fyrir okkur sé að við vinnum hann og sláum þá út.“ Horfa má á Pallborðið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pallborðið er einnig aðgengilegt í hlaðvarpi íþróttadeildar, Besta sætinu. Það er á öllum hlaðvarpsveitum og má hlusta hér á Spotify.
KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Pallborðið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Guðni: Hefði ég átt að fara í þetta viðtal? Nei Guðni Bergsson, frambjóðandi í formannskosningu Knattspyrnusambands Íslands, svaraði í dag fyrir gagnrýni á störf sín þegar hann var áður formaður KSÍ. Guðni segir að málin sem urðu til þess að hann hafi sagt af sér hafi tekið mikið á sig og sína. Segist hafa tekið ábyrgð með því að hætta sem formaður og að hann sé nú reynslunni ríkari. 22. febrúar 2024 14:42 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Sjá meira
Guðni: Hefði ég átt að fara í þetta viðtal? Nei Guðni Bergsson, frambjóðandi í formannskosningu Knattspyrnusambands Íslands, svaraði í dag fyrir gagnrýni á störf sín þegar hann var áður formaður KSÍ. Guðni segir að málin sem urðu til þess að hann hafi sagt af sér hafi tekið mikið á sig og sína. Segist hafa tekið ábyrgð með því að hætta sem formaður og að hann sé nú reynslunni ríkari. 22. febrúar 2024 14:42
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn