Páskaegg hækkað um allt að 22 prósent á milli ára Lovísa Arnardóttir skrifar 23. febrúar 2024 14:37 Það styttist í páskana. Vísir/Vilhelm Páskaegg eru ódýrust í Bónus en dýrust í 10-11. Verð á páskaeggjum hefur hækkað um 3 til 22 prósent frá því í fyrra Minni munur er á verði á páskaeggjum milli verslana en á öðru sælgæti samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ. Til dæmis er verð á páskaeggjum að meðaltali 40 prósent hærra í 10-11 en þar sem þau eru ódýrust á meðan verð á öðru sælgæti þar er að meðaltali tvöfalt dýrara en þar sem það er ódýrast. Lítill munur er á verði á páskaeggjum í fimm verslunum sem eru 0 til 7 prósent frá lægsta verði. Oftast er um nokkurra krónu verðmun að ræða milli verslana þó að verðmunurinn sé meiri í krónum talið í sumum tilfellum. Í tilkynningu frá ASÍ kemur fram að páskaeggin séu ódýrust í Bónus en þar á eftir komi Kjörbúðin, Nettó og Krónan. Í þeim verslunum var verð oft lægst eða aðeins nokkrum krónum frá lægsta verði. Í Kjörbúðinni var mest 7 prósentustiga munur á lægsta verði, á Nóa páskaeggi nr. 3, en í Nettó skáru fjögur piparegg í kassa frá Góu sig úr; þau kostuðu 44 prósent meira en í Bónus. Önnur verð í þessum fjórum verslunum voru að jafnaði um 0 til 7 prósent frá lægsta verði. Fjarðarkaup var fimmta ódýrasta verslunin þegar kom að páskaeggjum. Þar kostuðu eggin að meðaltali 150 krónum meira en þar sem þau voru ódýrust og var Fjarðarkaup að meðaltali 7 prósent frá lægsta verði. Hæst í 10-11 Verð á páskaeggjum var hæst í 10-11, að meðaltali 42 prósent frá lægsta verði. Verð á páskaeggjum í Krambúðinni og Iceland var að meðaltali 33 prósent frá lægsta verði og 22 prósent í Hagkaup og Extra. Páskaeggjaúrvalið er mismikið eftir verslunum og eru páskaegg frá Nóa Síríus auðfundnust. Þá kemur fram að verð á páskaeggjum hefur hækkað um 3 til 22 prósent frá því í fyrra, minnst í Kjörbúðinni en mest í Iceland. Ef litið er á hækkanir frá 2022 hefur verð á páskaeggjum hækkað mest í Hagkaupum, eða um þriðjung og minnst í Kjörbúðinni, um 12 prósent. Hér fyrir neðan má sjá hækkanir á páskaeggjum frá 2023 og 2022 Hér má sjá breytingar á milli ára. Í tilkynningu ASÍ er einnig farið yfir verð á Nóa kroppi en kílóverð þess var rætt í Facebook-hópi verðlagseftirlitsins, Vertu á verði, í liðinni viku. Ýmsar stærðir og gerðir eru til af Nóa kroppi en í þeim verslunum sem þessi könnun náði til var lægsta kílóverðið að finna á 240 gramma poka sem kaupa má í Bónus, 2.329 kr./kg. Þá segir að vert sé er að nefna að 900 gr kropp-pokinn í Costco er þó talsvert ódýrari, eða 1.610 kr./kg. Costco er aðeins aðgengilegt handhöfum aðildarkorts. Könnunin var framkvæmd 21. febrúar 2024. Í samanburði á sælgætisverði voru 92 vörur. Aðeins er um beinan verðsamanburð að ræða, ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Páskar Neytendur Verslun Matvöruverslun Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Minni munur er á verði á páskaeggjum milli verslana en á öðru sælgæti samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ. Til dæmis er verð á páskaeggjum að meðaltali 40 prósent hærra í 10-11 en þar sem þau eru ódýrust á meðan verð á öðru sælgæti þar er að meðaltali tvöfalt dýrara en þar sem það er ódýrast. Lítill munur er á verði á páskaeggjum í fimm verslunum sem eru 0 til 7 prósent frá lægsta verði. Oftast er um nokkurra krónu verðmun að ræða milli verslana þó að verðmunurinn sé meiri í krónum talið í sumum tilfellum. Í tilkynningu frá ASÍ kemur fram að páskaeggin séu ódýrust í Bónus en þar á eftir komi Kjörbúðin, Nettó og Krónan. Í þeim verslunum var verð oft lægst eða aðeins nokkrum krónum frá lægsta verði. Í Kjörbúðinni var mest 7 prósentustiga munur á lægsta verði, á Nóa páskaeggi nr. 3, en í Nettó skáru fjögur piparegg í kassa frá Góu sig úr; þau kostuðu 44 prósent meira en í Bónus. Önnur verð í þessum fjórum verslunum voru að jafnaði um 0 til 7 prósent frá lægsta verði. Fjarðarkaup var fimmta ódýrasta verslunin þegar kom að páskaeggjum. Þar kostuðu eggin að meðaltali 150 krónum meira en þar sem þau voru ódýrust og var Fjarðarkaup að meðaltali 7 prósent frá lægsta verði. Hæst í 10-11 Verð á páskaeggjum var hæst í 10-11, að meðaltali 42 prósent frá lægsta verði. Verð á páskaeggjum í Krambúðinni og Iceland var að meðaltali 33 prósent frá lægsta verði og 22 prósent í Hagkaup og Extra. Páskaeggjaúrvalið er mismikið eftir verslunum og eru páskaegg frá Nóa Síríus auðfundnust. Þá kemur fram að verð á páskaeggjum hefur hækkað um 3 til 22 prósent frá því í fyrra, minnst í Kjörbúðinni en mest í Iceland. Ef litið er á hækkanir frá 2022 hefur verð á páskaeggjum hækkað mest í Hagkaupum, eða um þriðjung og minnst í Kjörbúðinni, um 12 prósent. Hér fyrir neðan má sjá hækkanir á páskaeggjum frá 2023 og 2022 Hér má sjá breytingar á milli ára. Í tilkynningu ASÍ er einnig farið yfir verð á Nóa kroppi en kílóverð þess var rætt í Facebook-hópi verðlagseftirlitsins, Vertu á verði, í liðinni viku. Ýmsar stærðir og gerðir eru til af Nóa kroppi en í þeim verslunum sem þessi könnun náði til var lægsta kílóverðið að finna á 240 gramma poka sem kaupa má í Bónus, 2.329 kr./kg. Þá segir að vert sé er að nefna að 900 gr kropp-pokinn í Costco er þó talsvert ódýrari, eða 1.610 kr./kg. Costco er aðeins aðgengilegt handhöfum aðildarkorts. Könnunin var framkvæmd 21. febrúar 2024. Í samanburði á sælgætisverði voru 92 vörur. Aðeins er um beinan verðsamanburð að ræða, ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Páskar Neytendur Verslun Matvöruverslun Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira