Cristiano Ronaldo í bann fyrir klúra látbragðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 06:31 Cristiano Ronaldo missir af næsta leik Al Nassr vegna hegðunar sinnar eftir síðasta leik. Getty/ Yasser Bakhsh Portúgalinn Cristiano Ronaldo var i gær dæmdur í eins leiks bann fyrir „fagnaðarlæti“ sín eftir síðasta leik Al Nassr í sádi-arabísku deildinni. Ronaldo brást ekki allt of vel við því að stuðningsmenn mótherjanna höfðu sungið nafn Messi hvað eftir annað í leiknum. Ronaldo og félagar unnu 3-2 sigur á Al Shabab og skoraði hann fyrsta markið úr víti. Ronaldo sneri sér að stuðningsmönnum Al Shabab í leikslok og fagnaði sigrinum með klúru látbragði þar sem hann hélt hendinni fyrst upp við eyrað sitt en pumpaði síðan hendinni fyrir framan mjöðmina á klámfenginn hátt. Myndband af atvikinu náðist ekki á sjónvarpsmyndavélar en símamyndbönd úr stúkunni fóru á fulla ferð á samfélagsmiðlum. Aganefnd sádi-arabíska sambandsins ákvað að taka málið fyrir. Ronaldo fær eins leiks bann og þarf líka að borga sekt og málskostnað Al Shabab. Sektin er upp á tíu þúsund sádi-arabíska ríala en það kostaði tuttugu þúsund ríala að senda inn kvörtunina. Þrjátíu þúsund ríalar eru rúmar 740 þúsund íslenskar krónur. Það er ekki mikill peningur fyrir Ronaldo. Ronaldo er markahæstur í deildinni með 22 mörk en Al Nassr er fjórum stigum á eftir toppliði Al Hilal. Liðið er líka komið í átta liða úrslit asísku meistaradeildarinnar sem er keppni sem Al Nassr hefur aldrei unnið. Cristiano Ronaldo given one-match ban by Saudi Arabian Football Federation after causing 'public excitement by gesture' when celebrating.Ronaldo was judged to make an offensive gesture to the crowd during Al-Nassr's latest 3-2 win, and was also fined https://t.co/BrvsgU3TtS pic.twitter.com/R8pORppixX— Mirror Football (@MirrorFootball) February 29, 2024 Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Ronaldo brást ekki allt of vel við því að stuðningsmenn mótherjanna höfðu sungið nafn Messi hvað eftir annað í leiknum. Ronaldo og félagar unnu 3-2 sigur á Al Shabab og skoraði hann fyrsta markið úr víti. Ronaldo sneri sér að stuðningsmönnum Al Shabab í leikslok og fagnaði sigrinum með klúru látbragði þar sem hann hélt hendinni fyrst upp við eyrað sitt en pumpaði síðan hendinni fyrir framan mjöðmina á klámfenginn hátt. Myndband af atvikinu náðist ekki á sjónvarpsmyndavélar en símamyndbönd úr stúkunni fóru á fulla ferð á samfélagsmiðlum. Aganefnd sádi-arabíska sambandsins ákvað að taka málið fyrir. Ronaldo fær eins leiks bann og þarf líka að borga sekt og málskostnað Al Shabab. Sektin er upp á tíu þúsund sádi-arabíska ríala en það kostaði tuttugu þúsund ríala að senda inn kvörtunina. Þrjátíu þúsund ríalar eru rúmar 740 þúsund íslenskar krónur. Það er ekki mikill peningur fyrir Ronaldo. Ronaldo er markahæstur í deildinni með 22 mörk en Al Nassr er fjórum stigum á eftir toppliði Al Hilal. Liðið er líka komið í átta liða úrslit asísku meistaradeildarinnar sem er keppni sem Al Nassr hefur aldrei unnið. Cristiano Ronaldo given one-match ban by Saudi Arabian Football Federation after causing 'public excitement by gesture' when celebrating.Ronaldo was judged to make an offensive gesture to the crowd during Al-Nassr's latest 3-2 win, and was also fined https://t.co/BrvsgU3TtS pic.twitter.com/R8pORppixX— Mirror Football (@MirrorFootball) February 29, 2024
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira