„Allir á Íslandi verða að trúa“ Sindri Sverrisson skrifar 29. febrúar 2024 13:31 Íslenska landsliðið á möguleika á að komast í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. vísir/Hulda Margrét Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum EM-umspilsins þann 21. mars í Búdapest, og svo vonandi sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik ytra 26. mars. Staðan á íslensku landsliðsmönnunum gæti hæglega verið betri þegar horft er til þess hve mikið þeir hafa verið að spila fyrir sín félagslið, þó að meiðsli hrjái helst Aron Einar Gunnarsson og Gylfa Þór Sigurðsson. Stöðuna á landsliðsmönnum má sjá hér að neðan. Ef horft er til þeirra leikmanna sem voru valdir í síðustu mótsleiki landsliðsins, gegn Portúgal og Slóvakíu í nóvember, þá eru helstu markmenn ekki að spila, sóknarmenn fæstir að skora og varnarmenn í basli með sínum félagsliðum. Staðan er best á miðjumönnunum enda er þar langmesta samkeppnin um stöðu í byrjunarliði. En Hareide vill ekki láta það trufla sig eða nokkurn annan að leikmenn séu ef til vill ekki „sjóðheitir“ þessa dagana. „Við erum bara 180 mínútum frá lokakeppni EM. Leikmennirnir verða að sjá að þetta er tækifæri lífs þeirra. Það eru svo fáir leikmenn sem enda á að fá að spila á stórmóti. Núna er tækifærið og við verðum að nýta það,“ segir Hareide í samtali við Vísi. Klippa: Hareide með ákall til Íslendinga „Maður gæti alltaf óskað sér að staðan sé betri en það er ekki í mínum höndum. Menn þurfa að fá mínútur í lappirnar og ég hef rætt við þjálfara leikmanna um stöðuna hjá þeim, en ég get ekkert gert í þessu. Hver þjálfari ræður sínu liði. En ég veit hvað leikmennirnir geta og þó að sumir eigi erfitt uppdráttar með sínu liði þá er ég með góða yfirsýn og vonandi breytast hlutirnir til batnaðar á næstu þremur vikum,“ segir Hareide. Vantrú smiti út frá sér til leikmanna Landsliðsþjálfarinn hefur gert sitt besta til að undirbúa leikmenn fyrir slaginn mikilvæga við Ísrael, en hann vill líka fá íslensku þjóðina til að standa þétt við bakið á liðinu. Orri Steinn Óskarsson virðist vera í frystiklefanum hjá FCK en staðan er góð hjá Ísaki Bergmann Jóhannessyni í Þýskalandi.vísir/Hulda Margrét „Leikmennirnir vita hvernig við ætlum að spila. Við notum tímann vel núna til að koma hugsunum okkar til þeirra, svo að við spörum tíma þegar við hittumst svo. En það BESTA sem við getum gert núna er að trúa. Þetta er eins og að vera í kirkju. Menn verða að trúa. Ef menn trúa ekki að við getum þetta, þá geta þeir ekki spilað. Allt snýst núna um fyrri leikinn og ef einhver sýnir vantrú, jafnvel þú eða aðrir fjölmiðlamenn, þá hefur það áhrif á leikmennina. Allir á Íslandi verða að trúa að við getum þetta. Það myndi hjálpa okkur mikið.“ Hareide fór á dögunum til Englands og heimsótti Jóhann Berg Guðmundsson sem verður fyrirliði gegn Ísrael. „Ég ræddi við Jóhann um taktísku hliðarnar á leiknum – um hvað við ætlum að gera. Ég sýndi honum styrkleika og veikleika Ísraels. Núna er búið að senda þessa greiningu á alla sem mögulega gætu fengið sæti í landsliðshópnum, með öllum smáatriðum um hvernig Ísrael verst og sækir. Ég vona að menn nýti sér þetta og viti sem mest um Ísrael þegar við hittumst. Við ættum þá að vera vel undirbúnir þessa fáu daga sem við fáum saman fyrir leikinn,“ segir Hareide en íslenski hópurinn verður tilkynntur 15. maí og kemur saman í Búdapest 18. maí, þremur dögum fyrir leikinn við Ísrael. Staðan á landsliðsmönnum Íslands Hér að neðan má sjá stöðuna á þeim leikmönnum sem valdir voru í síðustu mótsleiki landsliðsins, gegn Portúgal og Slóvakíu í nóvember. Gylfi Þór Sigurðsson og Mikael Anderson voru valdir í þann hóp en urðu að víkja vegna meiðsla og komu Andri Lucas Guðjohnsen og Mikael Egill Ellertsson í þeirra stað. Við þennan hóp má svo bæta Alberti Guðmundssyni, sem nú er gjaldgengur á ný eftir að mál gegn honum var látið niður falla, en hann hefur farið á kostum á Ítalíu í vetur. Þá er bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson að jafna sig eftir meiðsli. Staðan á landsliðsmönnum Íslands: Markmenn: Rúnar Alex Rúnarsson – FC Kaupmannahöfn - 27 leikir Spilaði síðast mótsleik um miðjan desember, þegar hann var hjá Cardiff. Skipti yfir til FC Kaupmannahafnar en er varamarkvörður þar. Hákon Rafn Valdimarsson – Brentford - 7 leikir Varði mark Íslands í síðasta mótsleik, gegn Portúgal í nóvember, og hélt hreinu í vináttulandsleikjunum geng Gvatemala og Hondúras í janúar. Hefur ekkert spilað með Brentford eftir söluna frá Elfsborg í janúar og því ekki spilað fyrir félagslið síðan í nóvember. Elías Rafn Ólafsson - C. D. Mafra - 6 leikir Ver mark Mafra í portúgölsku B-deildinni í hverri viku, sem lánsmaður frá Midtjylland í Danmörku. Varnarmenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 103 leikir, 5 mörk Hefur ekki spilað fyrir félagslið síðan í maí á síðasta ári og glímt við afar þrálát meiðsli sem líklega koma í veg fyrir að hann verði til taks gegn Ísrael. Spilaði þó tvo landsleiki síðasta haust. Sverrir Ingi Ingason - FC Midtjylland - 47 leikir, 3 mörk Miðvörður gegn Portúgal. Hefur byrjað báða leiki Midtjylland eftir vetrarfrí en átti skelfilegan leik um síðustu helgi þar sem hann fékk tvö gul spjöld og dæmd á sig tvö víti, í 3-2 sigurleik. Sverrir Ingi Ingason er afar mikilvægur hlekkur í varnarleik Íslands en átti skelfilegan síðasta leik fyrir Midtjylland.Getty/Lars Ronbog Guðlaugur Victor Pálsson - KAS Eupen - 42 leikir, 1 mark Hægri bakvörður gegn Portúgal. Leikur alla leiki í miðri vörn Eupen sem tapar hins vegar og tapar, og er næstneðst í belgísku úrvalsdeildinni. Hjörtur Hermannsson - Pisa SC - 27 leikir, 1 mark Miðvörður gegn Portúgal. Spilar sáralítið hjá Pisa og hefur aðeins byrjað fimm leiki í ítölsku B-deildinni í vetur, þar af einn eftir áramót. Alfons Sampsted - Twente - 21 leikir Hefur aðeins fengið einn leik í byrjunarliði Twente eftir áramót en komið inn á sem varamaður í síðustu leikjum. Guðmundur Þórarinsson - OFI Crete FC - 13 leikir Vinstri bakvörður gegn Portúgal í síðasta mótsleik landsliðsins. Spilar flesta leiki í grísku úrvalsdeildinni en var á bekknum í síðasta leik. Kolbeinn Birgir Finnsson - Lyngby Boldklub - 9 leikir Á áfram sæti í byrjunarliði Lyngby eftir þjálfaraskiptin þegar Freyr Alexandersson kvaddi og hefur spilað allar 180 mínúturnar eftir vetrarfríið. Jóhann Berg Guðmundsson spilar á hæsta stigi íslenskra landsliðsmanna og verður fyrirliði gegn Ísrael.Getty/Daniel Chesterton Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley F.C. - 90 leikir, 8 mörk Miðjumaður gegn Portúgal og verður fyrirliði gegn Ísrael. Spilar flesta leiki með Burnley í ensku úrvalsdeildinni, þar af þrjá af sex í byrjunarliði eftir áramót, en gengi liðsins hefur verið skelfilegt. Gylfi Þór Sigurðsson – Án félags - 80 leikir, 27 mörk Ekki spilað leik síðan í nóvember og er án félags eftir að hafa rift samningi við Lyngby til að einbeita sér að endurhæfingu á Spáni eftir meiðsli. Þarf að vera fljótur að finna lið og byrja að spila til að koma til greina hjá Åge Hareide. Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 54 leikir, 5 mörk Spilaði landsleik í janúar og bikarleik í Svíþjóð 18. febrúar en fékk rautt spjald í lok leiks. Nýtt tímabil í sænsku úrvalsdeildinni hefst ekki fyrr en eftir EM-umspilið. Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 33 leikir, 4 mörk Hægri kantmaður gegn Portúgal. Jafnan í byrjunarliði í belgísku úrvalsdeildinni og hefur skorað fjögur mörk í vetur. Arnór Sigurðsson - Blackburn Rovers F.C. - 30 leikir, 2 mörk Vinstri kantmaður gegn Portúgal. Hefur ekki notið sama trausts hjá nýjum þjálfara, eftir að Jon Dahl Tomasson hætti með Blackburn, en komið inn á sem varamaður og átti stóran þátt í marki gegn Newcastle í bikarleik í vikunni og skoraði í vítaspyrnukeppninni. Mikael Neville Anderson - AGF - 24 leikir, 2 mörk Missti af síðustu mótsleikjum landsliðsins vegna meiðsla. Hefur spilað báða leiki AGF eftir vetrarfrí og fiskaði víti á Sverri Inga í síðasta leik. Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 24 leikir, 3 mörk Miðjumaður gegn Portúgal. Byrjar langflesta leiki í þýsku B-deildinni og hefur skorað tvö mörk þar eftir áramót. Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 19 leikir, 1 mark Hefur byrjað báða leiki Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni eftir vetrarfríið og spilaði í 1-0 sigri Íslands gegn Gvatemala í janúar. Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 15 leikir, 3 mörk Missti af síðustu landsleikjum vegna meiðsla. Fékk langþráð tækifæri í byrjunarliði Lille um síðustu helgi og hafði þá beðið eftir því síðan í september. Þakkaði fyrir sig með sínu fyrsta marki í frönsku deildinni. Hákon Arnar Haraldsson er búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir Lille í frönsku 1. deildinni. Það gerði hann um síðustu helgi.Getty/Catherine Steenkeste Willum Þór Willumsson - Go Ahead Eagles - 8 leikir Miðjumaður gegn Portúgal. Spilaði aftur í Hollandi um síðustu helgi eftir tveggja leikja bann og hefur verið fastamaður í sínu liði í vetur. Kristian Nökkvi Hlynsson - Ajax - 1 leikur Braut sér leið inn í byrjunarlið Ajax í vetur og hefur skorað sex mörk í nítján leikjum í hollensku úrvalsdeildinni í vetur, þar af tvö eftir áramót. Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason - KAS Eupen - 73 leikir, 18 mörk Fremsti maður gegn Portúgal í síðasta mótsleik landsliðsins. Kemur inn á sem varamaður í hverjum leik hjá Eupen en var síðast í byrjunarliði í lok janúar. Hefur skorað eitt mark í belgísku deildinni á leiktíðinni, í september. Andri Lucas Guðjohnsen - Lyngby Boldklub - 20 leikir, 6 mörk Hefur byrjað báða leiki Lyngby eftir vetrarfrí og þjálfaraskipti, og skorað eitt mark í þeim. Skoraði líka í sigri gegn Hondúras í janúar. Mikael Egill Ellertsson - Venezia - 14 leikir, 1 mark Hefur byrjað tvo leiki í ítölsku B-deildinni eftir áramót en oftar komið inn af bekknum. Orri Steinn Óskarsson - FC Köbenhavn - 6 leikir, 2 mörk Einhverra hluta vegna ekki í leikmannahópi FCK í fyrstu deildarleikjunum eftir vetrarfríið, og var á bekknum gegn Manchester City í Meistaradeildinni. Skoraði gegn Slóvakíu í landsleikjaglugganum í nóvember en hefur ekki spilað alvöru leik síðan í byrjun desember. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum EM-umspilsins þann 21. mars í Búdapest, og svo vonandi sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik ytra 26. mars. Staðan á íslensku landsliðsmönnunum gæti hæglega verið betri þegar horft er til þess hve mikið þeir hafa verið að spila fyrir sín félagslið, þó að meiðsli hrjái helst Aron Einar Gunnarsson og Gylfa Þór Sigurðsson. Stöðuna á landsliðsmönnum má sjá hér að neðan. Ef horft er til þeirra leikmanna sem voru valdir í síðustu mótsleiki landsliðsins, gegn Portúgal og Slóvakíu í nóvember, þá eru helstu markmenn ekki að spila, sóknarmenn fæstir að skora og varnarmenn í basli með sínum félagsliðum. Staðan er best á miðjumönnunum enda er þar langmesta samkeppnin um stöðu í byrjunarliði. En Hareide vill ekki láta það trufla sig eða nokkurn annan að leikmenn séu ef til vill ekki „sjóðheitir“ þessa dagana. „Við erum bara 180 mínútum frá lokakeppni EM. Leikmennirnir verða að sjá að þetta er tækifæri lífs þeirra. Það eru svo fáir leikmenn sem enda á að fá að spila á stórmóti. Núna er tækifærið og við verðum að nýta það,“ segir Hareide í samtali við Vísi. Klippa: Hareide með ákall til Íslendinga „Maður gæti alltaf óskað sér að staðan sé betri en það er ekki í mínum höndum. Menn þurfa að fá mínútur í lappirnar og ég hef rætt við þjálfara leikmanna um stöðuna hjá þeim, en ég get ekkert gert í þessu. Hver þjálfari ræður sínu liði. En ég veit hvað leikmennirnir geta og þó að sumir eigi erfitt uppdráttar með sínu liði þá er ég með góða yfirsýn og vonandi breytast hlutirnir til batnaðar á næstu þremur vikum,“ segir Hareide. Vantrú smiti út frá sér til leikmanna Landsliðsþjálfarinn hefur gert sitt besta til að undirbúa leikmenn fyrir slaginn mikilvæga við Ísrael, en hann vill líka fá íslensku þjóðina til að standa þétt við bakið á liðinu. Orri Steinn Óskarsson virðist vera í frystiklefanum hjá FCK en staðan er góð hjá Ísaki Bergmann Jóhannessyni í Þýskalandi.vísir/Hulda Margrét „Leikmennirnir vita hvernig við ætlum að spila. Við notum tímann vel núna til að koma hugsunum okkar til þeirra, svo að við spörum tíma þegar við hittumst svo. En það BESTA sem við getum gert núna er að trúa. Þetta er eins og að vera í kirkju. Menn verða að trúa. Ef menn trúa ekki að við getum þetta, þá geta þeir ekki spilað. Allt snýst núna um fyrri leikinn og ef einhver sýnir vantrú, jafnvel þú eða aðrir fjölmiðlamenn, þá hefur það áhrif á leikmennina. Allir á Íslandi verða að trúa að við getum þetta. Það myndi hjálpa okkur mikið.“ Hareide fór á dögunum til Englands og heimsótti Jóhann Berg Guðmundsson sem verður fyrirliði gegn Ísrael. „Ég ræddi við Jóhann um taktísku hliðarnar á leiknum – um hvað við ætlum að gera. Ég sýndi honum styrkleika og veikleika Ísraels. Núna er búið að senda þessa greiningu á alla sem mögulega gætu fengið sæti í landsliðshópnum, með öllum smáatriðum um hvernig Ísrael verst og sækir. Ég vona að menn nýti sér þetta og viti sem mest um Ísrael þegar við hittumst. Við ættum þá að vera vel undirbúnir þessa fáu daga sem við fáum saman fyrir leikinn,“ segir Hareide en íslenski hópurinn verður tilkynntur 15. maí og kemur saman í Búdapest 18. maí, þremur dögum fyrir leikinn við Ísrael. Staðan á landsliðsmönnum Íslands Hér að neðan má sjá stöðuna á þeim leikmönnum sem valdir voru í síðustu mótsleiki landsliðsins, gegn Portúgal og Slóvakíu í nóvember. Gylfi Þór Sigurðsson og Mikael Anderson voru valdir í þann hóp en urðu að víkja vegna meiðsla og komu Andri Lucas Guðjohnsen og Mikael Egill Ellertsson í þeirra stað. Við þennan hóp má svo bæta Alberti Guðmundssyni, sem nú er gjaldgengur á ný eftir að mál gegn honum var látið niður falla, en hann hefur farið á kostum á Ítalíu í vetur. Þá er bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson að jafna sig eftir meiðsli. Staðan á landsliðsmönnum Íslands: Markmenn: Rúnar Alex Rúnarsson – FC Kaupmannahöfn - 27 leikir Spilaði síðast mótsleik um miðjan desember, þegar hann var hjá Cardiff. Skipti yfir til FC Kaupmannahafnar en er varamarkvörður þar. Hákon Rafn Valdimarsson – Brentford - 7 leikir Varði mark Íslands í síðasta mótsleik, gegn Portúgal í nóvember, og hélt hreinu í vináttulandsleikjunum geng Gvatemala og Hondúras í janúar. Hefur ekkert spilað með Brentford eftir söluna frá Elfsborg í janúar og því ekki spilað fyrir félagslið síðan í nóvember. Elías Rafn Ólafsson - C. D. Mafra - 6 leikir Ver mark Mafra í portúgölsku B-deildinni í hverri viku, sem lánsmaður frá Midtjylland í Danmörku. Varnarmenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 103 leikir, 5 mörk Hefur ekki spilað fyrir félagslið síðan í maí á síðasta ári og glímt við afar þrálát meiðsli sem líklega koma í veg fyrir að hann verði til taks gegn Ísrael. Spilaði þó tvo landsleiki síðasta haust. Sverrir Ingi Ingason - FC Midtjylland - 47 leikir, 3 mörk Miðvörður gegn Portúgal. Hefur byrjað báða leiki Midtjylland eftir vetrarfrí en átti skelfilegan leik um síðustu helgi þar sem hann fékk tvö gul spjöld og dæmd á sig tvö víti, í 3-2 sigurleik. Sverrir Ingi Ingason er afar mikilvægur hlekkur í varnarleik Íslands en átti skelfilegan síðasta leik fyrir Midtjylland.Getty/Lars Ronbog Guðlaugur Victor Pálsson - KAS Eupen - 42 leikir, 1 mark Hægri bakvörður gegn Portúgal. Leikur alla leiki í miðri vörn Eupen sem tapar hins vegar og tapar, og er næstneðst í belgísku úrvalsdeildinni. Hjörtur Hermannsson - Pisa SC - 27 leikir, 1 mark Miðvörður gegn Portúgal. Spilar sáralítið hjá Pisa og hefur aðeins byrjað fimm leiki í ítölsku B-deildinni í vetur, þar af einn eftir áramót. Alfons Sampsted - Twente - 21 leikir Hefur aðeins fengið einn leik í byrjunarliði Twente eftir áramót en komið inn á sem varamaður í síðustu leikjum. Guðmundur Þórarinsson - OFI Crete FC - 13 leikir Vinstri bakvörður gegn Portúgal í síðasta mótsleik landsliðsins. Spilar flesta leiki í grísku úrvalsdeildinni en var á bekknum í síðasta leik. Kolbeinn Birgir Finnsson - Lyngby Boldklub - 9 leikir Á áfram sæti í byrjunarliði Lyngby eftir þjálfaraskiptin þegar Freyr Alexandersson kvaddi og hefur spilað allar 180 mínúturnar eftir vetrarfríið. Jóhann Berg Guðmundsson spilar á hæsta stigi íslenskra landsliðsmanna og verður fyrirliði gegn Ísrael.Getty/Daniel Chesterton Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley F.C. - 90 leikir, 8 mörk Miðjumaður gegn Portúgal og verður fyrirliði gegn Ísrael. Spilar flesta leiki með Burnley í ensku úrvalsdeildinni, þar af þrjá af sex í byrjunarliði eftir áramót, en gengi liðsins hefur verið skelfilegt. Gylfi Þór Sigurðsson – Án félags - 80 leikir, 27 mörk Ekki spilað leik síðan í nóvember og er án félags eftir að hafa rift samningi við Lyngby til að einbeita sér að endurhæfingu á Spáni eftir meiðsli. Þarf að vera fljótur að finna lið og byrja að spila til að koma til greina hjá Åge Hareide. Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 54 leikir, 5 mörk Spilaði landsleik í janúar og bikarleik í Svíþjóð 18. febrúar en fékk rautt spjald í lok leiks. Nýtt tímabil í sænsku úrvalsdeildinni hefst ekki fyrr en eftir EM-umspilið. Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 33 leikir, 4 mörk Hægri kantmaður gegn Portúgal. Jafnan í byrjunarliði í belgísku úrvalsdeildinni og hefur skorað fjögur mörk í vetur. Arnór Sigurðsson - Blackburn Rovers F.C. - 30 leikir, 2 mörk Vinstri kantmaður gegn Portúgal. Hefur ekki notið sama trausts hjá nýjum þjálfara, eftir að Jon Dahl Tomasson hætti með Blackburn, en komið inn á sem varamaður og átti stóran þátt í marki gegn Newcastle í bikarleik í vikunni og skoraði í vítaspyrnukeppninni. Mikael Neville Anderson - AGF - 24 leikir, 2 mörk Missti af síðustu mótsleikjum landsliðsins vegna meiðsla. Hefur spilað báða leiki AGF eftir vetrarfrí og fiskaði víti á Sverri Inga í síðasta leik. Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 24 leikir, 3 mörk Miðjumaður gegn Portúgal. Byrjar langflesta leiki í þýsku B-deildinni og hefur skorað tvö mörk þar eftir áramót. Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 19 leikir, 1 mark Hefur byrjað báða leiki Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni eftir vetrarfríið og spilaði í 1-0 sigri Íslands gegn Gvatemala í janúar. Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 15 leikir, 3 mörk Missti af síðustu landsleikjum vegna meiðsla. Fékk langþráð tækifæri í byrjunarliði Lille um síðustu helgi og hafði þá beðið eftir því síðan í september. Þakkaði fyrir sig með sínu fyrsta marki í frönsku deildinni. Hákon Arnar Haraldsson er búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir Lille í frönsku 1. deildinni. Það gerði hann um síðustu helgi.Getty/Catherine Steenkeste Willum Þór Willumsson - Go Ahead Eagles - 8 leikir Miðjumaður gegn Portúgal. Spilaði aftur í Hollandi um síðustu helgi eftir tveggja leikja bann og hefur verið fastamaður í sínu liði í vetur. Kristian Nökkvi Hlynsson - Ajax - 1 leikur Braut sér leið inn í byrjunarlið Ajax í vetur og hefur skorað sex mörk í nítján leikjum í hollensku úrvalsdeildinni í vetur, þar af tvö eftir áramót. Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason - KAS Eupen - 73 leikir, 18 mörk Fremsti maður gegn Portúgal í síðasta mótsleik landsliðsins. Kemur inn á sem varamaður í hverjum leik hjá Eupen en var síðast í byrjunarliði í lok janúar. Hefur skorað eitt mark í belgísku deildinni á leiktíðinni, í september. Andri Lucas Guðjohnsen - Lyngby Boldklub - 20 leikir, 6 mörk Hefur byrjað báða leiki Lyngby eftir vetrarfrí og þjálfaraskipti, og skorað eitt mark í þeim. Skoraði líka í sigri gegn Hondúras í janúar. Mikael Egill Ellertsson - Venezia - 14 leikir, 1 mark Hefur byrjað tvo leiki í ítölsku B-deildinni eftir áramót en oftar komið inn af bekknum. Orri Steinn Óskarsson - FC Köbenhavn - 6 leikir, 2 mörk Einhverra hluta vegna ekki í leikmannahópi FCK í fyrstu deildarleikjunum eftir vetrarfríið, og var á bekknum gegn Manchester City í Meistaradeildinni. Skoraði gegn Slóvakíu í landsleikjaglugganum í nóvember en hefur ekki spilað alvöru leik síðan í byrjun desember.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira