Pep segir Foden besta leikmann deildarinnar um þessar mundir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. mars 2024 19:01 Pep Guardiola í leik dagsins. EPA-EFE/ASH ALLEN Pep Guardiola segir Phil Foden besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Foden skoraði tvívegis í 3-1 endurkomusigri Man City á Manchester United í dag. „Það hefði ekki verið gott hefði okkur ekki tekist að vinna leikinn. Úrslitin voru í takt við frammistöðuna sem var virkilega góð.“ „Við byrjuðum virkilega vel en eftir sjö mínútur kom fyrsti langi boltinn inn fyrir og við vorum ekki í réttri línu. Við vorum aðeins stressaðri á síðasta þriðjung í fyrri hálfleik en allt í allt var þetta virkilega góður leikur.“ „Þeir eru lið sem er byggt fyrir skyndisóknir og þeir geta drepið þig með slíkum sóknum. Þess vegna máttu ekki tapa boltanum. Ef við sækjum en erum ekki í góðri stöðu þá hefðu þeir getað sótt hratt og skorað seinna markið, það hefði gert leikinn erfiðari.“ Phil Foden hefur verið í aðalhlutverki hjá Man City á leiktíðinni. Hann hefur nú skorað 11 mörk og gefið 7 stoðsendingar. Phil Foden var frábær í dag.Michael Regan/Getty Images „Þetta snýst um fjölda leikja sem hann spilar. Hann hefur alltaf verið hæfileikaríkur leikmaður en nú er hann þroskaðri og skilur leikinn betur, sérstaklega varnarlega. Hann getur spilað í gegnum miðjuna, úti hægra megin sem og vinstra megin. Hvað get ég sagt? Hann er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Ótrúlegur.“ „Þegar hann skorar tvö mörk þá veitir það mér meiri gleði en allt hitt sem hann gerir. Við þurfum hins vegar ekkert að ræða varnarvinnuna. Þeir sem sinna henni ekki detta úr liðinu. Hann elskar fótbolta, hann lifir fyrir fótbolta. Það er gaman að vinna með honum og hann leggur gríðarlega hart að sér.“ Um titilbaráttuna „Þetta snýst um okkur. Við getum ekki stýrt því sem Liverpool, Arsenal eða Aston Villa gera. Þetta snýst um okkur. Við gerðum það sem þurfti til að vinna í dag, og munum reyna að gera það á miðvikudaginn og næsta sunnudag. Þetta lið er goðsagnakennt.“ „Hvort okkur tekst að vinna titilinn veit ég ekki. Við erum í dag með fleiri stig en á sama tíma í fyrra. Munurinn er Liverpool og sá fjöldi stiga sem liðið er með núna miðað við á síðustu leiktíð. Þegar andstæðingur spilar svona vel óska ég þeim til hamingju. Við munum halda áfram, einn leik í einu,“ sagði Pep að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira
„Það hefði ekki verið gott hefði okkur ekki tekist að vinna leikinn. Úrslitin voru í takt við frammistöðuna sem var virkilega góð.“ „Við byrjuðum virkilega vel en eftir sjö mínútur kom fyrsti langi boltinn inn fyrir og við vorum ekki í réttri línu. Við vorum aðeins stressaðri á síðasta þriðjung í fyrri hálfleik en allt í allt var þetta virkilega góður leikur.“ „Þeir eru lið sem er byggt fyrir skyndisóknir og þeir geta drepið þig með slíkum sóknum. Þess vegna máttu ekki tapa boltanum. Ef við sækjum en erum ekki í góðri stöðu þá hefðu þeir getað sótt hratt og skorað seinna markið, það hefði gert leikinn erfiðari.“ Phil Foden hefur verið í aðalhlutverki hjá Man City á leiktíðinni. Hann hefur nú skorað 11 mörk og gefið 7 stoðsendingar. Phil Foden var frábær í dag.Michael Regan/Getty Images „Þetta snýst um fjölda leikja sem hann spilar. Hann hefur alltaf verið hæfileikaríkur leikmaður en nú er hann þroskaðri og skilur leikinn betur, sérstaklega varnarlega. Hann getur spilað í gegnum miðjuna, úti hægra megin sem og vinstra megin. Hvað get ég sagt? Hann er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Ótrúlegur.“ „Þegar hann skorar tvö mörk þá veitir það mér meiri gleði en allt hitt sem hann gerir. Við þurfum hins vegar ekkert að ræða varnarvinnuna. Þeir sem sinna henni ekki detta úr liðinu. Hann elskar fótbolta, hann lifir fyrir fótbolta. Það er gaman að vinna með honum og hann leggur gríðarlega hart að sér.“ Um titilbaráttuna „Þetta snýst um okkur. Við getum ekki stýrt því sem Liverpool, Arsenal eða Aston Villa gera. Þetta snýst um okkur. Við gerðum það sem þurfti til að vinna í dag, og munum reyna að gera það á miðvikudaginn og næsta sunnudag. Þetta lið er goðsagnakennt.“ „Hvort okkur tekst að vinna titilinn veit ég ekki. Við erum í dag með fleiri stig en á sama tíma í fyrra. Munurinn er Liverpool og sá fjöldi stiga sem liðið er með núna miðað við á síðustu leiktíð. Þegar andstæðingur spilar svona vel óska ég þeim til hamingju. Við munum halda áfram, einn leik í einu,“ sagði Pep að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira