Dregur líklega til tíðinda í vikunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. mars 2024 12:16 Land heldur áfram að rísa undir Svartsengi og líklegt að það dragi til tíðinda í vikunni. Vísir/RAX Líklegt er að það dragi til tíðinda á ný á Reykjanesi í vikunni að mati Benedikts Ófeigssonar jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Kvikuhólfið undir Svartsengi heldur áfram að fyllast en á morgun verður staðan líklega orðin eins og fyrir síðast kvikuhlaup. Síðdegis á laugardaginn benti allt til þess að það væri að fara að gjósa enn eina ferðina á Reykjanesi þegar kvika hljóp úr kvikuhólfinu undir Svartsengi. Búist hafði verið við eldgosi dagana áður þar sem magn kviku var orðið sambærilegt því sem var fyrir fyrri eldgos á svæðinu. Kvikuhlaupið stöðvaðist hins vegar frekar hratt og ekki gaus. Ljóst er að kvikuhlaupið um helgina var lítið og er land strax tekið að rísa á ný. „Módelið bendir til þess að einn komma fimm milljónir rúmmetra hafi farið úr Svartsengi núna og inn í kvikuganginn. Það þýðir að það nær að komast aftur í sömu stöðu á þremur dögum. Kannski á morgun þá erum við komin í svona besta gildi,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann telur líklegt að það dragi aftur til tíðinda í vikunni og það verði annað kvikuhlaup eða eldgos. „Það að þetta hafi ekki náð sér á strik núna er kannski vísbending um að kerfið sé eitthvað að breyta sér og að kvika eigi erfiðara með því að troða sér inn í ganginn. Þannig mögulega þýðir þetta að það fer eitthvað að breytast hegðunin. Við svona gerðum ráð fyrir því að það geti komið annað innskot núna í vikunni.“ Erfitt sé að segja til um hvernig næstu vikur og mánuðir koma til með að þróast. „Þessi atburðarás er bara að þróast og þetta er bara hluti af þeirri þróun. Við sjáum ekkert fyrir hvernig þetta þróast og þetta er bara hluti af þeirri þróun. Við getum fylgst með því hvað er í gangi og varað við svona með stuttum fyrirvara þegar við sjáum eitthvað fara af stað en hvernig stóra þróunin er svona í framtíðinni bara höfum við engin mælitæki til þess að segja til um.“ Hættumati á svæðinu var breytt í gær. „Bara niður á sama stig og það var á laugardaginn áður en þetta byrjaði og meðan ekkert meira gerist þá er nú ekki líklegt að við breytum því mikið.“ Hálf milljón rúmmetra af kviku safnast á sólarhring Í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar kemur fram að líkanreikningar sýni að það magn kviku sem hljóp á laugardaginn úr Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðinni hafi verið um 1.3 milljónir rúmmetra. „Áður var búið að reikna út að um hálf milljón rúmmetra af kviku safnist fyrir undir Svartsengi á sólarhring. Að öllu óbreyttu verður heildarmagn kviku undir Svartsengi orðið um 9 milljónir rúmmetra í lok dags á morgun, þriðjudag.“ Í fyrri atburðum hefur kvika hlaupið þegar heildarmagn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi er á bilinu 8 til 13 milljónir rúmmetra. Því eru auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi þegar því magni hefur verið náð. „Það má hins vegar benda á að eftir endurtekin gos í Fagradalsfjalli þá voru dæmi um að kvika læddist upp á yfirborðið án mikillar skjálftavirkni. Reikna þarf með að það gæti orðið þróunin með virknina á Sundhnúksgígaröðinni,“ segir á vef Veðurstofunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Boðað til fundar með börnum frá Grindavík Umboðsmaður barna býður 6-17 ára börnum frá Grindavík til fundar í Laugardalshöll á fimmtudag. Markmið fundarins er að heyra hvað börnunum liggur á hjarta og átta sig á því hvernig stjórnvöld geta með sem bestum hætti staðið vörð um réttindi þeirra við þær aðstæður sem nú eru uppi. 4. mars 2024 11:23 Ástandið að verða „eins eðlilegt og getur verið“ Dregið hefur töluvert úr jarðskjálftavirkni yfir nóttina að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Sömuleiðis hefur dregið talsvert úr líkum á eldgosi síðan í gær. 3. mars 2024 08:39 Dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos en ekkert hægt að útiloka Jarðeðlisfræðingur sem flaug yfir svæðið þar sem kvikuhlaupið fór af stað segir enga virkni sjáanlega úr lofti. Hins vegar séu dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos þegar kvika fer af stað. Hegðunin sé svipuð og í fyrri eldgosum en það sé ekkert hægt að útiloka. 2. mars 2024 18:44 Uppfært hættumat Veðurstofa Íslands hefur uppfært nýtt hættumat og fylgir því hættumatskort sem skiptist upp í sjö hættusvæði. Hættan er talin mjög mikil á tveimur þeirra, lengju sem nær frá Klifhólahrauni norðan við Grindavík yfir Sundhnúksgíga og norður að Kálffellsheiði handan við hraunið frá því í desember í fyrra. 2. mars 2024 17:34 Tíu milljónir rúmmetra af kviku Rólegt hefur verið yfir Reykjanesi í dag. Enn eru þó miklar líkur á að af eldgosi verði og er kerfið tilbúið í gos og heldur kvikumagn áfram að aukast. 2. mars 2024 14:01 „Þetta er komið að þolmörkum“ Líklega mun gjósa á næstu þremur dögum að sögn eldfjallafræðingsins Þorvaldar Þórðarsonar. Hann spáir kraftmiklu eldgosi sem detti hratt niður og endist stutt. Á Veðurstofunni fylgjast sérfræðingar grannt með mælum og vefmyndavélum til að geta brugðist sem hraðast við. 1. mars 2024 20:32 Grindvíkingar fá forgang í lóðir í Ölfusi Grindvíkingar fá forgang við úthlutun lóða í Ölfusi. Um er að ræða lóðir fyrir allt að 127 íbúðir. 1. mars 2024 10:13 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Síðdegis á laugardaginn benti allt til þess að það væri að fara að gjósa enn eina ferðina á Reykjanesi þegar kvika hljóp úr kvikuhólfinu undir Svartsengi. Búist hafði verið við eldgosi dagana áður þar sem magn kviku var orðið sambærilegt því sem var fyrir fyrri eldgos á svæðinu. Kvikuhlaupið stöðvaðist hins vegar frekar hratt og ekki gaus. Ljóst er að kvikuhlaupið um helgina var lítið og er land strax tekið að rísa á ný. „Módelið bendir til þess að einn komma fimm milljónir rúmmetra hafi farið úr Svartsengi núna og inn í kvikuganginn. Það þýðir að það nær að komast aftur í sömu stöðu á þremur dögum. Kannski á morgun þá erum við komin í svona besta gildi,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann telur líklegt að það dragi aftur til tíðinda í vikunni og það verði annað kvikuhlaup eða eldgos. „Það að þetta hafi ekki náð sér á strik núna er kannski vísbending um að kerfið sé eitthvað að breyta sér og að kvika eigi erfiðara með því að troða sér inn í ganginn. Þannig mögulega þýðir þetta að það fer eitthvað að breytast hegðunin. Við svona gerðum ráð fyrir því að það geti komið annað innskot núna í vikunni.“ Erfitt sé að segja til um hvernig næstu vikur og mánuðir koma til með að þróast. „Þessi atburðarás er bara að þróast og þetta er bara hluti af þeirri þróun. Við sjáum ekkert fyrir hvernig þetta þróast og þetta er bara hluti af þeirri þróun. Við getum fylgst með því hvað er í gangi og varað við svona með stuttum fyrirvara þegar við sjáum eitthvað fara af stað en hvernig stóra þróunin er svona í framtíðinni bara höfum við engin mælitæki til þess að segja til um.“ Hættumati á svæðinu var breytt í gær. „Bara niður á sama stig og það var á laugardaginn áður en þetta byrjaði og meðan ekkert meira gerist þá er nú ekki líklegt að við breytum því mikið.“ Hálf milljón rúmmetra af kviku safnast á sólarhring Í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar kemur fram að líkanreikningar sýni að það magn kviku sem hljóp á laugardaginn úr Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðinni hafi verið um 1.3 milljónir rúmmetra. „Áður var búið að reikna út að um hálf milljón rúmmetra af kviku safnist fyrir undir Svartsengi á sólarhring. Að öllu óbreyttu verður heildarmagn kviku undir Svartsengi orðið um 9 milljónir rúmmetra í lok dags á morgun, þriðjudag.“ Í fyrri atburðum hefur kvika hlaupið þegar heildarmagn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi er á bilinu 8 til 13 milljónir rúmmetra. Því eru auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi þegar því magni hefur verið náð. „Það má hins vegar benda á að eftir endurtekin gos í Fagradalsfjalli þá voru dæmi um að kvika læddist upp á yfirborðið án mikillar skjálftavirkni. Reikna þarf með að það gæti orðið þróunin með virknina á Sundhnúksgígaröðinni,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Boðað til fundar með börnum frá Grindavík Umboðsmaður barna býður 6-17 ára börnum frá Grindavík til fundar í Laugardalshöll á fimmtudag. Markmið fundarins er að heyra hvað börnunum liggur á hjarta og átta sig á því hvernig stjórnvöld geta með sem bestum hætti staðið vörð um réttindi þeirra við þær aðstæður sem nú eru uppi. 4. mars 2024 11:23 Ástandið að verða „eins eðlilegt og getur verið“ Dregið hefur töluvert úr jarðskjálftavirkni yfir nóttina að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Sömuleiðis hefur dregið talsvert úr líkum á eldgosi síðan í gær. 3. mars 2024 08:39 Dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos en ekkert hægt að útiloka Jarðeðlisfræðingur sem flaug yfir svæðið þar sem kvikuhlaupið fór af stað segir enga virkni sjáanlega úr lofti. Hins vegar séu dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos þegar kvika fer af stað. Hegðunin sé svipuð og í fyrri eldgosum en það sé ekkert hægt að útiloka. 2. mars 2024 18:44 Uppfært hættumat Veðurstofa Íslands hefur uppfært nýtt hættumat og fylgir því hættumatskort sem skiptist upp í sjö hættusvæði. Hættan er talin mjög mikil á tveimur þeirra, lengju sem nær frá Klifhólahrauni norðan við Grindavík yfir Sundhnúksgíga og norður að Kálffellsheiði handan við hraunið frá því í desember í fyrra. 2. mars 2024 17:34 Tíu milljónir rúmmetra af kviku Rólegt hefur verið yfir Reykjanesi í dag. Enn eru þó miklar líkur á að af eldgosi verði og er kerfið tilbúið í gos og heldur kvikumagn áfram að aukast. 2. mars 2024 14:01 „Þetta er komið að þolmörkum“ Líklega mun gjósa á næstu þremur dögum að sögn eldfjallafræðingsins Þorvaldar Þórðarsonar. Hann spáir kraftmiklu eldgosi sem detti hratt niður og endist stutt. Á Veðurstofunni fylgjast sérfræðingar grannt með mælum og vefmyndavélum til að geta brugðist sem hraðast við. 1. mars 2024 20:32 Grindvíkingar fá forgang í lóðir í Ölfusi Grindvíkingar fá forgang við úthlutun lóða í Ölfusi. Um er að ræða lóðir fyrir allt að 127 íbúðir. 1. mars 2024 10:13 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Boðað til fundar með börnum frá Grindavík Umboðsmaður barna býður 6-17 ára börnum frá Grindavík til fundar í Laugardalshöll á fimmtudag. Markmið fundarins er að heyra hvað börnunum liggur á hjarta og átta sig á því hvernig stjórnvöld geta með sem bestum hætti staðið vörð um réttindi þeirra við þær aðstæður sem nú eru uppi. 4. mars 2024 11:23
Ástandið að verða „eins eðlilegt og getur verið“ Dregið hefur töluvert úr jarðskjálftavirkni yfir nóttina að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Sömuleiðis hefur dregið talsvert úr líkum á eldgosi síðan í gær. 3. mars 2024 08:39
Dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos en ekkert hægt að útiloka Jarðeðlisfræðingur sem flaug yfir svæðið þar sem kvikuhlaupið fór af stað segir enga virkni sjáanlega úr lofti. Hins vegar séu dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos þegar kvika fer af stað. Hegðunin sé svipuð og í fyrri eldgosum en það sé ekkert hægt að útiloka. 2. mars 2024 18:44
Uppfært hættumat Veðurstofa Íslands hefur uppfært nýtt hættumat og fylgir því hættumatskort sem skiptist upp í sjö hættusvæði. Hættan er talin mjög mikil á tveimur þeirra, lengju sem nær frá Klifhólahrauni norðan við Grindavík yfir Sundhnúksgíga og norður að Kálffellsheiði handan við hraunið frá því í desember í fyrra. 2. mars 2024 17:34
Tíu milljónir rúmmetra af kviku Rólegt hefur verið yfir Reykjanesi í dag. Enn eru þó miklar líkur á að af eldgosi verði og er kerfið tilbúið í gos og heldur kvikumagn áfram að aukast. 2. mars 2024 14:01
„Þetta er komið að þolmörkum“ Líklega mun gjósa á næstu þremur dögum að sögn eldfjallafræðingsins Þorvaldar Þórðarsonar. Hann spáir kraftmiklu eldgosi sem detti hratt niður og endist stutt. Á Veðurstofunni fylgjast sérfræðingar grannt með mælum og vefmyndavélum til að geta brugðist sem hraðast við. 1. mars 2024 20:32
Grindvíkingar fá forgang í lóðir í Ölfusi Grindvíkingar fá forgang við úthlutun lóða í Ölfusi. Um er að ræða lóðir fyrir allt að 127 íbúðir. 1. mars 2024 10:13