Björgvin Gíslason látinn Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2024 11:07 Björgvin má með réttu heita vitrúós á sinn gítar. Hann varð bráðkvaddur í gær. Björgvin Gíslason, einhver snjallasti gítarleikari landsins, varð bráðkvaddur í gær. Fráfall hans má heita áfall fyrir íslenska tónlistarbransann. Auk þess að vera gítarleikari í fremstu röð var hann einstaklega vel liðinn af öllum sem hann þekktu, síbrosandi og sendi frá sér góða strauma. Björgvin á langan og glæsilegan feril að baki en hann fæddist í Reykjavík 4. september 1951 og hóf ungur feril sinn með hljómsveitum á borð við Flamingo, Falcon, Zoo og Opus 4. Þetta voru unglingasveitirnar en Björgvin þótti snemma sýna einstaka hæfileika á gítarinn og við tóku hljómsveitir eins og Náttúra, Pelican, Paradís og Póker. Björgvin var að mestu sjálflærður á gítarinn en hann spilaði einnig á fjölmörg önnur hljóðværi svo sem indverskan sítar, píanó og hljómborð. Guðbjörg Ólöf Ragnarsdóttir, eiginkona Björgvins, tilkynnti andlát þessa dáða gítarleikara á Facebook nú rétt í þessu en hún segir missinn mikinn; söknuðurinn er sár. Að neðan má sjá upptöku frá afmælistónleikum Björgvins í september 2011. Það sem liggur eftir Björgvin er mikið vöxtum en hann hefur spilað með ótal tónlistarmönnum. Lengi vel framan af var hann hægri hönd Péturs W. Kristjánssonar heitins í hljómsveitunum sem kenndar voru við P; Pelican, Paradís og Póker. Útsetning hans á Á Sprengisandi með Pelican er þekkt; upphafsstef útvarpsþáttarins Sprengisandur á Bylgjunni. Fyrsta sólóplata Björgvins, Öræfarokk kom út hjá SG hljómplötum 1977, Glettur er önnur sólóplata Björgvins sem kom út hjá Steinum 1981 en á næstu sólóplötu, Örugglega (1983), kom Björk Guðmundsdóttir við sögu og söng eftirminnilega lagið Afi. Slettur er sjötta og sjöunda sólóplata Björgvins, tvöfalt albúm sem kom út árið 2015. Björgvin var þekktur blúsáhugamaður og reyndi hann fyrir sér um tíma í Bandaríkjunum og spilaði þá með Clarence „Gatemouth“ Brown. Í seinni tíð hefur Björgvin troðið upp með fjölda þekktra tónlistarmanna svo sem Mugison. Björgvin lætur eftir sig Guðbjörgu eiginkonu sína og þrjá uppkomna syni. Andlát Tónlist Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Sjá meira
Björgvin á langan og glæsilegan feril að baki en hann fæddist í Reykjavík 4. september 1951 og hóf ungur feril sinn með hljómsveitum á borð við Flamingo, Falcon, Zoo og Opus 4. Þetta voru unglingasveitirnar en Björgvin þótti snemma sýna einstaka hæfileika á gítarinn og við tóku hljómsveitir eins og Náttúra, Pelican, Paradís og Póker. Björgvin var að mestu sjálflærður á gítarinn en hann spilaði einnig á fjölmörg önnur hljóðværi svo sem indverskan sítar, píanó og hljómborð. Guðbjörg Ólöf Ragnarsdóttir, eiginkona Björgvins, tilkynnti andlát þessa dáða gítarleikara á Facebook nú rétt í þessu en hún segir missinn mikinn; söknuðurinn er sár. Að neðan má sjá upptöku frá afmælistónleikum Björgvins í september 2011. Það sem liggur eftir Björgvin er mikið vöxtum en hann hefur spilað með ótal tónlistarmönnum. Lengi vel framan af var hann hægri hönd Péturs W. Kristjánssonar heitins í hljómsveitunum sem kenndar voru við P; Pelican, Paradís og Póker. Útsetning hans á Á Sprengisandi með Pelican er þekkt; upphafsstef útvarpsþáttarins Sprengisandur á Bylgjunni. Fyrsta sólóplata Björgvins, Öræfarokk kom út hjá SG hljómplötum 1977, Glettur er önnur sólóplata Björgvins sem kom út hjá Steinum 1981 en á næstu sólóplötu, Örugglega (1983), kom Björk Guðmundsdóttir við sögu og söng eftirminnilega lagið Afi. Slettur er sjötta og sjöunda sólóplata Björgvins, tvöfalt albúm sem kom út árið 2015. Björgvin var þekktur blúsáhugamaður og reyndi hann fyrir sér um tíma í Bandaríkjunum og spilaði þá með Clarence „Gatemouth“ Brown. Í seinni tíð hefur Björgvin troðið upp með fjölda þekktra tónlistarmanna svo sem Mugison. Björgvin lætur eftir sig Guðbjörgu eiginkonu sína og þrjá uppkomna syni.
Andlát Tónlist Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Sjá meira