Veit allt um það hversu erfitt er að spila á Anfield Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2024 19:35 Pep á hliðarlínunni í leik dagsins. Robbie Jay Barratt/Getty Images „Við byrjuðum vel en þeir eru með ótrúlegt lið. Við áttum okkar augnablik, þeir áttu sín. Það er erfitt að spila á móti þeim og við tökum stiginu,“ sagði Pep Guardiola eftir 1-1 jafntefli Manchester City gegn Liverpool fyrr í dag. Englandsmeistarar Manchester City náðu í stig á Anfield í stórleik helgairnanr í ensku úrvalsdeild karla. Segja má að gestirnir hafi sloppið ágætlega þrátt fyrir að komast yfir en Liverpool var töluvert sterkari aðilinn í síðari hálfleik. „Ég fyrri hálfleik vorum við með vindinn í bakið, fengum fullt af færum. Efti rað við fengum á okkur vítaspyrnuna þá þurftum við að þjást. Þetta var góður leikur fyrir hlutlausa.“ Kevin De Bruyne var ekki sáttur með að vera tekinn af velli. Pep var spurður út í það. „Það er gott. Hann fær að sýna hvað hann getur í næsta leik. Við þurfum leikmann sem heldur í boltann. Snýst ekki um að pressa. Mateo Kovačić er virkilega góður í því. Við vorum ánægðir með Kevin. Það var ekki vandamálið. Við erum vinir.“ Um andrúmsloftið á Anfield „Ég veit hversu erfitt það getur verið að spila á Anfield. Það er líka erfitt á Etihad, Liverpool hefur ekki unnið þar í átta ár. Við höfum sýnt og sannað að bæði lið eru full af ótrúlegum keppnismönnum. Ég hefði viljað sigra en Liverpool hefur margoft í gegnum árin sýnt hvaða gæðum það býr yfir.“ Jürgen Klopp mun hætta sem þjálfari Liverpool að tímabilinu loknu. Pep var að endingu spurður út í kollega sinn í Liverpool. „Við myndum ekki þurfa að knúsa hvorn annan til að sýna hversu mikla virðingu við berum fyrir hvor öðrum. Hann ver sitt félag og ég ver mitt. Saga okkar segir allt sem segja þarf. Það eru enn tíu leikir eftir, það getur margt gerst.“ Jafnteflið þýðir að Arsenal er á toppnum með 64 stig þegar 10 umferðir eru eftir af deildinni. Liverpool er með jafn mörg stig en lakari markatölu á meðan Man City er með stigi minna í 3. sætinu. Þessir tveir hafa gefið ensku úrvalsdeildinni mikið.@premierleague Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik áttum við skilið að vinna“ Virgil Van Dijk, fyrirliði Liverpool, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Englands-, Evrópu og bikarmeisturum Manchester City heldur súrsætt en fyrirliðinn vildi öll þrjú stigin á Anfield í dag. 10. mars 2024 18:31 Mest lesið Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Englandsmeistarar Manchester City náðu í stig á Anfield í stórleik helgairnanr í ensku úrvalsdeild karla. Segja má að gestirnir hafi sloppið ágætlega þrátt fyrir að komast yfir en Liverpool var töluvert sterkari aðilinn í síðari hálfleik. „Ég fyrri hálfleik vorum við með vindinn í bakið, fengum fullt af færum. Efti rað við fengum á okkur vítaspyrnuna þá þurftum við að þjást. Þetta var góður leikur fyrir hlutlausa.“ Kevin De Bruyne var ekki sáttur með að vera tekinn af velli. Pep var spurður út í það. „Það er gott. Hann fær að sýna hvað hann getur í næsta leik. Við þurfum leikmann sem heldur í boltann. Snýst ekki um að pressa. Mateo Kovačić er virkilega góður í því. Við vorum ánægðir með Kevin. Það var ekki vandamálið. Við erum vinir.“ Um andrúmsloftið á Anfield „Ég veit hversu erfitt það getur verið að spila á Anfield. Það er líka erfitt á Etihad, Liverpool hefur ekki unnið þar í átta ár. Við höfum sýnt og sannað að bæði lið eru full af ótrúlegum keppnismönnum. Ég hefði viljað sigra en Liverpool hefur margoft í gegnum árin sýnt hvaða gæðum það býr yfir.“ Jürgen Klopp mun hætta sem þjálfari Liverpool að tímabilinu loknu. Pep var að endingu spurður út í kollega sinn í Liverpool. „Við myndum ekki þurfa að knúsa hvorn annan til að sýna hversu mikla virðingu við berum fyrir hvor öðrum. Hann ver sitt félag og ég ver mitt. Saga okkar segir allt sem segja þarf. Það eru enn tíu leikir eftir, það getur margt gerst.“ Jafnteflið þýðir að Arsenal er á toppnum með 64 stig þegar 10 umferðir eru eftir af deildinni. Liverpool er með jafn mörg stig en lakari markatölu á meðan Man City er með stigi minna í 3. sætinu. Þessir tveir hafa gefið ensku úrvalsdeildinni mikið.@premierleague
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik áttum við skilið að vinna“ Virgil Van Dijk, fyrirliði Liverpool, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Englands-, Evrópu og bikarmeisturum Manchester City heldur súrsætt en fyrirliðinn vildi öll þrjú stigin á Anfield í dag. 10. mars 2024 18:31 Mest lesið Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
„Miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik áttum við skilið að vinna“ Virgil Van Dijk, fyrirliði Liverpool, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Englands-, Evrópu og bikarmeisturum Manchester City heldur súrsætt en fyrirliðinn vildi öll þrjú stigin á Anfield í dag. 10. mars 2024 18:31