Í dag er spáð hægri suðlægri vindátt víðast hvar á landinu. Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig. Búast má við stöku skúrum eða éljum, en léttir til um landið norðaustanvert. Á Vestfjörðum er spáð vægu frosti, dálítilli snjókomu auk norðaustanátt og stinnindskalda.
Í kvöld og í nótt tekur að hvessa allvíða um landið. Búist er við norðaustanátt á bilinu 13 til 23 metrum á sekúndu og hita í kringum frostmark. Þá taka gular viðvaranir gildi í fjórum landshlutum klukkan fjögur í nótt. Það er á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, og Ströndum og Norðurlandi vestra.

Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar, lokanir á vegum og tafir á flugsamgöngum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.