Grætti boltastrák þegar Coventry skoraði sigurmarkið Smári Jökull Jónsson skrifar 17. mars 2024 07:01 Mark Robins knattspyrnustjóri Coventry ásamt markmannsþjálfaranum Aled Williams. Vísir/Getty Coventry vann magnaðan sigur á Wolves í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gær. Knattspyrnustjóri liðsins fékk þó gagnrýni fyrir framkomu sína í leiknum. Leikur Coventry og Wolves í ensku bikarkeppninni í gær hafði allt það sem frábær bikarleikur á að hafa. Úlfarnir virtust vera að tryggja sér sæti í undanúrslitum en Coventry, sem leikur í næst efstu deild, skoraði tvö mörk í uppbótartíma og stal sigrinum. Eftir leikinn fékk knattspyrnustjóri Coventry Mark Robins á sig gagnrýni fyrir framkomu sína í leiknum. Þegar hann fagnaði sigurmarki liðsins sneri hann sér í átt að boltastrák við hliðarlínuna og öskraði af gleði. Hann faðmaði síðan samstarfsmann sinn áður en hann sneri sér aftur að boltastráknum og kreppti hnefann. Eftir atvikið kom starfsmaður Wolves að Robins og ræddi málið við Robins. „Það var mikilvægt fyrir mig að ræða við hann. Hann baðst afsökunar en að fagna í andlitið á ungum dreng eins og hann gerði, mér finnst það ógeðslegt. Strákurinn er mjög leiður og þetta á ekki að gerast. Þeir eru bara að vinna sína vinnu.“ Robins baðst eins og áður segir afsökunar eftir leik en var þó ekki lengi að segja blaðamönnum frá sinni hlið á málinu. Hann vildi meina að boltastrákurinn væri viljandi að eyða tíma. „Áður en þetta gerðist var boltastrákur með bolta í höndunum og lét hann detta í jörðina og gekk í burtu. Með bros á vörum. Það pirraði mig virkilega. En hann er barn og ég biðst skilyrðislaust afsökunar.“ Síðan Robins tók við starfi knattspyrnustjóra árið 2017 hefur Coventry gengið vel og komist tvisvar upp um deild og er nú í undanúrslitum bikarsins í fyrsta sinn síðan árið 1987. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Robins kemst í fréttirnar því hann skammaði leikmenn sína fyrir að hafa farið í leikinn „Steinn, skæri, blað“ þegar skera átti úr um hver ætti að taka vítaspyrnu í leik liðsins í febrúar. Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Leikur Coventry og Wolves í ensku bikarkeppninni í gær hafði allt það sem frábær bikarleikur á að hafa. Úlfarnir virtust vera að tryggja sér sæti í undanúrslitum en Coventry, sem leikur í næst efstu deild, skoraði tvö mörk í uppbótartíma og stal sigrinum. Eftir leikinn fékk knattspyrnustjóri Coventry Mark Robins á sig gagnrýni fyrir framkomu sína í leiknum. Þegar hann fagnaði sigurmarki liðsins sneri hann sér í átt að boltastrák við hliðarlínuna og öskraði af gleði. Hann faðmaði síðan samstarfsmann sinn áður en hann sneri sér aftur að boltastráknum og kreppti hnefann. Eftir atvikið kom starfsmaður Wolves að Robins og ræddi málið við Robins. „Það var mikilvægt fyrir mig að ræða við hann. Hann baðst afsökunar en að fagna í andlitið á ungum dreng eins og hann gerði, mér finnst það ógeðslegt. Strákurinn er mjög leiður og þetta á ekki að gerast. Þeir eru bara að vinna sína vinnu.“ Robins baðst eins og áður segir afsökunar eftir leik en var þó ekki lengi að segja blaðamönnum frá sinni hlið á málinu. Hann vildi meina að boltastrákurinn væri viljandi að eyða tíma. „Áður en þetta gerðist var boltastrákur með bolta í höndunum og lét hann detta í jörðina og gekk í burtu. Með bros á vörum. Það pirraði mig virkilega. En hann er barn og ég biðst skilyrðislaust afsökunar.“ Síðan Robins tók við starfi knattspyrnustjóra árið 2017 hefur Coventry gengið vel og komist tvisvar upp um deild og er nú í undanúrslitum bikarsins í fyrsta sinn síðan árið 1987. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Robins kemst í fréttirnar því hann skammaði leikmenn sína fyrir að hafa farið í leikinn „Steinn, skæri, blað“ þegar skera átti úr um hver ætti að taka vítaspyrnu í leik liðsins í febrúar.
Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira