Þetta er stærsti skjálfti í öskjunni í nokkurn tíma, eða frá því í október í fyrra þegar einn upp á 4,9 stig kom en skjálftar eru algengir á svæðinu.
Í janúar kom annar yfir fjórum, en sá var 4,1 stig að stærð. Sex minni skjálftar hafa mælst frá miðnætti að því er segir í athugasemdum jarðvísindamanns á Veðurstofunni.