Innlent

Á­rekstur við Kapla­krika

Árni Sæberg skrifar
Áreksturinn varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns.
Áreksturinn varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns. Vísir/Vilhelm

Árekstur tveggja bíla var á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika í Hafnarfirði á níunda tímanum í kvöld. Engin alvarleg slys urðu á fólki.

Þetta staðfestir Lár­us Stein­dór Björns­son, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segir að einn sjúkrabíll hafi verið sendur á vettvang og sé enn á vettvangi. Ekki hafi verið ákveðið hvort fólk verði flutt á sjúkrahús.

Þá segir hann að dælubíll hafi verið sendur á vettvang og unnið sé að hreinsum minniháttar braks úr bílunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×