Lögregluleit í húsakynnum Rubiales og spænska knattspyrnusambandsins Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. mars 2024 20:30 Luis Rubiales er í banni frá öllum afskiptum af knattspyrnu næstu þrjú árin en hann skildi eftir sig syndaslóð sem formaður spænska knattspyrnusambandsins. Burak Akbulut/Anadolu Agency via Getty Images) Meiriháttar lögregluaðgerðir fóru fram í dag eftir rannsóknir á spillingarmáli tengt spænska ofurbikarnum. Lögregluleit var gerð í húsnæði spænska knattspyrnusambandsins og á heimili fyrrum formanns þess, Luis Rubiales. Fyrirkomulag spænska ofurbikarsins var breytt árið 2020 þegar ákveðið var að fjögur félög skyldu taka þátt í stað tveggja og mótið allt færi fram í Sádi-Arabíu. Luis Rubiales varð formaður spænska knattspyrnusambansins árið 2018, ári síðar var ákvörðunin svo tekin að færa ofurbikarinn til Sádi-Arabíu. Sambandið þétti budduna þokkalega með þeirri ákvörðun, opinberlega hefur talan aldrei verið gefin upp en spænsku blöðin héldu því fram á sínum tíma að sambandið hafi fengið 40 milljónir evra á ári fyrir þriggja ára samning, sem var svo framlengdur. Spænska sambandið er ekki það eina sem hefur samið við Sádana, úrslitaleikir í bikarkeppnum Ítalíu og Tyrklands fóru þar fram fyrr á tímabilinu. Málið hefur verið til rannsóknar hjá ríkislögreglu Spánar í samvinnu við Europol síðan þann 30. maí 2022 þegar formleg kæra barst á hendur sambandsins. Greint er frá því að leit hafi verið gerð í ellefu húsnæðum í dag, þeirra á meðal húsakynnum knattspyrnusambandsins í Madríd og heimili Rubiales í Granada. Sjö fyrirskipaðar handtökur liggja fyrir og aðrir fimm verða teknir til yfirheyrslu. Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Tengdar fréttir Segja að spænska sambandið fái 5,5 milljarða fyrir að spila Ofurbikarinn í Sádí Arabíu Spænski Ofurbikarnn, Super Cup, sem er meistarakeppni spænska fótboltans fer fram með breyttu sniði í ár en nú taka fjögur félög þátt og keppnin fer líka fram langt í burtu frá Spáni. 8. janúar 2020 15:45 Beiðni um nálgunarbann á Rubiales samþykkt Beiðni saksóknaraembættisins á Spáni, þess efnis að nálgunarbann yrði sett á Luis Rubiales, fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins til þess að koma í veg fyrir að hann hafi samband við Jenni Hermoso, leikmann spænska kvennalandsliðsins, hefur verið samþykkt 15. september 2023 14:08 Spænsku landsliðskonurnar binda enda á verkfallið eftir loforð um breytingar Leikmenn spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa samþykkt að binda enda á verkfall sitt frá landsliðinu eftir að spænska knattspyrnusambandið lofaði tafarlausum og umtalsverðum breytingum. 20. september 2023 07:30 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Fyrirkomulag spænska ofurbikarsins var breytt árið 2020 þegar ákveðið var að fjögur félög skyldu taka þátt í stað tveggja og mótið allt færi fram í Sádi-Arabíu. Luis Rubiales varð formaður spænska knattspyrnusambansins árið 2018, ári síðar var ákvörðunin svo tekin að færa ofurbikarinn til Sádi-Arabíu. Sambandið þétti budduna þokkalega með þeirri ákvörðun, opinberlega hefur talan aldrei verið gefin upp en spænsku blöðin héldu því fram á sínum tíma að sambandið hafi fengið 40 milljónir evra á ári fyrir þriggja ára samning, sem var svo framlengdur. Spænska sambandið er ekki það eina sem hefur samið við Sádana, úrslitaleikir í bikarkeppnum Ítalíu og Tyrklands fóru þar fram fyrr á tímabilinu. Málið hefur verið til rannsóknar hjá ríkislögreglu Spánar í samvinnu við Europol síðan þann 30. maí 2022 þegar formleg kæra barst á hendur sambandsins. Greint er frá því að leit hafi verið gerð í ellefu húsnæðum í dag, þeirra á meðal húsakynnum knattspyrnusambandsins í Madríd og heimili Rubiales í Granada. Sjö fyrirskipaðar handtökur liggja fyrir og aðrir fimm verða teknir til yfirheyrslu.
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Tengdar fréttir Segja að spænska sambandið fái 5,5 milljarða fyrir að spila Ofurbikarinn í Sádí Arabíu Spænski Ofurbikarnn, Super Cup, sem er meistarakeppni spænska fótboltans fer fram með breyttu sniði í ár en nú taka fjögur félög þátt og keppnin fer líka fram langt í burtu frá Spáni. 8. janúar 2020 15:45 Beiðni um nálgunarbann á Rubiales samþykkt Beiðni saksóknaraembættisins á Spáni, þess efnis að nálgunarbann yrði sett á Luis Rubiales, fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins til þess að koma í veg fyrir að hann hafi samband við Jenni Hermoso, leikmann spænska kvennalandsliðsins, hefur verið samþykkt 15. september 2023 14:08 Spænsku landsliðskonurnar binda enda á verkfallið eftir loforð um breytingar Leikmenn spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa samþykkt að binda enda á verkfall sitt frá landsliðinu eftir að spænska knattspyrnusambandið lofaði tafarlausum og umtalsverðum breytingum. 20. september 2023 07:30 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Segja að spænska sambandið fái 5,5 milljarða fyrir að spila Ofurbikarinn í Sádí Arabíu Spænski Ofurbikarnn, Super Cup, sem er meistarakeppni spænska fótboltans fer fram með breyttu sniði í ár en nú taka fjögur félög þátt og keppnin fer líka fram langt í burtu frá Spáni. 8. janúar 2020 15:45
Beiðni um nálgunarbann á Rubiales samþykkt Beiðni saksóknaraembættisins á Spáni, þess efnis að nálgunarbann yrði sett á Luis Rubiales, fyrrum forseta spænska knattspyrnusambandsins til þess að koma í veg fyrir að hann hafi samband við Jenni Hermoso, leikmann spænska kvennalandsliðsins, hefur verið samþykkt 15. september 2023 14:08
Spænsku landsliðskonurnar binda enda á verkfallið eftir loforð um breytingar Leikmenn spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa samþykkt að binda enda á verkfall sitt frá landsliðinu eftir að spænska knattspyrnusambandið lofaði tafarlausum og umtalsverðum breytingum. 20. september 2023 07:30