Fótbolti

Bjarki Már leitar að Tólfunni í Búda­pest

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Bjarki Már Elísson er landsliðsmaður í handbolta sem leikur fyrir Veszrém í Ungverjalandi, skammt frá höfuðborginni Búdapest.
Bjarki Már Elísson er landsliðsmaður í handbolta sem leikur fyrir Veszrém í Ungverjalandi, skammt frá höfuðborginni Búdapest. Veszprem

Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, gerði sér ferð frá heimabæ sínum Veszprém í Ungverjalandi til höfuðborgarinnar Búdapest til að líta umspilsleik Íslands augum. 

Bjarki býr auðvitað í Veszprém og leikur fyrir lið bæjarins í ungversku úrvalsdeildinni. Hann leitar nú samlanda sinna og þá sérstaklega Tólfunnar, stuðningsmannahóps íslenska landsliðsins. 

Bjarki gæti þurft að leita lengi því ekki er von á margmenni af íslenskum aðdáendum, eða áhorfendum yfir höfuð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa tæplega þúsund miðar selst, þá er gert ráð fyrir um 50-100 Íslendingum. 

Leikið er á Szusza Ferenc Stadion, heimavelli Újpest, sem tekur 12.670 manns í sæti.

Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×